6.9.2024 | 21:42
Ríkisbubbi í bili, of stór skápur og skrítnir söfnuðir
Kaupsamningur var undirritaður í dag svo ég á formlega tvær íbúðir í augnablikinu, himnaríki og Kleppsvegsdýrðina. Slíkt hefur aldrei gerst áður, ég hef alltaf verið sátt við að eiga bara eina. Þetta ríkidæmi stendur væntanlega fram yfir helgi svo ég ætla að njóta þess. Já, addna, íbúðin mín í bænum ... bla, bla, en aftur á móti íbúðin mín á Akranesi, bla, bla, ég mun hljóma eins og sannur milli. Líka hægt að segja íbúðirnar mínar - þarf ekki að minnast á að það séu bara tvær, það væri gaman að eiga eins og eina blokk, eins og Silli eða Valdi (eða afkomandi) sem átti víst heila blokk í Hátúni, segir sagan, en stundaði alls enga okurleigu, það fylgdi líka með. Kjaftasaga kvöldsins var í boði einhvers sem sagði mér þetta fyrir áratugum. Ef þetta er bara bull, biðst ég afsökunar.
Pantaði flutningabíl í morgun. Hann kemur 5. október -stundvíslega klukkan níu um morguninn, ég reyndi að seinka til tíu, en sennilega vaknar venjulegt fólk fyrr en ég. Svo heppin er ég að hafa nokkra burðarmenn hér og einnig nokkra sunnan rörs. Pökkunarstarf hefst á mánudaginn. Fæ afhent 1. okt. og ætla að láta mála, kaupa eitt stykki ísskáp (mælið þið með einhverjum?) og flytja inn. Þarf að spyrja frænku hjá Smith og Norland, hún veit allt. Ég verð líka að muna að mæla hæð og breidd á lyftunni, þessari litlu fjögurra manna sem stoppar bara á annarri hverri hæð, ekki minni ... því ég óttast svolítið að svarti antíkspeglaskápurinn komist ekki inn í hana og þurfi að halda á upp á sjöttu! Jafnvel rúmið mitt líka. Annar fasteignasalinn í dag býr í grenndinni, líka í svona gamalli hárri blokk, efst þar og þar er oggulítil lyfta, eins og í minni, greinilega hátískan í lyftum á sjöunda áratug síðustu aldar. Meira að segja of gott fyrir fólk að láta þær stoppa á hverri hæð. Þetta er ekkert annað en stórfínt, nema kannski þegar maður flytur inn eða út.
Kjúklingarétturinn lokkaði og laðaði svo stráksi kom í mat nú í kvöld. Hann hefur fundið á sér að ég nennti ekki að elda í gær sem hefði þýtt afganga í dag. Ég hafði einmitt áhyggjur af því að ef ég eldaði nú í kvöld fyrir mig eina og ætti rúmlega helminginn eftir ... og væri að fara í bæinn á morgun og borða þar ... já, þau eru svona stórvægileg vandamálin í himnaríki. Stráksi hafði samband og vandamálið leystist. Hann hafði séð bæði Eldum rétt-spjöldin (uppskrift og mynd) þegar hann kom í mat síðasta mánudag. Séður strákur. Frekar flókinn réttur í kvöld, ofnbakað brokkolí og gulrætur, hrísgrjón, nokkuð flókin sósa, kjúklingur steiktur eins og nautasteik - en ég fór létt með þetta. Samt bara með einn tímamæli, en notaði reyndar gemsann (var að hlusta á storytel við eldamennskuna) til að mæla þessar 2,5 mínútur sem þurfti að steikja kjúklinginn á hvorri hlið, svo smjördreypa seinni tvær og hálfu.
Mynd: Hvað hef ég afrekað sem fær fb til að halda að ég deili áhugamálum með Kevin Costner?
Hvað hljómar eins og sértrúarsöfnuður og er það í raun?
Ansi margir nefndu skipulögð trúarbrögð, t.d. mormóna, kaþólikka og fleiri en hér eru fjölbreytileg svör. Ég er sammála sumu en öðru alls ekki, er hreinlega móðguð yfir sumu en er nógu þroskuð andlega til að láta þetta allt flakka. Hrmpf ...
- Vísindakirkjan
- Keppnisíþróttir
- Byssueign
- Ilmkjarnaolíur
- Ameríski fótboltinn
- Stjórnmálaflokkar
- Crossfit
- Fox-fréttastöðin
- MAGA (Make America Great Again/Trump)
- Kardashians
- Bandaríski herinn
- Fótboltamömmur
- Kattafólk
- Hundaeigendur
- iPhone-eigendur
- Veganistar
- Friends-aðdáendur
- Íþróttir
- Disney
- Aðdáendur Grateful Dead
- Waldorf-skólar
- Trúleysi
- Star Wars-aðdáendur
- Ananas á pítsu-fólk
- Sjálfshjálpariðnaðurinn
- Jógaiðkendur
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 22
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 1515944
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.