12.9.2024 | 14:23
Meintir kossar, flokkun og ... símtal
Fasteignaheimurinn nötrar, skilst mér, og smávegis uppnám er hjá sómakærum prófarkalesurum, frétti ég í fyrradag. Síðarnefndi hópurinn er þó öllu vanur og hefur oftar en einu sinni þurft að leiðrétta villur í umfjöllun um ilmvötn þegar ítrekað er notað orðið limur í stað ilmur, svo dæmi sé tekið. Hún-sæðisstofnun kom ítrekað fyrir á sínum tíma í alls konar skjölum, svo það þurfti að breyta nafni stofnunarinnar tímabundið í Íbúðalánasjóð. Ég var að vinna þar þá, svo ég veit þetta. Ástæðan fyrir öllu nötrinu um þessar mundir er sú að ég og fasteignasali Kleppsvegarins erum með nákvæmlega sama kvefið, vorum bæði að verða slöpp og skrítin 29. ágúst sl. þegar við hittumst fyrst, og erum rétt núna fyrst að verða sæmileg. Öllum dettur að sjálfsögðu það allra versta (skemmtilegasta) í hug ... djúpir kossar í hægfara litlu lyftunni upp á sjöundu hæð. Það er algjörlega af og frá. Það ýtir EKKI undir réttmæti sögunnar að í seinni skoðun á íbúðinni höfum við bæði borið andlitsgrímu, sagan segir, til að reyna að koma í veg fyrir stjórnlaust kyssirí fyrir framan alla ... nei, við vorum að hlífa ungbarninu á heimilinu við smiti. Annað sem virðist kannski grunsamlegt, er að enginn í kringum okkur hefur smitast af okkur, þetta einskorðast við okkur - en alveg sama, ég er kannski ekki læknismenntuð en ég er dóttir hjúkrunarfræðings og ég fullyrði að þetta er ekki mögulegt, bara enn ein tilviljunin sem virðist ætla að tengjast nýju blokkinni minni.
Himnaríki er frekar mikil rúst núna, enda hef ég verið að myndarskapast og flokka dót, svona þegar heilsan leyfir og hún er öll að koma. Glerhörð í flokkuninni ... nánast allir krimmarnir sem ég hef safnað í gegnum tíðina, fara beint til hirðrafvirkjans sem, ásamt vinunum, á eftir að elska mig í nokkur ár í viðbót, eða gömlu bækurnar mínar. Ég er farin að njóta þess svo vel að láta lesa fyrir mig (Storytel) og gera eitthvað að gagni á meðan, eða bara ekki neitt, að það er algjör óþarfi að hafa tvöfaldan aðgang að þeim. Nógu mikið á ég samt af bókum sem ég mun taka með mér í bæinn, mér líður best að vera með nóg af bókum í kringum mig.
Frábær kona sem ég þekki, er að flytja ásamt því að gera fleiri stórbreytingar í lífi sínu. Ég sendi henni kveðju í gegnum Instagram í gær og óskaði henni alls góðs, spurði í leiðinni hvort hún ætlaði að halda sig í sama bæjarfélagi. Hún ætlar að gera það og talaði um spenning og gleði en líka alls konar blendnar og miserfiðar tilfinningar. Hún sagði að búferlaflutningar skoruðu hátt á listanum yfir það sem ylli streitu, þetta væri svolítið eins og áfall - og þannig líður mér einmitt þessa dagana. Ég sé ekki eftir að hafa sett á sölu, selt elsku himnaríkið mitt, ekki þannig, en er að mörgu leyti skíthrædd við þessar breytingar. Það var ansi gott að vita að ég væri ekki að fara yfir um yfir einhverju "smávægilegu" á borð við flutninga, MÉR ÆTTI að þykja þetta frábært og spennandi, ekkert annað. Þannig hef ég skammast í sjálfri mér - en ætla að hætta því. Það er nóg að ég berji mig stundum í andlitið með blautu handklæði þegar ég finn innsláttarvillu í blogginu mínu. Eða bara villu.
Ég er búin að flokka allt inni á baði. Ég píndi mig til að nota heimatilbúnu aðferðina mína, velja það sem ég vildi eiga og taka með mér í bæinn, losa mig við allt hitt í gefa/henda. Nú þegar eru tveir pappakassar (ekki svo stórir) farnir á nýtt heimili, t.d. sjampó (verulega góð en hársvörðurinn á mér þolir núorðið bara þau allra mildustu) og skartgripir - og allt þar á milli. Það er ekki leiðinlegt að flokka, ekki þegar ég veit að ég hef einhvern sem losar mig við dót. Svo ætla ég að biðja þau í antíkskúrnum að taka fyrir mig eitthvað af dóti, meðal annars ljósakrónur sem hafa flestar fylgt mér í langan tíma. Þær voru yfirfarnar af hirðrafvirkjanum árið 2020. Ég ætla ekki að gera sömu mistökin og þegar ég flutti frá Hringbraut í himnaríki, og taka bara allt með mér ... það tók mig langan tíma að fara yfir það allt og sumt dagaði uppi í þvottahúsinu en hillurnar þar voru fín geymsla. Flokkunin mikla 2020 með aðstoð Ingu, Hildu systur og Davíðs frænda, mun gera þetta allt, og hefur nú þegar, svo miklu auðveldara. Að geta flutt inn og vera ekki í vandræðum með neitt dót - er takmarkið. Að sjálfsögðu geymi ég sumt sem hefur tilfinningalegt gildi.
- - - - - - - -
Ég fékk símtal úr leyninúmeri áðan og svaraði þótt ég byggist allt eins við að þetta væri einhver að reyna að svindla á mér. En þetta var nú bara grjóthörð fortíðin. Hún á það til að elta mann.
Rödd: Er þetta Kaffi-Gurrí?
Ég: Ja, það má segja það, ég var einu sinni með útvarpsþátt sem hét það, auglýsingadeildin bjó sko til nafni-
Rödd: Vott ever. Það má alveg lesa á milli línanna hjá þér á blogginu að þú hafir verið í Leyniþjónustu Íslands, núverandi vinnustað mínum eftir endurreisnina, þannig fann ég þig, og nú þarftu heldur betur að hysja upp um þig brækurnar. Gyrða þig í brók, blaðurskjóðan þín!
Ég: Almáttugur, ég hélt að deildin hefði verið lögð af, sko Björn Bjarna, úff, ohh, ég get verið svo hvatví-
Rödd: Vott ever. Það er að koma út bók, frétti ég, mögulega komin út, glæpasaga, og nafn þitt kemur fram, tilvísun í þáttinn sem var okkar stærsta yfirskin þegar þú starfaðir þarna. Ertu enn hæf til að koma fólki úr jafnvægi? Eða orðin ryðguð, eins og getur gerst með aldrinum?
Ég: Ja, ekki kannski beint ryðguð, ég gæti kannski enn talað fólk í hel ef é-
Rödd: Vott ever. Þú þekkir þessa útgefendur svo vel, það var á þinni könnu að halda þeim góðum. Geturðu ímyndað þér hver gæti mögulega haft ávinning að því að koma upp um okkur? Eða hvaða rithöfundur telji sig geta, með góðri samvisku, opinberað eitt stærsta leyndarmál Íslands, Óperasjón-Kaffi?
Ég: Þetta var allt mikið sómafólk en ... ég veit auðvitað ekki hversu vel er hægt að treysta rithöfundum sem skilja eftir sig blóðuga jörð í bókum sín-
Rödd: Já, já, vott ever. Ég fékk leyniskeyti í rakvélina mína í morgun og sagt að á blaðsíðu 47 væri að finna eitthvað sem gæti opinberað allt og þá mun ekki einu sinni þessi ríkisstjórn, þótt ég hafi hana í vasanum, geta bjargað stofnuninni!
Ég: Í hvaða bók, eftir hvern?
Rödd: Það er nefnilega málið, ég er viss um að einhver bófinn hefur tekið hana úr sambandi, allar upplýsingar duttu út þegar það slökknaði á henni. Ég gleymi ALDREI að hlaða hana.
Ég: Ertu þá að meina að ég þurfi að lesa alla jólakrimm-
Rödd: Já, þú ert vön því hvort sem er.
Ég: Ja, ég stend í flutnin-
Rödd: Vott ever. Láttu mig svo vita þegar þú finnur þetta. Ég hef Jónínu Leósdóttur sterklega grunaða. Það er ekki alltaf dyggð undir dökkum hárum, get ég sagt þér, þegar þarf að opinbera leynilegar stofnanir! Hún skrifaði grunsamlega bók, Konan í blokkinni, í ljósi þeirra tíðinda að þú ert að fara að flytja í háa blokk. Hefurðu heyrt talað um Sovétblokkina? Veistu hvar á Kleppsvegi hún er? Enginn virðist vita það en ég óttast að þú hafir lent í miðju risastóru samsæri, vinan, þar sem njósnir, kaffi og búferlaflutningar koma við sögu. Hafðu góðar gætur á nágrönnum þínum, mjög góðar! Lestu, og hafðu svo samband!
Ég: Ókei, ókei, en hvernig næ ég svo í þi-
Sambandið slitnaði ... kannski gleymst að hlaða? Ég er farin út í bókabúð. Það er ábyggilega hægt að lesa OG FLYTJA á sama tíma!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 22
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 1515944
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.