16.9.2024 | 22:49
Gaspur eða heilaspuni og áskorun í eldhúsmálum
Handvirkur uppþvottur verður hin nýja áskorun í nýju íbúðinni. Þar er ekki uppþvottavél og ekki einu sinni tengt fyrir einni slíkri. Með því að horfa út yfir vinnusvæði Eimskipa og láta hugann reika, skáskjóta öðru auganu yfir á Esjuna og hinu á Viðey gæti þetta orðið notaleg stund en samt alveg spurning hvort gestakomur verði leyfðar út í hið óendanlega. Það er ekki vistvænt að vera með pappaglös í stað bolla undir kaffið og eldhúsrúllubréf undir bakkelsið í stað diska. Of heitt að setja munninn undir kaffistútinn á baunavélinni ... þvílíkar áskoranir sem bíða mín í október. Hef ekki vaskað handvirkt upp í bráðum tvo áratugi svo það gæti orðið skemmtileg tilbreyting, mögulega með sögu í eyrunum, tónlist eða þögnina ... Alls ekki slökunartónlist, hún pirrar mig, var að hlusta á Sogne di Volare eftir Christopher Tin þegar YouTube valdi óvænt slakandi tónlist fyrir sálina og líffærin, eitthvað, og þetta var svo mikill hryllingur, meira að segja fuglasöngur með sem lokkaði Mosa upp á skrifborð, hann hélt að nú fengi hann að horfa á vídjó. Sennilega Clyderman ... flýtti mér svo að slökkva að ég gleymdi að gá.
Sem gríðarmikill áhrifavaldur án gjafa, gæti ég líklega breytt viðhorfi landsmanna til uppvasks svo það verði splukunýtt og spennandi tískufyrirbæri að handvaska upp leirtauið. Það yrði sennilega léttbærara fyrir alla ef ALLIR aðrir þyrftu að vaska upp, held ég. Ég legg samt ekki í að ögra framleiðendum uppþvottavéla svo ég ber bara uppvaskskvalir mínar í hljóði. Það er nógu spennandi að hafa BÆÐI Eimskip og Samskip í grennd. Og ég með kíki ... þetta verður eitthvað.
Í gær auglýsti ég eftir nýju nafni á bloggið mitt eftir að ég flyt í 104 Reykjavík, skammt hjá Kleppi, komandi Sundabraut og í Vogahverfinu, held ég.
Fjölmargir fb-vinir notuðu tækifærið til að sýna fjörugt ímyndunarafl og dæmalausa grósku hugans. Og nei, ég er ekki móðgunargjörn þótt fyllst ástæða sé fyrir því (Gaspur Guðríðar) Hér eru nokkur dæmi:
- Skýjahöllin (kannski Sögur úr skýjahöllinni)
- Heilaspuni úr Hreinsunareldinum
- Gaspur Guðríðar
- Einræður alvísrar kattakonu
- Sögur úr sollinum
- Bullað í borginni
- Sögur sveitakonu
- Sögur af sjöttu hæð
- Klepparasögur
- Kjaftasögur Klepparans
- Sögur við sundin blá
- Sagnaþulur við sæinn
Jú, jú, allt gott og blessað en engum af þessum svokölluðu fb-vinum mínum datt í hug eitthvað fallegt sem tengist útliti, gáfum, gjörvileika eða rómantík, hvað þá Sundabraut sem verður nánast á hlaðinu hjá mér. Þessar hugmyndir bættust við, beint úr grjóthörðum huga mínum og ég píndi mig til að sleppa allri hógværð:
- Sætusnótarsögur við sæinn
- Hamagangur á hæð sex(í)
- Ástir í Austurbænum
- Vottðefokk í Vogunum
- Víti í Vogahverfi
- Krúttlegheit á Kleppsvegi (not)
- Stuðsögur af Sundabraut
- Hrefnukrúnk við úfið haf
- Skálmaldað í skýjahöll
- Sætaspæta við sundin blá
Þetta verður ekki auðvelt val, hugmyndir mínar eru enn hræðilegri ef ég á að vera hreinskilin ... ég vel eitthvað þrennt af því besta, skrifa á miða og dreg ... nema einhver fái enn fleiri hugmyndir eftir að sjá þessa snilld hér fyrir ofan.
Ég lauk spennandi verkefni um miðjan dag í dag og í leiðinni kom ég nokkrum fínustu tertubökkum og -fötum í eigu félags sem heldur senn upp á stórafmæli sitt á árinu og þarf einmitt á svona fínheitum að halda undir veisluföngin. Fínheitin hafa verið inni í skáp árum saman og um að gera að koma sem flestu núna í betri hendur. Þeim mun léttara og einfaldara að flytja. Ég þarf að losna við kommóðu (úr Ikea) og fínustu bókahillur, ásamt alls konar eldhúsdóti þegar ég fer að flokka þar (næstu dagana). Miðað við djöfulganginn í mér grunar mig að það verði bergmál í nýju íbúðinni og það er stórkostlegt. Búin að gefa gráa tungusófann og aukarúmið í stráksaherbergi, skil eftir uppþvottavélina (ekki pláss), ísskápinn (kaupi nýjan), þvottavél og þurrkara (fæ fínasta þvottahús með iðnaðarvélum niðri). Það léttir mjög á flutningunum.
Mynd 3: Þau sem halda að ég bulli út í eitt á blogginu ... sjáið hér leynilega ljósmynd af síðu úr óútkominni bók!!! Nánari skýring hérna fyrir neðan:
Nokkrum mínútum eftir að ég ýtti á play eftir að hafa skrifað næstsíðasta blogg, bárust mér dulkóðaðar sannanir um notkunina á Kaffi-Gurrí í sakamálasögu. Birti hér það sem ég fékk sent en bendi á að Kaffi-Gurrí skiptist á milli lína, til að gera þetta enn dularfyllra. Ég róaðist við það sem ég sá, þetta er mjög sakleysislegt allt saman en ég þarf auðvitað að lesa alla bókina til að verða örugg um að fortíð mín ógni mér ekki ... Svo fylgdi með að bókin væri ekki enn komin út! Vonandi er bókabúð við Kleppsveg.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 22
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 849
- Frá upphafi: 1515944
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 711
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.