17.9.2024 | 23:24
Alveg óvæntur nágranni og dagsannar samsæriskenningar
Flutningsundirbúningur gengur sérdeilis vel, eða eftir að önnur sýrlenska vinkonan mætti með svipuna upp úr hádegi í dag. Við fórum yfir alla eldhússkápana þar sem við tókum gefa-hlutina og settum í kassa. Maðurinn hennar kemur svo og sækir þá. Get varla ímyndað mér annað en að Búkolla gleðjist yfir mörgu eigulegu fyrir búsáhaldadeildina, og Frískápurinn gleðst líka því það er ekki séns að ég nenni að taka allan búrskápinn með, held ég hafi talsvert minna skápapláss á Kleppsvegi en hér.
Ansi hreint frábær fyrrum samstarfskona sem mætti í afmælið mitt í ár, og það í fyrsta sinn, sendi mér einkaskilaboð í gær, kvaðst búa á Kleppsvegi númer XX og spurði mig hvar nýja íbúðin mín væri. Í ljós kom að við verðum í nákvæmlega eins íbúðum í sama húsi og sama stigagangi, nema hennar íbúð er nokkrum hæðum neðar í húsinu. Hún er hrifin af sameiginlega þvottahúsinu í kjallaranum svo ég sé núna nákvæmlega ekkert eftir því að hafa ætlað að taka sénsinn á því að notast við það. Hún lætur vel af því að búa þarna sem róaði mig mikið. Ég var nefnilega flutt inn í Hamraborg í huganum og það hefur verið svolítið skrítin tilhugsun að setjast svo að við sundin blá.
Ég fékk símtal í gær á meðan ég var að klára verkefnið góða, það síðasta af þremur ... Beðin um að lesa yfir 500 síðna doðrant, spennubók. Ég fór að hlæja og sagðist sjaldan hafa haft meira að gera en einmitt núna þegar ég stæði í niðurpökkun vegna flutninga. En ... ef hann lofaði að segja ekki ónefndri systur minni frá því, hún gladdist nefnilega svo mikið fyrir mína hönd að ég væri farin að sjá fyrir endann á verkefnum og gæti einbeitt mér að flutningunum. Hann lofaði því. Núna mun ég verja átta tímum á sólarhring í flutningavesen, átta tímum í yfirlestur (þegar búin með 100 síður) og átta tímum í svefn. Stel einhvers staðar tíma til að blogga. Þetta þýðir að ég hef engu og mun engu sambandi ná við bókina sem ég er að reyna að hlusta á, Blóðmjólk heitir hún, hefur fengið góða dóma og mér líst vel á hana, en ég rugla saman persónum, nokkrar vinkonur segja söguna til skiptis og hver þeirra hefur sinn lesara sem almennt pirrar mig (að hafa fleiri en einn lesara) en ég held að það sleppi í þessari. Hugsa að ég byrji á henni upp á nýtt þegar ég verð flutt í 104. Vona bara að kosningar til alþingis verði eftir að ég hef skipt um lögheimili (miðast reyndar við 1. des.) svo ég nái að kjósa rétt í bænum, en það verður kraftaverk ef stjórnin lifir af að senda fárveikt, fatlað barn úr landi.
Á morgun verður svo síðasta kvöldmáltíðin með matarklúbbi Rauða krossins, allavega sem íbúi á Akranesi. Það er svo margt í síðasta sinn þessa dagana. Klipp og lit, reyndar ekki tannlæknirinn því hann (hún) vill ólm draga úr mér ólukkans tönnina sem kvaldi mig í síðustu viku svo ég fer einu sinni enn þangað. Elsku hjartans sendillinn hjá Einarsbúð kvaddi mig fyrr í dag, bar sig reyndar ótrúlega vel en hlýtur að hafa verið tárvotur, en sagði bless til öryggis ef hann sæi mig ekki aftur. Ég tjáði honum að ég ætlaði að koma í búðina innan tíðar og kyssa og knúsa kaupmannshjónin sem ég hef þekkt frá því ég var barn og montrassaðist um búðina þeirra. Erna hlær enn að því sem ég sagði við hana þegar ég sá hana vera að skúra búðina, eða að ég ætlaði alls ekki að verða skúringarkona þegar ég yrði stór, heldur dansmær eða leikkona (ég las óhemjumikið, gæti hafa verið komin í Cartland strax þá) en ég hef mögulega skúrað milljón sinnum síðan ég sagði þetta. Ég bið hana afsökunar á þessu minnst árlega en hún hlær bara. Ég pantaði klósettpappír í dag, æ, hafðu það góðan pappír, eins og Lamba eða þennan frá Costco, sagði ég. Mikið þarf ég að vera dugleg að pissa ... því ég fékk ábyggilega tíu rúllur sendar í risapakka, eitthvað sem ég hefði áður glaðst yfir ... ef ég væri ekki að pakka heimilinu niður. Ég gargaði t.d. tryllt um helgina þegar ónefnd systir mín rétti mér vítamín sem ég hafði beðið hana um að panta fyrir mig, og hún skilaði mér að auki litlum plastdunki sem hafði borið tertur eftir afmælið mitt ... allt sem þyngir flutningabílinn er eins og eitur í beinum mínum (röng þýðing úr þýsku, eiter in beinen þýðir nefnilega gröftur í fótum).
Svo reyni ég að plata Ingu tölvusnillinginn minn til að skella Ikea-kommóðu og -hillum á gefins-síðu, mögulega þarf ég líka að losa mig við fallega tekkskrifborðið mitt, vinnuherbergið er alveg ferlega lítið. Það fundust svo heilu bokkurnar í búrskápnum ... hvað geymist Beilís í mörg ár í lokuðum skáp ef flaskan hefur aldrei verið opnuð? En sérrí? Spyr fyrir vin.
- - - - - - -
Fleiri hugmyndir að nýju nafni á bloggið:
- Sögur úr efra
- Grubblan (samansett úr Gurrí bloggar)
- Lífsreynslusögur Gurríhar
- VogaDívan
Svo fékk mín hugmynd, Sætaspæta við sundin blá, eitt atkvæði frá frænku minni. Mér verður samt illt í hógværðinni því ég er alin upp við að ég eigi ekki að þykjast vera eitthvað. Allt tal mitt um eigin fegurð er í gríni, því miður. Samfélagsmiðlastjörnur og áhrifavaldar verða að bera sig vel og þess vegna má greina eilítið þingeyskt mont annað slagið. Ég verð, ekki að ég vilji þetta.
Algjörlega sannar samsæriskenningar sem þú dregur ekki í efa
- Trump er antikristur
- Uppáhaldssamsæriskenningin mín er sú að allt eigi eftir að verða í himnalagi.
- Geimverur eru á meðal okkar.
- Kurt Cobain var myrtur. Courtney Love veit allt um það.
- Eyrað á Trump greri á tveimur dögum. Einmitt.
- Kolkrabbar eru geimverur.
- Dauði Natalie Wood var mjög grunsamlegur.
- Jeffrey Epstein stytti sér ekki aldur, hann fékk hjálp.
- Áætlun 2025 (myndi færa okkur meira en 100 ár til baka).
- Díana var myrt (af Fjölskyldunni)
- Marilyn Monroe var ráðin af dögum.
- Ég trúi á kraftaverkasögur um eyra og golf ...
- Bítlarnir bjuggu aldrei í gulum kafbáti.
- Elvis er í vitnavernd.
- Við fórum aldrei til tunglsins, höfðum ekki tæknina til þess.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.