22.9.2024 | 22:10
Vér intróvertar, konan sem skaut JR og bara 12 dagar ...
Getur verið að búferlaflutningar hafi áhrif á ónæmiskerfið? Heilsan nánast hrundi daginn sem ég fann íbúðina mína á Kleppsvegi. Þetta er auðvitað líka væl í mér og aumingjaskapur, svo það komi nú fram. En dagurinn hefur farið í hvíld, svefn og örlitla sjálfsvorkunn. Eins og ég ætlaði að vera dugleg! Gat rétt smakkað nokkra bita af sýrlenska matnum sem ég fékk sendan til mín, restin fór í ísskápinn og verður að bíða morgundagsins.
Ég hef verið að hlusta með hléum á Morse lögreglufulltrúa síðustu daga (bók á Storytel) og haft nokkuð gaman af en vá, hvað hlutirnir hafa breyst. Morse lögreglufulltrúi leysir ekki bara flókin glæpamál, heldur reynir hann að höfða til siðferðiskenndar fólks, hann skammaði unga skrifstofustúlku og kallaði hana lauslætisdrós. Hún hélt náttúrlega við giftan mann sem Morse kallaði auðvitað flagara í yfirheyrslu. Siðferðiskennd fólks hefur hrakað síðan þetta var og ég hef á tilfinningunni að Morse myndi hreinlega ekki hafa tíma til að leysa glæpamál í dag, svo mjög þyrfti hann að siða fólk til. Gátan var fín og lærdómurinn sá að maður skyldi aldrei svindla í neinu sem tengist prófum! Svo fór ég að hlusta á bók sem heitir Mýrarstúlkan (eftir Elly Griffiths) og sú er virkilega fín. Aðalsöguhetjan er fornleifafræðingur um fertugt sem býr í gömlu steinkoti við ströndina í Norfolk á Englandi, ásamt tveimur köttum. Fornleifafræði er æsispennandi, kettir eru æði svo ég gat strax samsamað mig við söguhetjuna. Þarna er nokkuð geðvondur en myndarlegur rannsóknarlögreglumaður (slef) sem fær hana til að aðstoða sig, og í nágrenninu býr fuglaáhugamaður sem náði að bjarga lífi hennar þegar hún villtist myrkri í saltmýri í grennd. Mér finnst skrambi gott að eiga sjö klukkutíma eftir af henni og hún virðist vera fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, það stendur allavega Part 1 in Ruth Galoway ... Húrra!
Ætla að reyna að sofa þessi nýjustu veikindi ... eða frekar viðbótarslappheit á brott, úða fyrst í mig vítamínum - gott að margir kassar eru enn opnir, eins og sá með vítamínunum. Á morgun fer ég nú samt að loka kössum, bara 12 dagar í flutninga - EF VEÐUR LEYFIR, tólf heilir dagar og svo við vakn á þeim þrettánda mætir flutningabíllinn. Ég hef kíkt á spár langt fram í tímann og sé ekkert nema almennilegt flutningaveður, alla vega til 1. okt. svo ég hef eiginlega ákveðið að það verði þannig minnst út árið. Ég þekki kannski ekki veðurfræðinga en ég hef það oft horft á veðurfréttir að ég leyfi mér að spá þessu. Kannski verður október eini snjólausi mánuður ársins 2024. Það snjóaði víst í fjöll í júlímánuði, sem ég hélt að væri eini snjólausi sumarmánuðurinn!
Svo hringdi hirðmálarinn í mig í dag og bíður spenntur eftir að geta hafist handa (1. okt.). Segir gott að Slippfélagið sé í grennd, hundfúlt að fara langar leiðir ef eitthvað smotterí vantar. Ég er hvíta týpan, langar að hafa sem flesta veggina hvíta, í alvöru, tek birtu alltaf fram yfir "kósíheit" og rökkur, ég er manneskjan sem dreg öskrandi gardínurnar frá ef ég kem inn á dimma staði. Enda er ég ekki lengur velkomin á marga bari og matsölustaði landsins yfir sumartímann ... OG fyrrum eiginmenn mínir hafa sumir, alls ekki allir, kveinað yfir skorti á rómantík hjá mér - eins og birta eða skortur á birtu geri útslagið! Veit fólk ekki að það er t.d. eldhætta af kertaljósum? Svo maður leyfi sér ögn að gagnrýna rómansklisjurnar.
Málarinn minn hefur nokkra daga í verkið, hann er mjög snöggur OG vandvirkur. Svo ætlar hann að aðstoða mig við að loka svölunum ... ekki á venjulega mátann, heldur með ósýnilegu, kattheldu neti, svo það komast áfram flugur þangað, jei. Ég er ekki svalatýpan svo Krummi og Mosi fá að eiga svalirnar (á efri myndinni sést í þær). Myndi vilja geta sest hjá þeim í góðu veðri, jafnvel hengt þvott á þurrkgrind líka ...
Stofan á nýja heimilinu er alveg ágætlega stór, virkar minni á myndinni vegna sófans stóra sem er þar (og fylgir ekki með) en ég verð bara með rauða antíksófann þarna einhvers staðar, hillusamstæðu og annað slíkt, og svo langar mig að fá mér góðan sófa (ekki tungu- eða horn-) undir gluggann (sjá fasteignamynd úr íbúðinni). Mikið væri gaman að geta fundið t.d. notaðan Chesterfield-sófa, eiginlega í hvaða lit sem er, bara í sæmilegu standi, það er gamall draumur en með sífellt "lengri" lífsreynslu hef ég komist að því að draumar rætast ekki alltaf og það er bara allt í lagi. Báðar fasteignasölurnar gáfu mér afsláttarkort sem virka á nokkrum stöðum, m.a. í Dorma, en þar eru frekar sætir sófar, held ég. Þarf að kaupa ísskáp áður en ég flyt inn, svo ég vona að afsláttur bjóðist líka í þannig búðum.
Ég gerðist nýlega félagi í hópi á feisbúkk sem heldur utan um svokallaða intróverta ... það sem ég hef séð í hópnum líst mér ekkert voðalega vel á, þetta er meira fólk sem lokar sig af, líður illa innan um aðra og hefur jafnvel lent í áföllum sem fær það til að loka sig enn ákafar af. Ég er einhvers konar intróvert, jafnvel algjör, þótt ég elski fólk, og fleygi mér sennilega út úr þessum hópi sem ég hélt að yrði á léttari nótum, ég er manneskjan sem fann engan mun á lífi mínu í covid þegar samkomubann skall á. Ekki nokkurn einasta mun og ég er ekki að ýkja. Ég hélt að fólk væri að grínast þegar það nánast grét á feisbúkk yfir því að geta ekki hitt vini og vandamenn Á HVERJUM DEGI ... en ég veit auðvitað að sumir voru mjög einmana og þessi innilokun hafði slæm áhrif á þá. Það var á þessum tíma sem ég lærði orðin intróvert og extróvert og áttaði mig á því hvorum megin ég stend. Myndin af kattamanninum er nú samt ekki lýsandi fyrir mig, ég fæ aldrei óvænta gesti - ef einhver hringir óvænt bjöllunni, er það einhver íbúi hússins sem hefur gleymt útidyralyklinum og veit ... að ... ég ... er ... eiginlega ... alltaf ... heima ...
Á Facebook
Vissuð þið að Kanaríeyjar hafa í sjálfu sér ekkert með kanarífugla að gera, engir kanarífuglar þar. Sama með Jómfrúareyjar, engir kanarífuglar þar heldur.
Mary Crosby, dóttir Bing Crosby og Kathryn Grant, lék Kristinu Shepard í Dallas, konuna sem skaut J.R. Ewing eins og frægt er orðið. Það voru víst um 90 milljón manns sem settust niður við sjónvarpið þann 21. nóvember 1980 til að komast að því hver það var sem skaut ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 831
- Frá upphafi: 1515926
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 704
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.