26.9.2024 | 19:02
Eins og nýsleginn túnfiskur ... og tungumál ungbarna
Kláraði yfirlesturinn um tíuleytið í morgun og ætti þá að geta einbeitt mér alfarið að flutningum. Vissulega verður haldinn húsfundur hjá mér í dag varðandi fyrirhugað verk svo ég neyðist til að laga til og ryksuga ... sem ég ætlaði hvort eð er að gera. Það verður síðasta skiptið sem ég get kallað mig riddara húsfélagsins með sanni. Held að í nýja húsinu mínu sé ekki venjuleg hússtjórn, visst fyrirtæki úti í bæ sér um allt þar.
Ég hafði setið sveitt við yfirlestur í gær þegar elskan hún Inga hafði samband, búin að fara í ríkið og fá almennilega bókakassa handa mér. Hún fékk að sjálfsögðu kaffi sem var svo hressandi að hún gat ekki stoppað sig fyrr en hún var búin að fylla alla nýkomnu kassana af bókum úr stofunni. Svona gersemar eru ekki á hverju strái. Í huganum greindi ég hana með mikinn skort á ADHD ... en það var kannski orðum aukið hjá mér í síðasta bloggi að hún hefði greint mig, hún sagði að þetta að vaða svona úr einu í annað í tiltekt líktist fólki með ADHD ... en himnaríkisskáldið lætur svo sem sannleikann ekki þvælast fyrir sér, frekar en sum önnur skáld ...
Svo ætlar ástkær litla systir að kíkja um helgina og hjálpa ... Ég þurfti að fresta tannlæknatímanum í gær og fer í tanntökuna á mánudaginn, tek svo við íbúðinni í bænum á þriðjudaginn og stóri F-dagurinn verður á laugardeginum. ... Held að það verði lítið hægt að blogga fyrr en á mánudag, ef Síminn kemst, þar að segja, til að tengja allt. Ekki skrítið þó að ónæmiskerfið sé í skralli þessa dagana. Ég nota þetta ColdZyme óspart og held að það hafi heldur betur haldið stórveikindum í skefjum núna upp á síðkastið.
Himnaríkiskettirnir eru svolítið órólegir og vita greinilega að eitthvað stendur til.
Nú sé ég eftir því að hafa ekki fylgst betur með í tímum þegar var verið að kenna kattamál. Ég man nú samt alveg ungbarnamálið sem nýfædd börn nota til að lýsa líðaninni:
Eh: Ég þarf að ropa.
Neh: Ég er svöng/svangur.
Heh: Mér líður ekki vel.
Owh: Ég er þreytt/ur.
Eairh: Loft í maganum í mér.
Svona í alvöru ... þetta kallast Dunstan-barnamál og ein nýbökuð móðir var að segja frá því á Instagram í gær, hún vildi meina að þetta passaði ótrúlega vel. Ef börnin væru að kvarta ætti að hlusta vel á þau og reyna að greina orðin ...
Ég kann auðvitað aðeins í kattamáli, eins og ítölsku, pólsku, arabísku og finnsku.
Uppsperrt skott með smálykkju efst táknar: Ertu komin heim, hæ, gaman að sjá þig.
Að lygna aftur augunum nokkrum sinnum: Hér er allt í góðu standi, ást og friður.
Og svo framvegis.
Mig grunar að þá dreymi æsispennandi drauma (sjá mynd 2), alla vega stundum, þeir eru ekki rosalega hræddir við ryksuguna (sjá mynd) en ganga virðulega út úr þeim herbergjum sem er verið að ryksuga. Mosi var trylltur af ótta við ryksuguna þegar hann flutti í himnaríki 2018 en þegar hann sá að Keli og Krummi létu sér fátt um finnast ákvað hann að taka ryksuguna í sátt. Þannig.
Smáhlé ...
Klukkan rúmlega fjögur fylltist himnaríki af sætum smiðum sem ætla að klára verkið sem aðrir smiðir höfðu byrjað á og ekki lokið við (story of our house). Synd að þurfa að flytja ... eða kannski ekki. Sjálf fæ ég reyndar fína heimsókn strax á mánudeginum eftir F-daginn þegar menn frá Símanum mæta til að tengja mig við umheiminn. Virkilega hress maður hringdi í mig upp úr hádegi í dag og kvaðst mæta til mín:
Sjáumst klukkan hálfníu á mánudeginum, sagði hann.
Ó, ég skal reyna að sýna hugprýði og vakna, tautaði ég örvæntingarfull en maðurinn hló bara grimmdarlega. Engin miskunn. Mjög fínt samt að vakna svona snemma og halda áfram að taka upp úr kössum. Þeim mun fyrr klárast þetta!
Ó, Facebook ...
Ein á fésinu tók að sér að betrumbæta nokkur algeng orðatiltæki og fékk önnur lánuð. Hún á fyndna og skemmilega fb-vini sem lögðu í púkkið. Hér eru nokkur góð dæmi:
Frá henni
Ekki hundar í ættinni. (Ekki hundrað í hættunni)
Flýgur fiskisúpan. (Flýgur fiskisagan)
Enginn er verri þótt hann vakni. (... þótt hann vökni)
Og fb-vinirnir:
Að vera eins og nýsleginn túnfiskur.
Sá vægir sem vitið hefur heima.
Rósin í pylsuendanum.
Að naga sig í handarkrikana.
Betra en seint en kannski.
Eins og þjófur úr heiðskíru lofti.
Að vera sleginn með blautri tösku í andlitið.
Stormur í mýflugu.
Að gera úlfalda úr vatnsglasi.
Ekki beittasta peran í skúffunni.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 832
- Frá upphafi: 1515927
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 705
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.