1.10.2024 | 23:16
Afhending í dag, fín dýrabúð og aukin tilhlökkun
Dásemdardagur í dag sem hófst með ónauðsynlegum göngutúr út á stoppistöð við gömlu bæjarskrifstofurnar. Garðabraut er lokuð og ég áttaði mig ekki á snilli strætó sem fer bara krókaleiðir frekar en að skilja Gurrí sína eftir. Vagninn fór kl. 13.15 frá Akranesi og var kominn rétt rúmlega tvö í bæinn. Elskan hún Anna besta Anna beið eftir mér í Mjódd og eftir smámisskilning varðandi lyklamál hjá fasteignasölunni drifum við okkur á kaffihús í Borgartúni. Jú, afhending íbúðarinnar á Kleppsvegi fór fram klukkan 16 í dag. Fasteignasalinn bað mig að skoða allt mjög vel, til dæmis athuga hvort leyndust nokkuð brenndir lambaskankar inni í ofninum, hann vissi af slíku dæmi, hann vildi að allt gengi vel fyrir sig, annars fengi hann ekki deyfingu næst þegar hann færi til tannlæknis ... (skýring: tannlæknirinn hans seldi mér íbúðina). Íbúðin var eiginlega fallegri og fínni þegar ég sá hana svona auða og útúrskúraða ... gardínur sem gera dimmt í íbúðum eru hreinlega af hinu illa. Það vantar vissulega betri lýsingu, það eina sem ég get sett út á. Þegar maður skoðar íbúðir sem aðrir búa í er argasti dónaskapur að rífa upp alla skápa og kíkja. Ég gerði það fyrst í dag og er ansi mikið sátt við fínan búrskáp vinstra megin við komandi ísskáp en hægra megin við hann er ryksugu- og sópaskápur, það er virkilega gott skápapláss í íbúðinni og að auki lítil geymsla í kjallaranum.
Myndin sýnir herbergja-"álmuna". Baðherbergi t.h., vinnuherbergi á móti og svefnherbergi. Útsýni fínt, Esjan alveg sjúkleg, ég dirfist ekki að gera kröfur um meira sjávarútsýni en þetta, finnst þetta bara ansi fínt. Tek kíki með mér og get dundað mér við að fylgjast með skemmtiferðaskipum á milli verkefna hjá mér, samráði skipafélaganna og öllu þar á milli.
Við Anna skruppum í dýraverslunina í Holtagörðum skömmu fyrir afhendingu. Tólf ára gömul tík tók á móti okkur af virðuleik og fylgdi okkur inn. Mig vantaði kattasandskassa með loki, kattasand og kattamat. Svo þegar við erum flutt, ég og kettirnir, verða keypt ný bæli handa þeim. Vinnuherbergið er svakalega lítið (1,80 X 2,20) en þangað kem ég auðveldlega pínulitla tekkskrifborðinu sem ég er búin að festa mér, já, og tekkskrifborðið sem ég auglýsti til sölu er mjög sennilega selt. Alla vega frátekið. Ég mun sakna þess, enda fallegur gripur, en þetta litla er líka mjög fallegt og passar betur inn í smáa skrifstofuna. Lyftan er minni en mig minnti ... svarti skápurinn kemst ekki inn í hana og heldur ekki rúmið mitt. Sennilega ekki antíksófinn rauði heldur ... vá, hvað ég ætla að láta flutningamennina borga mér mikið fyrir þessa líkamsrækt sem þeir fá sunnan megin rörs.
Mynd: Ég á eftir að sakna þessa útsýnis verulega en á milljón myndir af því sem ég get yljað mér við.
Krummi og Mosi eru að leika sér! Og það í fyrsta sinn. Núna á meðan ég blogga. Alfakötturinn, elskan hann Keli, stjórnaði öllu með harðri loppu og lék við þá til skiptis nánast til dauðadags. Þeir tveir dirfðust ekki að reyna að leika sér saman ... en núna er það að breytast sem er gjörsamlega æðislegt! Smiðurinn minn er enn að reyna að pæla í því hvernig hann geti gert svalirnar kattheldar án þess að það sjáist utan frá. Svo ætlar hann að sansa opnanlegu gluggana þannig að Mosi ævintýraglannaköttur geti ekki ýtt þeim upp og stokkið niður, honum er trúandi til þess, hann skortir alla rýmisgreind.
Smiðurinn er snjall og snöggur málari líka og ætlar að mála fyrir mig veggina og loftið á flísaklæddu baðinu. Guðný sem hannaði fyrir mig himnaríki valdi litinn sem fer á veggina. Svona mjúkur hvítur, hlýlegur, svo þarf ég að finna eitthvað út úr lýsingunni. Mjög fallegur sófi í Dorma freistar mín, er á góðu tilboði sem er ekki verra. Stráksi getur sofið á honum þegar hann kemur í heimsókn og vill gista.
Þetta tók allt tímann sinn og það munaði bara nokkrum mínútum að ég næði 17.30-strætó heim, umferðarsultur um allt, en þá hefði ég náð í afmælismat hjá vinkonu minni ...
Þar sem ég sat í 18.30-vagninum sá ég á snappinu þegar afmælissöngurinn var sunginn fyrir hana. Mikið hefði verið gaman að ná ... en maður flýtir ekki afhendingarathöfn og málningarkaupum. Elskan hún Anna vildi endilega að ég sæti hjá henni í bílnum þennan tæpa klukkutíma í næsta strætó og við höfðum um nóg að tala.
Mjög gaman að flytja í bæinn og hitta hana enn oftar, og aðra vini og vandamenn ... en svo fæ ég öðruvísi sting í hjartað við tilhugsunina um að flytja frá elsku Akranesi.
Miðað við hvað gerðist eftir að ég flutti af Hringbrautinni finnst mér ekki ótrúlegt að fljótlega fari allt í gang á Akranesi, það komi gjöðveikt kaffihús (það fæst auðvitað kaffi í Kallabakaríi og Costa-kaffi í Frystihúsinu - ísbúð) OG að Akraborgin fari að ganga á milli. Hún tengdi Skagann svo miklu betur við umheiminn en allt annað. Um leið og ég var flutt af Hringbraut var póstnúmerinu breytt úr 107 í 101 og Kaffi Vest opnaði skammt frá, í húsinu þar sem áður var pósthúsið á Hofsvallagötu, eða apótekið.
Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri byrjuð að reykja, og það eins og strompur, var hneyksluð á sjálfri mér en reykti samt! Í nótt var ég komin með fósturbarn, einstaklega erfitt ... Ég kíkti á netið til gamans til að vita hvað reykingadraumurinn merkti en fannst merkingin þar algjört bull, eða viðvörun um óvin ... ég spurði manneskju sem veit mikið um drauma og hún sagði báða draumana merkja að ég væri undir álagi og stressi, mikið væri í gangi og ... já, ég get sko tekið undir það.
Mikið verður gaman að "dúlla sér" við að taka upp úr kössum án nokkurrar streitu í næstu viku. Þetta niðurpakkelsi inniheldur milljón handtök og þótt ég hafi gefið margt og mikið í allar áttir á ég samt allt of mikið dót. Hélt að ég væri grimm í grisjun en ekki nógu grimm. Á morgun og hinn verð ég að klára. Elsku Hilda mín kemur síðan á föstudag og við flytjum ásamt Ingu, Júlíönu og stráksa, brothætt dót t.d. úr eldhúsinu og komum fyrir í nýju íbúðinni. Sennilega verð ég að nota tækifærið og kaupa bæði sófann og ísskápinn þá. Líka lítið borð og stóla í eldhúsið.
Neðsta myndin: Mig vantar svona borð og stóla í eldhúsið. Það er pláss fyrir það. Sýndist ég sjá svona borð hjá Jysk.is og veit að þar fást mjög góðir og þægilegir eldhússtólar. Ath. þetta er mynd af netinu, ekki úr nýja eldhúsinu mínu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1515923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 701
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.