17.10.2024 | 22:49
Píslarganga í Ikea, kaffipjatt og upphengisérsveit
Samstarfskona síðan 1995 plús hafði samband í gær og bauðst til að skutla mér í Ikea (og víðar), í leit að fyrirheitna eldhúsborðinu. Það fannst í Ikea, eða minnsta eldhúsborðið á höfuðborgarsvæðinu, aðeins 75x75 en mátti samt ekki stærra vera. Ég keypti það samt, enda á góðu verði. Frú Sigríður og frú Guðríður gerðu þó víðreist, heimsóttu Húsgagnahöllina og kíktu líka í Jysk þótt vitað væri að eina litla borðið þar passaði ekki. Dásamlegi afgreiðslumaðurinn í Húsgagnahöllinni sagðist geta sérpantað fyrir mig eldhúsborð (um 250 þúsund) ógurlega fínt merki, en ég bar mig mjög vel og sagðist hreinlega ekki geta beðið eftir sérpöntun ... Fór til baka og keypti IKEA-borðið á innan við tíuþúsundkall. Frú S fannst smart hjá mér að klæðast sænsku fánalitunum (gulur bolur, ljósblár trefill) til að tryggja mér betri afgreiðslu, en sú snilld var nú bara óvart.
MYND: Eldhúsborðið nýja og stólarnir ... eldhúsklukkurnar ekki komnar upp á vegg, og myndir.
Einhvers staðar inn á milli búðaferða fórum við í kaffi, Kastalakaffi, þar sagði frú S að fengist suddalega gott kaffi. Meðlætið væri líka gómsætt og allt á fínu verði. Það var allt rétt ... nema kaffið var ekki suddalega gott, greinilega búið að skipta um tegund, sagði frú Sigríður hugsandi. Ég hef alltaf sagt að maður eigi ekki að spara í kaffi en þarna hafði einhver ákveðið að kaupa inn Gevalia (njósnir mínar leiddu það í ljós á innan við 15 sekúndum) til að bjóða upp á þarna, fínasta heimiliskaffi en mér finnst það ekki gott val hjá kaffihúsi. Við erum að tala um örfáar krónur sem sparast á hvern bolla. Meðlætið var gott og afgreiðslan einstaklega hlýleg og góð, ég var líka í góðum félagsskap svo þetta var mjög gaman.
Eldhússtólarnir fengust í Ilvu og eru sennilega þægilegustu stólar sem ég hef setið á, þeir eru svo háir sem er geggjað fyrir konu með langa fætur. Sölukonan í Ilvu, nýbyrjuð að vinna þar, hætti ekki fyrr en hún fann réttu stólana fyrir mig, ég verð henni ævinlega þakklát. Frú S gerði sér svo lítið fyrir og setti saman fyrir mig bæði borðið og stólana sem var mikið góðverk, hún fór líka ótrúlega létt með það, verk sem hefði tekið mig marga daga (vikur, ár), ef ég þekki mig rétt. Á meðan spjölluðum við saman.
Aha, ertu intróvert? Mér datt það í hug, sagði hún, þess vegna leið þér svona illa inni í Ikea.
Það var nú bara allt labbið, hugsaði ég klökk en kinkaði kolli, ég setti örugglega skrefamet, pottþétt 10 þúsund skref sem ég gekk bara við að leita að einu pínulitlu borði. Nú loksins skil ég orðið píslarganga. Ég vann í stuttan tíma (3 mán.) í Ikea á síðustu öld, þegar verslunin flutti frá Kringlunni í Holtagarða og kunni því á allar flóttaleiðir þar, hraðreinar fyrir innkaupafælna gesti - sem kom sér oft mjög vel. Ég vil geta farið inn í búð, gengið (ekki of mörg skref) að því sem ég ætla að kaupa, borga og fara út. Samt öfunda ég fólk sem er kannski með mér í búð og finnur eitthvað æðislegt sem ég missti af í öllum flýtinum við að komast hratt út.
Myndin er af frú Sigríði þar sem hún setti saman eldhúsborðið, búin með stólana. Krummi hélt hálsinum á henni heitum á meðan. Frú S er afar góð í pabbabröndurum sem falla alltaf í góðan jarðveg hjá mér. Hún flýtti til dæmis fyrir sér með því að setja seinni stólinn saman á undan hinum ... sem mér fannst mjög fyndið.
Seinnipartinn í dag komu nokkrir hjálparkokkar til að aðstoða mig við að hengja upp gardínur, myndir og slíkt ... elsku upphengisérsveitin mín. Hirðsmiðurinn kom síðan ótrúlega seint, það seint að dyrabjallan hringdi klukkan 20.30 og mér tjáð að það mætti ekki bora og negla eftir klukkan 20 á kvöldin virka daga, 18 um helgar. Mig hafði minnt að það mætti vera með læti til kl. 21 ... en gengið mitt mætir bara aftur í næstu viku. Hellingur búinn og hefði náðst fyrir níu en ég vil ekki brjóta húsreglur. Smiðurinn er mjög hrifinn af húsreglum hér, sagðist búa í húsi þar sem væri borað og neglt á öllum tímum - það væri mjög þreytandi. Hann var það hrifinn að það kæmi mér ekki á óvart þótt hann keypti sér íbúð í húsinu mínu.
Gerum eitthvað skemmtilegt fyrst Gurrí er flutt héðan-hópurinn á Akranesi hefur haft nóg fyrir stafni frá 5. október sl. við að bjóða upp á æsispennandi viðburði á Skaganum, eins og ég hef vælt undan. Núna síðast sá ég boðað til stórdansleiks á hlaðinu hjá himnaríki (Jaðarsbökkum), reyndar lokahóf ÍA en alveg sama. Svo var víst mjög stór æfing í dag hjá Lögreglunni á Vesturlandi, sérsveitin og allt, og ég föst á Kleppsveginum! Svo flytur Kór Akraneskirkju verkið Misa Criolla núna laugardaginn 26. okt. akkúrat þegar ég verð upptekin við að læra texta Skálmaldar utanbókar fyrir tónleikana 1. nóv. Bara fyrstu tvær plöturnar ...
Stundum væri svo hagkvæmt að geta teleportað sig á milli staða. Stráksi minntist á það í gær en hann kemur fljótlega í heimsókn, ekki þessa helgi samt, og gistir. Þá verður nú gaman hjá okkur. Ef hann getur ekki teleportað sig tekur hann strætó í Mjódd og þar mun ég bíða eftir honum.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1515923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 701
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Velkomin á nýja staðinn!
;D Skil frú S vel. Ég prjóna alltaf seinni ermina, sokkinn eða vettlinginn fyrst. Í ALVÖRU það er miklu fljótara.
Takk fyrir skemmtileg skrif.
Kv.Soffía
V. Soffía Grímsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2024 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.