25.10.2024 | 17:01
Uppþvottur í gestagangi , Vegagerðin í ruglinu og kannski véfréttin líka
Uppþvottavél fyrirfinnst hvergi í nýju íbúðinni svo ég nýt þess bara að þvo fornaldarlega upp sem er í fínasta lagi, í alvöru. Byði kannski ekki í það ef fleiri byggju hjá mér. En það hefur verið nokkuð gestkvæmt síðan ég flutti og stundum margir bollar sem þarnast þvottar eftir daginn.
Eftir að stráksi flutti hélt ég áfram að kaupa Eldum rétt, tvo rétti í viku sem dugðu í fjórar til fimm máltíðir, og skolaði alltaf leirtauið voða vel, skellti síðan uppþvottavélinni í gang um það bil vikulega. Fínt fyrir eina manneskju ... sem eldar. Mér finnst ég þurfa að vanda mig svakalega við uppvaskið, til að allt verði tandurhreint, eins og úr uppþvottavél og hef mikinn metnað þar.
MYND: Mér hafa verið gefnir þessir fallegu múmínbollar og á, held ég, sex eða sjö. Vel af sér vikið hjá konu sem er ekki að safna þeim ... en ég nota þá daglega og finnst þeir æði.
Lokaupphengiathöfn fór fram í gær, vissulega án smiðsins sem komst ekki, en mikið varð allt miklu heimilislegra. Næstu vikur fara síðan í að opna restina af kössunum og ganga frá dóti þar, eða losa mig við það. Ég var svo lasin á pakkaniður-tímanum að ég gat ekki grisjað eins og ég vildi, með svo duglegt aðstoðarfólk að t.d. Græna þruman sem ég ætlaði að gefa Ingu vinkonu kom með mér í bæinn án þess að ég gæti rönd við reist. Ég á bara gerviblóm, kettirnir éta allt grænt nema grænmeti og húsgögn og sumar plöntur eru hreinlega hættulegar fyrir þá. Eins og ég var mikil blómakerling í gamla daga. Fyrsti eiginmaður minn taldi eitt sinn blómin í hneykslan sinni eftir að eitt þeirra reyndi að éta hann, og komst upp í áttatíu og fimm. Þá bjuggum við reyndar í einbýlishúsi ...
MYND-mósaík: Ég biðst afsökunar ... ég kann ekkert í fótósjoppi svo ég set myndirnar inn á Facebook, vel for my eyes only, tek skjáskot af því og nota það til að birta.
Efri myndin sýnir eldhúskrókinn þar sem má sjá gamlar klukkur og alls kyns myndir. Sú stóra af kisunum er eftir kattahvíslarann minn frá Úkraínu, elskuna hans Svitlönu (guð forði okkur frá menningarblöndun samt) Þessi til hliðar er eftir Bjarna Þór, stórlistamann Akraness, og efsta er kort sem fylgdi Húsum og híbýlum fyrir nokkrum árum, ægilega flott. Man ekki nafn listakonunnar. Anna vinkona (Ólafsdóttir Björnsson) gerði tvær skemmtilegar bollamyndir sem hanga hjá klukkunum og á þeim eru spennandi stærðfræðiformúlur, notaðar af mér sem nokkurs konar próf fyrir aðdáendur.
Neðri myndin er frá vinnuherberginu pínkuoggulitla, hillurnar hægra megin troðfullar af bókum og punti (nýja íbúðin er minni) og í gær komu upp myndahillur sem lífga mikið upp á.
Rifjaði upp spádóma véfréttarinnar fyrir árið 2024 og þeir eru loks byrjaðir að rætast. Reyndar eru tveir mánuðir eftir af árinu og í raun nægur tími til að trúlofa mig, giftast, eignast sætt barn og nýjan bíl. Allt annað hefur ræst. Sjá mynd.
Er ekki enn búin að kaupa þvottavél til að hafa inni á baði svo ég er að þvo núna niðri í kjallara. Eina sem þarf að gera eftir þvott og þurrkun er að tæma síuna á þurrkaranum. Það þarfnast sterkra vöðva, óslasaðra hnjáa og hreinlega hugrekkis, enda stór iðnaðarþurrkari fyrir stórt hús. Ég þvoði krumpuðu bolina aftur þótt þeir væru hreinir og þeir eru að þorna á þurrkgrind hérna uppi í sjötta himni ... óveðrið sem spáð var er frekar í rólegra lagi en ég þori samt ekki að setja grindina út á svalir. (Ég náði að taka síuna úr, hreinsa hana en tókst ekki að koma henni aftur á, reyndi í tíu mínútur. Frábæri húsvörðurinn var á eftir mér með þvottahúsið og bjargaði málum).
Mér sýnist á öllu að það sé að koma nýtt kaffihús á Skagann minn góða. Það verði staðsett í gamla stúkuhúsinu sem er á Safnasvæðinu. Það eru frábærar fréttir og vonandi verður boðið upp á gott kaffi. Sko alvörugott. Það laðar ekki minna að en gott bakkelsi. Ég mæti sannarlega á staðinn fyrr en síðar.
En ég hef svo sem hvorki tillögurétt né málfrelsi varðandi Skagann og kaffið ... þar sem ég er flutt ... og Vegagerðin var ekki sein á sér eftir að ég var farin, mér skilst að strætó, eins og hann hefur verið sl. 18 ár, heyri brátt sögunni til og breytist í rútu ... með einni stoppistöð á Skaganum sem er næs fyrir bílstjórana en hreint ekki fyrir farþegana. Kannski á að fá Akraneskaupstað til að láta innanbæjarstrætó sem er helst ætlaður skólakrökkum (dregur mjög úr skólaskutli), fara að ganga öll kvöld og helgar og breyta áætluninni til að fólk þurfi ekki að fara langar leiðir í alls konar veðri.
Sparnaður verður tæplega nokkur því svona aðgerðir fækka bara farþegum enn meira, það hefur sagan sannað. Þegar strætó byrjaði, árið 2006 og ég flutti á Skagann, strætóferðirnar gerðu það mögulegt, fóru tveir troðfullir vagnar (rútur) í fyrstu ferð dagsins, um hálfsjö og þótt þarna í upphafi hafi kostað sama fyrir Skagamenn og Reykvíkinga skilst mér að ferðirnar hafi samt staðið undir sér og vel það. Þá var auðvitað farið í breytingar, fargjald hækkað sem fækkaði farþegum ... ýmsir fjölmenntu í bíla sem var ódýrara svo strætóferðum var fækkað í kjölfarið (orsök-afleiðing). Ekki bætti covid-tíminn úr skák en til að ná upp farþegafjölda var ekkert gert ... viss Snorri, nú oddviti Miðflokksins í NV, komst að þeirri niðurstöðu í mikilli furðufrétt á Stöð 2 að þar sem stoppistöðvar á milli Reykjavíkur og Akureyrar væru svo margar, væri kannski ekkert skrítið að farþegum hefði fækkað ... döh, það er eðli strætisvagnaferða að hafa ekki of langt á milli stoppistöðva, við búum á Íslandi! Átakanlega hálkumyndin sem hér fylgir minnir mig á dagana þegar ég var í um það bil korter að staulast út á stoppistöð, en ekki tvær til þrjár mínútur. Að þurfa að verjast fótbroti lengri leiðir en bara út á Garðabraut er martraðarkennt.
Ég veit að þetta táknar að það verði erfiðara fyrir stráksa að koma í heimsókn til mín. Við völdum ferðina til Reykjavíkur á morgun út frá því að hún færi frá Akratorgi, þá er stutt að fara fyrir hann, og sömuleiðis heimferðina á sunnudag - en stundum fer vagninn ekki alla leið þangað (hægt að þakka ónefndri prestsfrú frá Stykkishólmi fyrir það, hún kvartaði sáran yfir því að strætó stoppaði á Akranesi, hvað þá færi alla leið á torgið).
Ég sendi Vegagerðinni kurteislegt erindi í tölvupósti fyrir kannski ári eða tveimur, þegar ég fór að heyra minnst á þessar mögulegu breytingar. Ég er enn hissa og hneyksluð á því að hafa ekki verið virt svars.
Það verður vissulega mun auðveldara fyrir mig að viðhalda bíllausa lífsstílnum hér í bænum - enda er ég vel staðsett. Myndin sýnir eftirlitsköttinn Mosa sem veitti iðnaðarmönnunum mínum mikið aðhald þegar þeir gerðu upp himnaríki fyrir fjórum árum. Það fór ekkert fram hjá honum. Ég vildi óska þess að einhver á borð við hanm (alþingisfólk, ráðherrar?) geti veitt stofnunum það aðhald sem þarf til að ekki sé vaðið yfir almenning, heldur forgangsraðað með hag okkar allra í huga.
Hvað segir Facebook annars gott?
Þegar finna átti nafn á barnabarn Hálfdáns og Þorgerðar voru nú ekki vandræðin. Barnið fékk nafnið Hálfgerður.
Hrós sem mörgum finnst eðlilegt en er í raun frekar krípí ...
- Þú ert svo andlitsfríð (ef þú værir bara ekki svona feit)
- Ef ég væri yngri værum við að deita! (held ekki ...)
- Þú hlýtur að hafa verið rosalega myndarleg/ur þegar þú varst yngri ...
- Þú værir svo miklu sætari ef þú bara brostir ...
- Ef hún væri ekki dóttir mín værum við saman á föstu ...
- Hún á sko eftir að skilja eftir sig mölbrotin hjörtu þegar hún eldist.
- Ég elska þig og mun bíða eftir þér (þegar þú ert að reyna að losa þig við manneskjuna)
- Þú ert svo mikið æði, hvers vegna ertu ekki gift/ur?
- Ef þú værir konan mín myndi ég ekki hleypa þér úr húsi (þess vegna er ég ekki konan þín)
- Þú ert í raun og veru klár, ég átti ekki von á því.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 40
- Sl. sólarhring: 149
- Sl. viku: 1266
- Frá upphafi: 1502542
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 1037
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning