15.11.2024 | 01:28
Vefmyndavélasjokk, ævintýradagur og ... pólitík
Ævintýraríkur dagur sem endaði óvænt í gómsætum kjötbollum í Kópavogi! Þarf að strætó-búast fljótlega eða læra á visst Klapp, er dauðhrædd við að fikta því það gæti kostað mig 650 krónur hið minnsta, myndi gera það úti á stoppistöð og vona það besta en hafa samt 650 krónur í reiðufé sem plan B. Hvar finnur maður klink? Það er afar stutt í sparsemi, jafnvel nísku á þessu heimili. Það er rándýrt að flytja, eiginlega dýrara en ég hélt, svo nú skal haldið fast um veskið. Samt tók ég leigubíl í dag í bráðskemmtilegt atvinnuviðtal þar sem tveir bráðhuggulegir menn (aðeins of ungir samt) léku á als oddi. Gaman að vita hvað kemur út úr því. En vinnualkaskvísa sem þarf sín þrjú störf til að lifa af (andlega) getur víst ekki beðið endalaust eftir að þau komi upp í hendurnar á henni eins og hefur nú samt iðulega gerst í gegnum árin. Leigubílstjórinn var síðan svo mikið æði að hann lækkaði kostnaðinn um tæpan þúsundkall því hann sagðist hafa valið lengri leiðina í Kópaviog og ég ætti ekki að tapa á því. Lifi Hreyfill!
Mynd: Mosi tekur út strætóbiðskýlið mitt.
Eftir viðtalið barðist ég í komandi óveðri og komst við góðan leik á kaffihús ... Systir mín hafði veður af veru minni í heimabæ hennar, og heimtaði að ég kæmi í heimatilbúnar kjötbollur heima hjá henni en fram að mat gat ég meðal annars knúsað Golíat, frændvoffa minn, sem þurfti mikið á frænkuknúsi að halda. Keypti inn í Nettó í Engihjalla á heimleið, ljómandi skemmtileg búð, hleypti manni með lítið magn af vörum fram fyrir mig ... hann reyndist vera frá Sri Lanka og tala mjög góða íslensku eftir 14 ára búsetu hér á landi. Aha, sagði ég greindarlega, landið sem hét áður Ceylon og skipti um nafn í kringum 1976. Hann starði á mig og jánkaði þessu alveg dolfallinn af hrifningu. Mér datt ekki í hug að segja honum að ég hefði verið au pair úti í London það ár og þar sem ég hefði gott minni mundi ég eftir þessu úr fréttum ... og líka því að Bandaríkin áttu 200 ára afmæli þetta ár. Þannig að ég get alltaf sagt ... aha, árið 1776 urðu Bandaríkin til, og allir halda að ég hafi verið svona rosalega góð í landafræði og sögu og öllu því, sem ég var ekki. Bara sæmileg. Það kom sér vel að hafa marga hluti í gangi þarna 1976, eins og t.d. þorskastríðið en allir fréttatímar á BBC (aðalfréttatíminn kl. 21) hófust á fréttum um stríðið, sem við unnum ... með skærum.
Ljúfi afgreiðslumaðurinn reyndist vera frá Albaníu og hann talaði líka fína íslensku. Að sjálfsögðu hrósaði ég þeim ógurlega, sem gamall leiðbeinandi í íslenskukennslu fyrir útlendinga, en ég held að velflestir sem flytja hingað og ætla sér að búa hér vilji læra tungumálið. Ég þekki pólska konu sem elskaði landið okkar frá fyrstu sýn og kvartaði bara yfir því hversu erfitt væri að finna íslenskunámskeið, hvað þyrfti eiginlega að grafa djúpt til að finna út úr því.
Held að aðgengið að íslenskukennslu hafi skánað mikið á síðustu árum, sem betur fer. Skil svo sem alveg fólkið sem kemur bara til að vinna í takmarkaðan tíma, að það nenni ekki að læra nýtt tungumál, sérstaklega ef það þarf ekki að læra það, vinnur bara með öðrum útlendingum til dæmis. Samt, það er alltaf betra að geta bjargað sér.
Af hverju vissi ég þetta um mennina þarna í Nettó? Jú, af því að ég er svo forvitin, ég hreinlega spurði þá. Einn starfsmaðurinn sem hjálpaði mér að finna vissan hlut (ég gleymdi samt að kaupa eldhúsrúllur, arggg) er frá Afganistan þar sem ekki er töluð arabíska svo ég gat ekki slegið um mig með þessum þremur orðum sem ég kann á því máli, heldur persneska, eins og í Íran. Sá frá Sri Lanka talar tamílsku (sem er eitt þriggja tungumála þar, ég gúglaði) ... mikið er ég þakklát fyrir að það eru bara tvö tungumál á Íslandi; íslenska og norðlenska. Ég er ágæt í báðum ... mjólg (mjólk), taKa (tagga), púnktera (þegar springur á bíldekkinu), vaski (vaskur) ...
Vefmyndavélarnar bestu og flottustu sjást ekki lengur en svo virðist vera sem livefromiceland.is-svæðið sé ekki lengur starfandi. Það eru ekki góðar fréttir. Þegar mig langaði að sjá eitthvað reglulega flott, kíkti ég á vélina frá höfninni í Vestmannaeyjum, þessa sem sýnir bæinn í baksýn, ásamt Helgafelli og Eldfelli, æðisleg vefmyndavél, það er vissulega önnur úr Eyjum sem sýnir höfnina en þar er Heimaklettur í baksýn og sú vél kemur enn upp ef leitað er, hin ekki og ég græt það. Það voru líka ansi hreint góðar vélar sem sýndu eldgosin á Reykjanesskaga, frá hinum ýmsu sjónarhornum. Ferlega gott fyrir jarðskjálfta- og eldgosaáhugasamt fólk. Slæmt ef rétt er, eða að þau séu endanlega hætt ... en ég hugga mig núna við vél sem sýnir Sæbrautina, nálægt Hörpu, og út á sjó, Friðarsúluna og ljósin á elsku Akranesi. Tók ljósmynd af tölvuskjánum ... vélin er flottari í dagsbirtu en þá sést ekki Friðarsúlan og varla Akranes heldur.
Kristjana á Skaganum hefur bætt mér upp útsýnisskerðingu lífs míns síðan 5. október sl. með því að birta flottar útsýnismyndir af áttundu hæð hjá sér, og ekki væri verra ef t.d. góðhjartaður fyrrum granni minn af Jaðarsbraut myndi allt í einu fyllast löngun til að birta myndir af sjónum við Langasand, sérstaklega í suðvestanátt, eins og er núna, heilu myndböndin bara ... Ég myndi fúslega borga fyrir áskrift að sjónum mínum gamla góða þegar veður eru válynd ...
Sæl, Gudda mín. Takk fyrir stórfenglegt blogg, fræðandi og upplýsandi, eins og þín er ætíð von og vísa. Svo ertu líka afar falleg útlits og merkilega lítið hrukkótt miðað við aldur, sem er samt enginn miðað við marga sem eru miklu eldri en þú. Þú ert alls engin hlussa heldur.
Hér kemur erindið: Ég las eitt sinn á bloggi þínu að þú hefðir fyrir slysni hlaðið niður Klapp-appinu um það bil tveimur eða þremur árum áður en þú fluttir til borgarinnar, og hafir haldið að það væri landsbyggðarstrætóapp. Getur verið að þetta hafi beint eða óbeint ýtt þér til borgarinnar, að þér hafi fundist þú tilneydd til að flytja svo þú gætir notað Klappið?
Með vinsemd og virðingu, Gorgeir, frændi þinn frá Sódavatni í Vestur-Þingeyjarsýslu.
- Þetta er rétt, ég hlóð Klappinu niður fyrir algjör mistök fyrir svona tveimur árum. Það munaði um það þegar ég var flutt í bæinn að þurfa ekki að eyða tíma í það. Ég hlóð Hreyfilsappinu niður í morgun, en þorði ekki að fara of langt við fiktið, vildi ekki panta bílinn of snemma, alveg óvart. Svo eiginlega allt í einu var klukkan orðin svo margt að ég hringdi bara á bíl. Hvílík risaeðla ... En landsbyggðarstrætó býður upp á að nota debit- og kreditkort til að borga fargjaldið, það er framtíðin í borginni. Svo var leigubíllinn á Akranesi ekki alltaf í vinnu og maður hringdi með góðum fyrirvara í gemsanúmer bílstjórans, ekkert app þar ... held ég hafi bara einu sinni hringt á bíl á Akranesi, og það var þegar hálkan var svo mikil að ég treysti mér ekki til að fara gangandi til tannlæknis. Ég verð nú samt pottþétt orðin algjör borgarstúlka fyrir jól. Er í startholunum og búin að læra heilmargt frá komu.
- - - - - - - - - -
Ég gef auðvitað ekki opinberlega upp hvaða flokk ég kýs 30. nóv. nk. Alvörubloggari og áhrifavaldur gætir ætíð hlutleysis, en ég dáist nú samt að mörgum í framboði og elska suma hreinlega. Hér eru dæmi um örfáa af þeim sem ég dái: Mér finnst Svandís Svavarsdóttir alveg frábær þótt ég þekki hana ekkert, elska Jón Gnarr, fyrrum samstarfsmann minn, dáist að Kristrúnu Frosta (og Þórði Snæ (ruglið var úr tvítugum strák)), mjög ánægð með Sigurð Inga í ýmsu, elska Davíð Þór, líka gamlan samstarfs m/ meiru, finnst Þórhildur Sunna æðisleg, þótt ég þekki hana heldur ekkert, og aldeilis líka einn ráðherrann okkar, sem er í miklu uppáhaldi! Guðlaugur Þór, einn allra besti yfirmaður sem ég hef haft í lífinu, stjórnaði Aðalstöðinni (útvarpsstöð) um tíma á tíunda áratug síðustu aldar.
Það gæti verið snjallt af fólki með mannaforráð að læra af þessu, að hugsa til framtíðar, að sýna starfsfólki sínu ætíð virðingu og vinsemd því kannski fer fólkið síðar út í pólitík ... og góðsemi þess gleymist aldrei. Það græðir jafnvel atkvæði fyrir vikið, að minnsta kosti gott umtal sem er líka dýrmætt.
Þetta er ekki kosningaáróður (það má bara setja X við einn flokk), frekar óður til þess fjölbreytileika sem við höfum að velja úr. Ég hélt mig við að vera ópólitísk á meðan ég var blaðamaður og reyni það enn en hef áskilið mér rétt til að skipta um skoðun í þessum málum þegar mig lystir. Það er fullt af góðu fólki í flestum flokkum, en reyndar þrír, fjórir flokkar sem ég uuu, gæti verið hrifnari af, mjög, mjög pent orðað.
Myndi ég kjósa Veðurflokkinn ef hann byði sig fram, flokk sem væri fullur af jarð-, veður- og eldgosafræðingum? Já, svo sannarlega. Trúi því að loforð þeirra um æðislegt veður verði efnd, og líka að eldgos framtíðar færðu sig alfarið upp í öræfi þar sem þau gætu ekki haft nokkur vond áhrif á eitt eða neitt og svo væri nóg af ríkisreknum vefmyndavélum allt um kring.
Myndin er sjálfa af okkur Golíat voffafrænda, hún var tekin í dag á meðan Hilda bjó til gómsætar kjötbollur með kartöflumús, sósu, rauðkáli og sultu. Megi ég fara sem oftast í atvinnuviðtöl í Kópavogi.
Dagskráin mín er svo blindfull á næstunni að það hálfa væri nóg. Hef ég kannski ekki tíma til að vinna? Hefði ég jafnvel átt að búa áfram á Akranesi í rólegheitum? Eiginmaður frænku minnar þarf að sýna snilli við að finna tíma um helgina, milli alls þessa djamms á mér, til að hengja upp snaga (þarf borvél), og setja upp rúllugardínu (þarf borvél) hér á Klepps. Held að það sé það síðasta sem þarf af svona veseni.
Föstudagur: Djamm með vinkonum um miðjan dag.
Laugardagur: Harpa, bókamessa.
Sunnudagur: Afmæli hjá frænku.
Mánudagur: Vinkona kemur í mat.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 39
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 964
- Frá upphafi: 1505046
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 828
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning