25.11.2024 | 20:25
Menning úti á nesi, týndur Diegó og húsfélagsdraumur
Verulega góð sumarbústaðarferð var farin um nýliðna helgi, lau til sun, en um hríð ætluðum við systur að fresta henni um viku, til kosningahelgar sem hefði svo sem verið í lagi en samt ákveðin stemning að vera heima og fylgjast með talningu. Eins gott, bæði skánaði veðurspáin fyrir síðustu helgi þegar nær dró ... og versnaði sú fyrir koss-ningahelgina. Elsku stráksi kom með okkur og svo auðvitað frændvoffarnir, Herkúles og Golíat.
Fordómar mínir gagnvart sumarbústaðaferðum hafa hrunið, alla vega gagnvart einum ákveðnum bústað fyrir austan Fjall. Ég verð farin að skreppa í sund áður en ég veit af ... djók! MYND: Þessi flotti krummi mætti á svæðið í gærmorgun og gladdi hjörtu okkar.
Vér systur komum við, að vanda, í listagalleríinu á milli apóteks og KFC á Selfossi, þar sem ég hef keypt snilldarflotta hluti, eins og ferfugla og hálsmen með fleygum setningum úr Andrésblöðum. Ein tilvonandi jólagjöf þaðan skemmdist aðeins (stél á ferfugli) í flutningunum til Reykjavíkur í okt. og ég hafði farið með hana í viðgerð fyrir skömmu. Ég sótti fuglinn núna á laugardaginn og það var ekki viðlit að ég fengi að borga fyrir viðgerðina, ekki svona góður kúnni. Ég mæli svo hástöfum með þessu galleríi, flottir hlutir til gjafa eða fyrir mann sjálfan - svo er Selfossbær kominn í mikið uppáhald hjá mér eftir að hafa farið oftar þangað síðustu árin en áður.
Stórsjarmörinn og Skeifukötturinn Diego var numinn á brott í gær, eins og alþjóð sennilega veit. Ég man að frænka mín á Grettisgötu lenti í slíku fyrir einhverjum árum en þarna í grennd, eða á Njálsgötu, (ekki langt fyrir ofan Hverfisgötu og Regnbogann) býr eða bjó kona sem rændi kettinum hennar frænku minnar. Konan sú var víst þekkt fyrir að safna köttum en afhenti frænkuköttinn þegar dóttir frænku fór þangað til að sækja hann. Sú unga kona, dóttirin, er stödd úti í Kuala Lumpur en nálægt tölvu, mamma hennar náði í hana til að fá heimilisfangið. Ég kom upplýsingunum um staðsetninguna til Dýrfinnu því það er betra að leita á of mörgum stöðum en of fáum. Skilst að kattaþjófurinn hafi náðst á myndband hjá A4 í Skeifunni þar sem ránið átti sér stað og vona að lögreglan geti eitthvað gert. Trúi ekki öðru en að innan löggunnar séu margir dýravinir sem taka svona mál alvarlega.
Elfa vinkona er á landinu og heimsótti mig í dag skömmu eftir að Eldum rétt-pakkinn mætti á staðinn, eins og klukka í kringum hálftvö. Þá var ég búin að ryksuga - sólin skein það grimmdarlega inn um suðurglugga stofunnar að ég fékk áfall, sannkallað ryk-taugaáfall. Svo mikið að tuskan fór á loft, í eldhúsinu líka, skápshurðir voru kannski ekki þaktar ryki en það sáust nokkur korn, og að auki á ísskápnum! Sólargeislarnir ná nefnilega alveg inn í eldhúsið. Arggggg. Sól er svo ofmetin! Aldrei lenti ég í þessu í himnaríki, nema mögulega þegar ég fór fáránlega snemma á fætur og náði morgunsólinni (austurgluggi) ... Þetta var svo sem allt í lagi, ég var að hlusta á ágætis sögu sem heitir Fyndin saga ... skemmtilega skrifuð þroska- og ástarsaga um fleira en bara skemmtilega atburði, eins og svik í ástum, erfiða foreldra og annað slíkt, en auðvitað líka góða hluti, og allt virðist ætla að enda dásamlega vel og ástin sigra, ég er langt komin með bókina og klára undir svefn í kvöld.
Svo, undir kl. þrjú í dag drifum við Elfa okkur á vatnslitasýningu í Bókasafni Seltjarnarness en Anna vinkona okkar er með betri vatnslitamálurum heims, að mínu mati. Hún hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun svo þetta eru engar ýkjur. Eldgossmyndin á milli þeirra er einmitt eftir Önnu - en heill hellingur af listafólki á mynd/ir eftir sig á þessari skemmtilegu sýningu. Sverrir Tynes Zappa-aðdáandi og Elísabet, forstjóri Geislavarna ríkisins, voru á meðal þekktra Íslendinga sem létu sjá sig á sýningunni. Ég gat látið gest, konu sem ég þekki ekki, fá nafnið á hlaðvarpi sem mér finnst afar áhugavert, heitir Skuggavaldið í umsjón tveggja prófessora við HÍ. Er ansi hrifin af samsæriskenningum, eins og bloggvinir mínir vita. Er ekki nógu dugleg að gúgla og viða að mér upplýsingum um t.d. eðlufólkið (breska konungsfjölskyldan er sögð vera eðlufólk ...) og fleira og fleira. Hlakka til að hlusta.
MYND: Elfa er fínasti píanóleikari og komst í feitt (píanóið mitt) í dag, og ég komst á tónleika ... Spegillinn fyrir aftan hana ... vantar einhvern spegil? Hann er flottur og massívur, þarfnast smáástar, en ég var orðin svo þreytt á að lenda í sífellu í sjokki ef mér varð litið í hann, mikil fegurð getur víst haft þessi áhrif á fólk. Svo er ekkert pláss fyrir hann hér, því miður. Hann bíður við útidyrar.
Geri alltaf annað slagið samninga við fólk, um að hjálpa mér að koma dóti á Sorpu (og spegli í gám Góða hirðisins) en svo gleymi ég fráflæðivandanum og líka fólkið. Sennilega skelli ég bara jólaseríu á pappa- og plastruslið utan af þvottavélinni, hver þarf svo sem jólatré með svona fínan ruslapoka? (sem er hinum megin við píanóið og sést ekki á myndinni).
Kaffi Vest varð fyrir valinu sem næsti áfangastaður okkar Elfu, gott kaffi og fínasta kleina - svo hittum við Gísla Martein (hann er einn eigenda) og ég gat ekki stillt mig um að láta hann vita að Jónína Leósdóttir hefði gert okkur bæði ódauðleg í nýjustu bók sinni, Voðaverk í Vesturbænum, um Eddu á Birkimel. Hvorugt okkar Gísla kom nálægt morði í bókinni, en Gísli misskildi mig fyrst:
Ha, lét hún mig vera með aldursfordóma gagnvart Kaffi-Gurrí? Hann var í sjokki, þessi elska.
Nei, alls ekki, það var tengdasonurinn sem hafði aldur minn ekki á hreinu og vissi ekki hvort ég (Kaffi-sjálfið mitt) væri hæf í kúl sjónvarpsþátt, svaraði ég ... en tengdasonurinn er þessi sem mætti alveg tala betri íslensku, að mati Eddu tengdamömmu, ja, sem mögulegur sjónvarpsmaður ...
Ég tók viðtal við Gísla fyrir mörgum árum og hann var mikið yndi, (líka t.d. Simmi (í Simmi og Jói)) og slík aðdáun á viðmælendum deyr seint út. Alltaf að vera góður við blaðamenn (og afgreiðslufólk) ... það getur þýtt ævilanga aðdáun.
Ef myndin prentast vel má sjá Gísla standandi þarna hægra megin á myndinni. Einnig sést í kaffið mitt og kleinu fremst.
Aðeins rúmum mánuði eftir að ég flutti á Kleppsveginn er búið að biðja mig um að koma í hússtjórnina. Að sjálfsögðu sagði ég já, ég vil búa í góðu húsi með góðu fólki og þá tekur maður þátt og reynir að gera sitt besta. Vonandi verður mér treyst fyrir einhverju spennandi, eins og að sofa hjá einhverjum hjá Reykjavíkurborg svo við fáum fleiri tunnur undir pappa og plast. Ég er auðvitað að tala um að sofa, ekkert annað!!!
Á fyrsta aðalfundinum í himnaríki, sennilega tveimur mánuðum eftir að ég flutti á Skagann, sagði þáverandi húsfélagsformaður: Aha, ertu blaðamaður? Þá ert þú tilvalin í hlutverk riddara húsfélagsins. Næstu átján árin gegndi ég því frábæra embætti. Það getur verið vinna og vesen að vera í stjórn húsfélags en sem riddari slapp ég svakalega vel, þurfti í rauninni bara að vera sæt og skrifa fundargerðir sem, núna síðustu árin, var búið að undirbúa svakalega vel af formanninum.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 108
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 1506171
Annað
- Innlit í dag: 81
- Innlit sl. viku: 589
- Gestir í dag: 75
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning