2.12.2024 | 01:11
Hryllingsveggur, tvisvar í kosningakaffi og eldklár frænka
Kosningasjónvarpið fór eiginlega alveg fram hjá mér í gær, sitt af hverju gott kom vissulega út úr kosningunum og líka ýmislegt minna gott. Það verður til dæmis mikil eftirsjá að VG, svo margt gott sem þau standa fyrir, fúlt líka að missa t.d. Lilju í Framsókn, Þórhildi Sunnu í Pírötum og fá ekki alla vega Sönnu og Davíð Þór inn hjá Sossum, þau hefðu lífgað upp á þingið. Svona getur maður nú hrifist af alls konar fólki úr alls konar flokkum. Fjölbreytni er góð.
Það var frábært að sjá Óla - okkar vinsæla apótekara á Akranesi, komast á þing. Ein ansi hress vinkona fór í apótekið eitt sinn skömmu fyrir einhverjar bæjarstjórnarkosningar og Óli spurði hana hvort hún ætlaði ekki að kjósa "rétt". Ég hef alveg sofið hjá Sjálfstæðismönnum en set mörkin við að kjósa þá, svaraði hún blákalt, öðrum viðskiptavinum til mikillar kátínu.
Myndin er skjáskot úr myndbandi þar sem þessi hressa kona hrópar aftur og aftur á hlauparana: "Takk kærlega, takk innilega." Mig langar að verða þessi týpa og er þegar búin að panta miða til Boston (Boston-maraþonið) í apríl árið 2050. Verð með svona skilti.
Í gær fór ég með tveimur vinkonum í kosningakaffi ... Önnur kom upp úr kl. 13 og sótti mig og við fórum í kaffið hjá VG á Suðurlandsbraut, bæði góðar veitingar og svakalega gott kaffi (Jólakaffið frá Te og kaffi). Fór heim upp úr tvö, nálægt hálfþrjú, og næsta vinkona mætti klukkan 16 og sótti mig. Við fórum líka í kaffið hjá VG. Ég gætti þess ekki að dulbúa mig þarna í seinna skiptið, vera að minnsta kosti með annan trefil, og svo gerði ég þau mistök að setjast á sama stað og fyrr um daginn. Ónefndur fyrrum ráðherra sem mætti líka aftur, sagði hlessa en kátur: Þú enn hérna?
Nei, fór en kom aftur því ég átti eftir að smakka vöfflurnar, sagði ég næstum því sannleikanum samkvæmt. Fór heim og beið eftir úkraínskri heimsókn sem átti að koma í tímagapið milli 15 og 16 (ómældar vinsældir mínar) en það náðist því miður ekki að hittast í þetta sinn, sé Svitlönu vonandi næst þegar hún kemur í bæinn. Snökt.
Mér datt ekki í hug að biðja vinkonurnar að koma með mér í önnur kosninga"köff", taka út staðina og gefa einkunn eins og ég vissi að sumir gerðu án nokkurrar miskunnar en ég er ekki sama óhemjan og ég var upp úr tvítugu. Svo var ég líka eiginlega frekar södd og þorði heldur ekki að taka sénsinn á því að fá kannski vont kaffi með kræsingum annars staðar. Allt of algengt í hinum ýmsu veislum að hafa fullkomnar veitingar en vont kaffi ... Ég var reyndar duglegri að fara á milli staða á Skaganum á kosningadegi.
Það stóð upp úr í seinni heimsókninni til VG að þangað kom maður sem ég hafði ekki hitt í hálfa öld - var að vinna með honum í Ísfélagi Vestmannaeyja sumarið 1974, þegar ég var rétt orðin unglingur. Það urðu fagnaðarfundir, hann er alveg jafnskemmtilegur og í denn, með smitandi hláturinn sinn og góða músíksmekkinn (Jethro Tull með meiru), hann er líka hljómsveitargæi og allt (í Spöðum) og sestur í helgan stein. Hann sagði tvisvar: Þú ert nú svo ung ... sem gjörsamlega bjargaði deginum því ég hef verið fórnarlamb aldursfordóma* síðan ég varð fertug, alla vega annað slagið. Ein vinkona mín fer oft til útlanda og segir gríðarlega mikinn mun á því að vera þar eða hér upp á aðdáun strákanna ... það er enn blístrað á hana erlendis, en á Íslandi er löngu búið að stimpla hana út. Ég sé svo illa frá mér, þótt ég sé með gleraugu, að mér finnst allir sætir karlar gefa mér hýrt auga.
*Fékk þarna rétt rúmlega fertug, meðal annars sendan heim bækling um alls konar vörur sem henta eldri borgurum; sokkaífæru, göngugrindur, fullorðinsbleyjur, pillubox með áminningartækni ... vörur sem móðir mín var allt of ung til að nota næstu tuttugu árin.
Mynd: Ég nota vissulega gott andlitskrem til að halda mér unglegri.
Eigimaður minn á þessum tíma (40 ára) sagðist ekki treysta sér til að vera kvæntur konu sem ætti svona stutt í fimmtugsaldurinn (41 árs) og við fórum hvort sína leið. Svo löngu, löngu síðar fór hann á stefnumótasíðu og fann þar unga og fallega erlenda konu. Þau urðu ástfangin, hann fór til hennar í útlandið og þau giftu sig örfáum mánuðum eftir að þau kynntust. Einhverju seinna fór hún fram á skilnað, fékk helming eigna hans, eins og lög gera ráð fyrir, eða kaupmáli. Hann komst svo að því síðar að þarna hefði skipulögð glæpastarfsemi verið að verki ... allt fólkið hennar í brúðkaupinu, foreldrar, systkini og fleiri, voru leigðir leikarar - allt gabb nema giftingin sjálf sem var lögleg, til að hafa af honum fé. Hann gat ekkert gert, svo passið ykkur, elskurnar. Sönn saga og ekkert einsdæmi víst.
Í dag var gerð úrslitatilraun til að hengja upp fatahengið mitt létta og löðurmannlega úr Jysk. Tvær skrúfur og málið dautt. Steindautt, enda betri borvél núna. Síðast kom snjall þroskaþjálfi á staðinn ... það kom gat í vegg, skrúfa brotnaði inni í veggnum og lélega lánsborvélin sem hann notaði nánast bræddi úr sér. Í dag fékk ég svo deja vu-tilfinningu, því nákvæmlega það sama gerðist hjá snjalla, handlagna og klára húsgagnasmiðnum, þessum með betri borvélina. Ég þarf greinilega að losa mig við þennan vegg sem glímir við mótþróaþrjóskuröskun. Tveir menn: tvær holur, tvær skrúfur fastar í vegg sem heldur að hann sé utan um neðanjarðarbyrgi á stríðstímum.
Ég er búin að panta loftpressu frá Byko og svo veð ég bara í þetta sjálf. Spurning um að hafa samband við Tækniskólann og bjóða vegginn til leigu, nota hann til að brjóta niður nemendur í trésmíði, svo þeir ofmetnist ekki, heldur læri að til séu svo viðbjóðslega sterkir veggir að ekkert virki á þá nema dínamít. Þá ná þeir þessari auðmýkt sem þarf til að þeir mæti í verkefni á þeim tíma þegar þeir segjast ætla að gera það ...
Mynd: Ellen frænka knúsaði heppinn Krumma í dag á meðan Elvar hennar boraði í hryllingsvegginn hroðalega. Ég kveinaði yfir því að þægilegi sófinn sem hún sat í væri of lágur fyrir langa leggi mína og nákvæmlega ekkert gaman að láta sig falla ofan í hann ... svo ég nennti því ekkert og það færi aldrei vel um mig í lífinu. Ellen kíkti í símann sinn, pikkaði ögn og sagði svo: Ég er búin að panta 5 cm lengri fætur undir sófann þinn, fást hjá Jysk og kosta bara nokkra þúsundkalla. Svona lánsöm er ég með fólkið í kringum mig. Fatahengið getur bara hoppað upp í ómögulegheitin í sér.
Fór seinna í dag með systur minni í litla jólabúð við Gylfaflöt í Grafarvogi. Keypti ansi skemmtilegar og snjallar jólagjafir handa stráksa og minnstu elskunum mínum á Skaganum og einnig nokkra gyllta poka undir jólagjafir (á 100 kall stykkið). Ég er vön að endurnýta þá jólapoka sem ég fæ sjálf en sennilega hef ég ekki tekið neina með í flutningunum til borgarinnar (á reyndar eftir að fara niður í geymslu og athuga hvort þeir séu í stóru ferðatöskunni). Ef ég finn þá, get ég samt pottþétt endurnýtt þá síðar eða gefið. Það var orðið svo kvíðvænlegt og ömurlega leiðinlegt að klippa niður jólapappír, pakka gjöfum inn og vesenast í óratíma, að ég fór að pakka inn í dagblöð sem var mjög fljótlegt, reyndi að velja fagrar jólaauglýsingar til að hafa pakkann samt fallegan. Gjafaþegar mínir þurftu í kannski tvö eða þrjú ár (á aðfangadagskvöld) að þvo af sér prentsvertu en eitt árið átti ég svo allt í einu heilan helling af jólagjafapokum sem ég endurnýtti þau jólin og hef gert það síðan. Það var bæði ódýrt (ókeypis) og ljómandi fínt. Vistvænt að auki.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 18
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 713
- Frá upphafi: 1524911
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 610
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er jafnmikil eftirsjá í VG og af holdsveiki.
Biðlistar, andúð á matvælavinnzlu... og atvinnulífinu almennt. Sífellt að gera eitthvað ólöglegt, og aldrei mátti hrófla við þeim fyrir það, af einhverjum ástæðum.
Nú, ef þú skynjar almenna eymd og fátækt sem eitthvað jákvætt sem vert er að standa fyrir, þá er það vissulega áhugavert viðhorf.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2024 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.