11.12.2024 | 16:37
Týnda tölvan og möguleg tilvistarkreppa kattanna ...
Furðulegt háttarlag húsmóður ræður hér ríkjum að mati kattanna. Þeir stara á mig þegar ég veð um íbúðina og opna hinar ýmsu hirslur til að gramsa í þeim. Horfi annað slagið rannsakandi, jaðrar við grimmdarlega, á bókahillurnar í stofunni og kíki líka á aftari bókaraðirnar í leit að einhverju svörtu (hulstrið) í bókarstærð. Jú, spjaldtölvan er týnd og hefur ekki sést síðan í október. Ég hafði samband við þau sem hjálpuðu mér við að koma mér fyrir en ekkert þeirra gekk frá spjaldtölvunni neins staðar, eins og ég vonaði. Mér var bent á að leita í blaðabunkum (tímarit) ... sem eru reyndar núna komnir í snyrtilega bunka á smekklegum stöðum, auðvitað, og ein giskaði á að hún væri enn ofan í kassa - held samt ekki því ég man eftir henni hér í litla vinnuherberginu þegar allt var í kössum og drasli. Held að ég hafi stungið henni einhvers staðar á sniðugan stað og kannski finnst hún ekki fyrr en eftir 18 ár, þegar ég flyt næst, ef ég held í hefðir. Hvar er Harry Potter þegar maður þarf á honum að halda? Hlusta núna á Sálumessu Mozarts en það er tilviljun, tengist ekki hvarfinu, ég hef ekki gefið upp alla von. Ég er vissulega berdreymin (sjá nýlegt blogg) en miðað við árafjöldann á milli þeirra tveggja drauma er fljótlegra að flytja eftir 18 ár til að finna hana.
Annars eru kettirnir enn svolítið að finna taktinn eftir flutningana, og kannski aðallega að eftir hafa misst Kela sem öllu stjórnaði. Hann lék við Mosa (10) og Krumma (13) til skiptis, þeir tveir hafa aldrei verið sérstakir vinir (alls ekki samt óvinir en stundum abbó ef hinn fékk meiri athygli) eða leikið sér saman, þeir gert tilraunir nokkrum sinnum hér en það verður svo ekkert úr því. Mögulega tilvistarkreppa.
Krummi hefur orðið enn meira kelinn og vill nánast liggja ofan á andliti mínu til að komast enn nær mér, svo mikla ást sýnir hann. Hann nánast kæfir gesti mína í gæsku og suma meira en aðra.
Mosi vill alltaf vera nálægt manni, eltir mig nánast í sturtu, og sækist eftir klappi. Báðir sofa mikið sem er kannski eðlilegt, enda svo sem farnir að eldast. Ég nota rauðan leiserpunkt fyrir Mosa til að elta svo hann hreyfi sig meira en ... hann hleypur mestmegnis í spik, elsku karlinn. Ég, gúglmeistarinn sjálfur, kíkti á netið og leitaði að fræðslu. Sá þar ráð um að sniðugt væri að leika við þá á daginn til að örva þá, ég keypti reyndar upptrekkjanlega mús nýlega sem Mosi nennir að elta í tíu sekúndur, þriðja hvern dag. Ég hef svo sem ekki miklar áhyggjur af þeim, þeir eru heilsuhraustir en kannski aðeins of ungir til að leggjast í kör. Hluti af þjálfun þeirra af minni hálfu er að hafa opnað aftur fyrir efri skápana - þeir þurfa að hoppa svolítið hátt upp, reyndar ekki alla leið af gólfinu, heldur af stól, og svo niður aftur, það gerir þeim vonandi bara gott.
Myndin af köttunum var tekin tveimur dögum eftir flutningana, þeir búnir að uppgötva ævintýraskápinn sem hefur verið griðastaður þeirra þegar hundar og litil börn koma í heimsókn. Þeir eru vinalegir hvor við annan en ég vona að þeir fari að leika sér saman. Ég fór að rannsaka allar ljósmyndir sem ég tók eftir að ég flutti, eða þarna í október, en sé ekki spjaldtölvuna á neinni þeirra. Hún er á of "góðum" stað.
Hvað bendir til þess að þú sért í "sértrúarsöfnuði" þótt þú gerir þér ekki grein fyrir því sjálf/ur?
Margir svöruðu einhverju sem tengdist Trump, MAGA (make America great again) og öðru í bandarísku samfélagi, um Vísindakirkjuna, babtista og fleiri kirkjur, byssueign ofl. en sitthvað fleira fékk að fylgja með:
- Þú veist svo miklu betur um flest málefni en sérfræðingar með langt nám að baki.
- Þú veist að það er merki um sjálfstæða hugsun að synda móti straumnum í hvaða máli sem er.
- Þú ferð að hatast við eitthvað sem þú gerðir ekki áður, til að falla betur inn í nýja hópinn þinn.
- Leiðtoginn hefur alltaf rétt fyrir sér.
- Þú gengur bara í pilsi/serk og ert hætt að láta klippa þig.
- Þú hættir að fylgjast með fréttum, enda hvort eð er allt falsfréttir til að hræða almenning til hlýðni.
- Þú veist að ýmsar reglur samfélagsins eru til þess gerðar að ná enn meiri stjórn á okkur.
- Þér er ráðlagt að vera í minna sambandi við gamla vini og ættingja, enda eru þau ekki jafnupplýst og þú.
- Nýju vinir þínir vita nákvæmlega hvernig á að leysa vandamál heimsins.
Tíu bíómyndir ... með mesta áhorf allra tíma
1. Titanic
2. E.T.
3. Galdramaðurinn í Oz
4. Stjörnustríð
5. Hringadróttinssaga
6. Mjallhvít
7. Terminator 2 (sem hét hvað á íslensku?)
8. The Lion King (var það þýtt yfir?)
9. The Jesus Film (?)
10. Guðfaðirinn.
Man hreinlega ekki hvort ég var búin að birta þennan lista yfir bíómyndir áður hér á bloggi ... og veit heldur ekki hvort þetta er rétt, eða að þessar tíu myndir eigi áhorfsmetin. Það er alveg trúlegt svo sem. Ég fór með mömmu í bíó til að sjá Titanic og mig hefur aldrei langað til að sjá hana aftur. Svona sannsögulegar myndir enda svo margar illa og lífið er of stutt fyrir slíkar sorgir. Mig langar að fara að horfa á ofsavæmnar jólamyndir og til þess vantar mig týndu spjaldtölvuna.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.12.): 82
- Sl. sólarhring: 304
- Sl. viku: 1953
- Frá upphafi: 1512245
Annað
- Innlit í dag: 78
- Innlit sl. viku: 1688
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning