22.1.2025 | 23:14
Ást í strætó og skortur á GPS-hrósi
Fyrsta almennilega strætóviðreynslan var í dag. Það var ekkert droll á mér eftir vinnu svo ég náði fimmunni kl. 15.09, það var líka stutt bið eftir tólfunni á Höfðatorgi svo ég var komin heim kl. 15.30. Frekar fáir í strætó svo ég fékk fínasta sæti í báðum vögnum. Það er svo gaman í strætó, meira að segja þegar maður lendir algjörlega óvænt í viðreynslu. Tek fram að ég hafði verið að hlusta á meinleysislega ástarsögu og á leiðinni til vinnu, fyrr í dag, fannst mér pínku vandræðalegt að vera að hlusta, grafalvarleg og virðuleg í sæti mínu, á meðan "þau rifu fötin utan af hvort öðru og náðu ekki að rúminu áður en ástríðan (lesið ást-ríðan, í stað á-stríðan) tók af þeim völdin" (pen ástarsaga) ... Þetta hefði átt að hafa hitað mig upp en viðreynslan átti sér stað á heimleiðinni og ekkert kynlíf í gangi í eyrunum á mér.
Hvað ertu að hlusta á svona skemmmtilegt, vinan? spurði ókunnugi maðurinn. Frekar huggulegur en ég þoli ekki að vera kölluð vinan. Mig grunar að hann hafi séð grilla í Wu Tang Clan-sokkana mína sem ég fékk í jólagjöf. Gott rapp fyllir alla hugrekki, rappsokkar greinilega líka.
Kennslubók um kjarneðlisfræði fyrir lengra komna, svaraði ég án umhugsunar, kjarneðlisfræði hefur áður bjargað málum. (Í HÍ áttum við hagnýtfjölmiðlun-konurnar stundum erfitt með að komast á réttum tíma að í tölvustofunni (1998-1999), þar til ég bað strákana í tölvunarfræðináminu að flýta sér, tíminn okkar í kjarneðlisfræði væri að hefjast, við þyrftum tölvunar NÚNA ... þeir trúðu því og drifu sig út, fullir af virðingu). Kjarneðlisfræðin sveik aldeilis ekki heldur í dag.
Það e bah sona, sagði maðurinn gáttaður, ástríðuglampinn hvarf og hann drattaðist aftar í vagninn. Hann hitti bara illa á mig. Í betra stuði værum við kannski enn að daðra í leið fimm, hring eftir hring eftir hring.
Skrapp með vinkonu í Costco og IKEA í gær og keypti mottu á fyrrnefnda staðnum og svo í IKEA kleinupoka og ramma fyrir flotta mynd sem vinkona mín málaði og gaf mér í innflutningsgjöf. Ramminn reyndist of stór því ég var auðvitað ekki með myndina með mér, keypti bara eftir minni.
Þegar við stóðum við kassa í Costco til að borga sáum við Einarsbúðarmæðginin, Ernu og Einar yngri von Akranes. Það urðu miklir fagnaðarfundir og ég hugsaði eftir á til þess með trega í hjarta að í gegnum Einarsbúð gæti ég keypt þrjár eldhúsrúllur af stærri gerðinni (frá Costco) en hjá sjálfu Costco þarf ég að kaupa tólf rúllur. Íbúðin mín er bara ekki nógu stór fyrir það svo ég hætti við kaupin. Að sjálfsögðu skrepp ég í Einarsbúð í næstu (þeirri fyrstu eftir flutninga) Skagaferð minni og kippi í leiðinni þremur rúllum með. Sakn á Akranes. Samt er ég mjög ánægð í bænum, sérstaklega eftir að ég fór að vinna. Síminn minn er samt enn ánægðari með vistaskiptin því hann þylur stanslaust yfir mér eitthvað á borð við: This year´s walking and running distance is more than last year´s on average. OG: You're walking more than you do on a typical day. OG: You are very beautiful today and every day, my darling.
Mjög hressandi og upplífgandi.
Þetta var ekki alveg fyrsta ferðin okkar vinkvenna saman á þessar lendur því við gerðum tilraun síðasta laugardag til að fara í Costco. Ég ætlaði að kaupa stóra eldhúsrúllu a la Costco (þrjár saman) og vinkonuna vantaði eitthvað smávegis líka. Við vorum komnar 28 skref inn í búðina þegar okkur sortnaði fyrir augum vegna mannhafsins og biðraðanna og snerum við ... báðar með búðafælni. Þá fórum við yfir í IKEA og keyptum okkur fínasta mat; plokkfisk og kjötbollur.
Á leiðinni í gær sagði ég henni stolt frá því að ég hefði keypt mér kepp af lifrarpylsu og dollu af rófustöppu í Bónus - fann ekki sushi-bakka. Það væri alveg íslensk taug í mér þótt ég væri ekki yfir mig hrifin af t.d. þorramat ... Þetta myndi duga mér í tvær til þrjár máltíðir, nokkrar litlar sneiðar, sletta af rófó, í örbylgjuna í 2 mín. og málið dautt. Nammmmm, svona var kvöldmaturinn minn í kvöld og bragðaðist mjög vel. Áttaði mig ekki á því alveg strax að ég væri að tala við alvöruÍslending, konuna sem ég færði stundum "efnavopn" til Bandaríkjanna, eða svokallaðan gamaldags íslenskan mat. Hún var eins og úr grárri forneskju þegar hún taldi upp matvælin sem hún ætti heima hjá sér: súran hákarl, súrt slátur, svið, hrútspunga og þaðan af verra ...
Ég reyni eftir bestu getu að kaupa ekki of tilbúna rétti (þótt þetta sé auðvitað soldið svoleiðis) svona á meðan ég get ekki tekið á móti Eldum rétt-pökkunum á vinnutíma mínum (sending kemur iðulega kl. 13.30 á mánudögum þegar ég er víðs fjarri). Í febrúar færist vinnutíminn til svo mögulega verður matur frá Eldum rétt á boðstólum aftur - fer samt eftir því hvað gerist með vinnu nr. 3 ...
Vinkona mín ekur bíl sínum með aðstoð amerískrar útgáfu af GPS sem beinir henni reyndar oft í rangar áttir, beygðu til hægri á götu númer hitt og þetta, þegar við á Íslandi merkjum ekki göturnar með númerum (er það ekki rétt hjá mér?), heldur vegina. Þegar hún skutlaði mér heim eftir Ik-Cost-ferðina vildi GPS-konan að vinkona mín beygði til hægri, vissulega var Sæbrautin samhliða okkur til hægri, og ekki hægt að komast þangað, því við áttum að beygja til vinstri, inn á bílastæðið við Skýjahöllina. Óskiljanlegt ...
Annað sem ég skil ekki alveg með GPS-tæki. Það er ekkert að finna þar nema skipanir. Það er ekkert hrós í boði þegar maður gerir rétt og man eftir því að beygja. Well done, girl, myndi gleðja mig og efla til dáða, ef ég keyrði með svona tæki. Við vorum t.d. svo önnum kafnar við að spjalla að við tókum ekki rétta beygju á leiðinni í Costco á laugardaginn, við vorum að tala um íslensk orð sem eru bara í fleirtölu (t.d. meðmæli) og hver man eftir því að beygja þegar svo áhugavert og spennandi umræðuefni tekur alla athyglina?
Það er alltaf jafnskemmtilegt og líflegt í vinnunni og ég er komin á fullt í vinnu 2 líka, fékk verkefni send í gærkvöldi. Vinna nr. 3 byrjar sennilega ekki fyrr en í febrúar ... svo var ein fyrrum samstarfskona (sem veit hvað ég er mikill vinnualki) að benda mér á að bókamarkaðurinn í ár verður haldinn hinum megin við götuna, eða í Holtagörðum! Ég gæti ábyggilega fengið vinnu þar, sagði hún. Hugsa að það sé bara of seint ... hefði stokkið á það, eða að sækja um, fyrir áramót þegar ég var að farast úr leiðindum.
Ég vona að þessi vinnugleði mín haldi áfram um ókomna tíð því mér er sagt að best sé að vera búin að greiða upp húsnæðislán sitt áður en maður sest í helgan stein. Mitt lán er frekar hagstætt og ég ekki sérlega eyðslusöm svo ég kvíði engu þótt ég nái eflaust ekki að borga það upp á næstu árum. Kannski enda ég eins og ein vinkona mín sem gerði nokkrar tilraunir til að setjast í helgan stein, alltaf var einhver spennandi tölvuvinna sem var eins og sniðin fyrir hana. Mamma ætlaði að hætta að vinna þegar hún var sextug, 95 ára reglan, en svo mikill skortur var á hjúkrunarfræðingum að hún "fékk" ekki að hætta fyrr en hún varð sjötug. Hún vann lengi á Kleppi sem er nánast á hlaðinu hjá mér, ég var ansi sein að átta mig, auðvitað hefði ég átt að flytja fyrr á Kleppsveginn, þá hefði hún getað kíkt í kaffi til mín eftir vinnu. Finnst að fólk sem ég þekki og ætlar á bókamarkaðinn ætti að tékka á mér, hvort ég sé með heitt á könnunni ... Gleyma svo innkaupunum hjá mér, mmmmm.
Heyrði í stráksa áðan. Hann minnti mig á að hann verður 21 árs eftir rúman mánuð, eða í byrjun mars. Ég heimtaði að fá að halda litla afmælisveislu handa honum hér í Rvík einhverja helgina í mars, bjóða svona 10-1000 allra nánustu .... Honum fannst það virkilega góð hugmynd, stórkostleg í raun, svo annaðhvort baka ég (fer eftir vinnuálagi) eða panta kruðerí. Svo fær hann pottþétt veislu þar sem hann býr, sennilega á sjálfan afmælisdaginn eða einhvern laugardaginn í kring, hélt hann. Maður verður ekki 21 árs nema einu sinni ...
Neðsta myndin er af Ernu og Einari (eldri) í Einarsbúð á Akranesi. Búðin varð 90 ára í nóvember 2024 en hjónin hafa þó ekki rekið hana allan tímann ... ég meira að segja man eftir Gunnu, mömmu hans Einars og búðinni þegar hún var miklu minni en hún er í dag. Gaman að hitta Ernu og Einar (yngri) í gær.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 24
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 687
- Frá upphafi: 1516037
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 565
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning