26.1.2025 | 15:55
Rammaraunir, alvörukrem og skrefafjöldasjokk
Svolítil lasleikahelgi en ég gæti þess þó langoftast að verða lasin þegar ég er í fríi, það kemur best út fyrir alla. Samviskusemi, mögulega ... Ég horfði ekki einu sinni á Liverpool-leikinn í gær, lá bara kylliflöt og hlustaði á ... jólasögu. Kannski varð ég lasin við að fá að vita að ég þurfi að greiða 14 þúsund á mánuði fyrir nánast ekkert ... eða borginni fyrir að hirða pappír og plast, sem gerist þó ekki einu sinni í mánuði, alltaf allt troðið og góðhjartað fólk á bíl tekur þetta fyrir mig og fleygir á einhverri stöðinni. Þetta er ekki vegna þess að fólk flokkar á rangan hátt, kannski þarf bara að lauma kossi eða vatnsglasi að ruslakörlunum ... ég veit það hreinlega ekki, hef ekki búið það lengi í bænum.
Myndin sýnir berlega hversu mikill "trendsetter" ég er, allt í einu eru allir farnir að taka strætó. Já, þetta er mannmergð þarna á stoppistöðinni minni ... ótrúlegt að dekkin á strætó hafi ekki sprungið.
Strætólífið gengur sem sagt ljómandi vel og ég er yfir mig sæl með bílstjórana, vagnana, stoppistöðvarnar, biðtímann, bara allt. Vinnutími minn breytist þó í febrúar og kvöldáætlun Strætó bs tekin við þegar ég fer heim. Vonandi lengist ekki biðtíminn en ég kaupi mér þá bara föðurland og loðfóðraðar bomsur, eða fæ mér leigubílstjóra sem tímabundinn elskhuga.
Þrátt fyrir dásamlegheitin er þó ekki hægt að mynda tilfinningatengsl við strætóbílstjórana hér í bænum, eins og var hægt við þá á Skaganum. Of mikill hraði, of margt fólk, engar endastöðvar ... Góð vinátta myndaðist við suma eftir margra ára síendurtekið spjall í Mjóddinni áður en vagninn lagði af stað upp á Skaga. Yfirleitt settist ég fremst því mér verður flökurt ef ég sit of aftarlega og þá er hægt að spjalla. Ég fæ tár í augun við að hugsa um til dæmis elskuna hann Tomma bílstjóra sem dó langt fyrir aldur fram. Hann var nú samt jafnmikill talsmaður súrmatar og ég andstæðingur, samt var hann ári yngri en ég! Gráforneskjusmekkur á mat er ekki bundinn við aldur, það sést á trylltri mætingu landsmanna á öllum aldri á Þorrablótin. Skilst að þessi helgi hafi rétt verið upphafið að mánaðarlöngu súr-skralli ...
Leitin að spjaldtölvunni stendur enn yfir og hefur kannski aðeins gleymst í þeim önnum sem hafa ríkt. Villtar vonir kviknuðu þó í gær þegar ég renndi skápshurðinni í herberginu frá hægra megin og rakst þar óvænt á körfu með alls kyns dóti. Nuddbyssunni, Storytel-brettinu sem ég saknaði líka, og alls kyns pappírum. Hef þó ekki náð að beygja mig eftir körfunni og sannreyna þetta, enda haft svolítið mikið að gera um helgina við yfirlestur og slappheit. Bakið gaf sig nefnilega fyrir helgi þegar ég tók upp fulla þvottakörfu þegar ég var asnalega boginn, eitthvað sem ég hef passað í áratugi að forðast og flestir baksjúklingar kannast við ... Sem betur fer átti ég svona "hass-krem" frá WA-ríki í Ameríku (sem leyfir "gras") en það virkar ansi vel með íbúfen&panódíl-tvennu og því að liggja á hitapoka. Svo fjárfesti ég í almennilegum skrifborðsstól eitt skiptið sem ég kíkti á hefðarköttinni Diego í A4 og get því unnið við yfirlestur, eins og ég hef gert um helgina, eftir bestu getu þó.
Það birtist falleg myndasyrpa af snjónum í höfuðborginni, á RÚV.is, minnir mig. Einhverjir tóku þessu sem samkeppni og fóru að metast um að þetta væri sko ekki snjór, hann væri nú þrír metrar þarna hjá þeim ... Sem eilíf landsbyggðartútta leyfi ég mér því að mótmæla harðlega svona metingi. Ég tek andköf af hrifningu þegar ég horfi út um stofugluggann hjá mér þessa dagana, það er svo fallegt að sjá trén og allan snjóinn (sem ég elska samt ekkert). Svo má líka minnast á að ef verða umferðartafir í bænum vegna snjókomu er það ekki vegna þess að þessir fok... borgarbúar kunni ekki að keyra ... það eru bara allt of margir bílar á höfuðborgarsvæðinu og sumir á sumardekkjum í svona brjálaðri umferð. Ég gladdist hreinlega yfir því hvað það var alltaf snjólétt á Skaganum, þótt ég reyndi að monta mig ekki af því þegar ég talaði við borgarbúa ... Mesti snjór sem ég hef séð var á Hvammstanga einn veturinn á síðustu öld. Held að það hafi komið myndasyrpa í Mogganum. Þá gat fólk farið út úr húsum sínum - af annarri hæð. Man þó eftir því á níunda áratugnum að tvö ár í röð (83 og 84?) varð óvænt allt ófært þann 4. janúar. Hætti hreinlega ekki að snjóa og ég bjó þá í Efra-Breiðholti en gekk frá Mjóddinni og uppeftir í öræfunum sem finna mátti á milli efra og neðra ... er kannski enn og telst til græns svæðis? Þá var Edda frænka, búsett í sama húsi, búin að sækja soninn fyrir mig í leikskólann. Ógleymanleg stemningin sem myndaðist, allir að ýta öllum, brosandi og glaðir, held að slíkt gerist enn. Þegar við vinkonurnar fórum í IKEA og Costco lentum við í vandræðum með að opna rúðupissvökvadunk, ég spurði sætan karl sem gekk fram hjá hvort hann væri sterkur ... og hviss, bang, dunkurinn var opnaður! Stundum fær maður daður dagsins algjörlega óvænt upp í hendurnar.
Ferðir okkar vinkvenna í IKEA í síðustu viku voru í raun árangurslausar ... vinkonan gaf mér þennan fína ramma (með eftirprentun í) fyrir Ikea-ferðina og sá passaði akkúrat fyrir Skýjahallarmyndina mína (sjá mynd) svo ég keypti bara einn ramma, fyrir aðra mynd, í stað tveggja. Nánast strax við heimkomu ætlaði ég að setja dýrðina í rammann en sá að svo vel var gengið frá honum að ég lagði ekki í uppskurð og vesen (Mynd: sjá bakhlið rammans). Ógeðslega svekkjandi. Hinn ramminn, eða sá sem ég keypti, passar ekki við þessa mynd, heldur þá sem ég keypti hann fyrir, og er ramminn gráblár að lit, en hvítur passar best fyrir þessa mynd sem verður í hópi hvítinnrammaðra mynda. Já, það er auðvitað hugsun á bak við þetta ...
Kannski bara best að fara á innrömunarverkstæði þótt það sé dýrara en þá fæ ég akkúrat það sem ég vil. Held að eitt sé í Ármúla og ég gæti beðið eftir komandi snjóleysi (hláku) í byrjun febrúar (takk, elsku veðurfræðingar) og tölt þangað úr Skeifunni eftir vinnu. Myndin fagra sem ég fékk í innflutningsgjöf frá vinkonu, ég fékk að velja, varð til þess að ég ákvað endanlega Skýjahallarnafnið á bloggið. Greinilega hægt að halda þorrablót í skýjunum, sýnist mér ... djók.
Ég telst ekki til unga fólksins og skilgreini mig samt alls ekki sem eldri konu, er fullfrísk og fullvinnandi en aldrei full ... en það stakk mig samt um daginn þegar læknir nokkur talaði opinberlega um kosti þess (nauðsyn) að ganga, ekki síst þegar árunum fjölgar. Hann talaði um TÍU ÞÚSUND SKREF - Á DAG! Það er sami skrefafjöldi og ég gekk úti í Glasgow algjörlega ÓVART, þegar sími systur minnar sagði á fimm mínútna fresti að það væru bara tíu mínútur eftir. Röng stilling, eða á ökufjarlægð ... ég var gjörsamlega örmagna eftir þennan óendanlega göngutúr frá miðborg upp að hóteli í ótrúlega stórri beygju eða hálfhring sem náði eflaust yfir hálfa Glasgow-borg. Blóðrisa tær, gatslitnir skór og enn sterkari gönguferðaandúð kom út úr þessum GPS-mistökum. Kannski næ ég tíuþúsundskrefamarkmiðinu ef ég geng til eða úr vinnu þegar veður verða minna válynd. Það yrði þá gönguferð með markmið, eða að komast heim eða til vinnu. Í gamla daga, eða þegar ég var á barnsaldri, slapp enginn við að ganga einhver ósköp, í skóla og úr, á skautasvellið upp í Krús, í tónlistarskólann sem var ógeðslega langt í burtu, í Bíóhöllina á sunnudögum sem var enn lengra í burtu. Það var talið skemma börn að skutla þeim ... eða gefa þeim eitthvað almennilegt að borða ... eða leyfa þeim að taka fleiri en tvær bókasafnsbækur á dag ... eða bjóða upp á tilbreytingu í skólanum ... eða ... Það var sko ekki allt gott í gamla daga.
Vonandi bý ég enn að öllum þessum afreksgöngum æsku minnar þegar ég prófa röltið upp Álfheimana, inn Langholtsveginn og niður Holtaveginn ... Ef ég steinhætti að blogga einhvern góðviðrisdaginn má alveg fara út að leita að mér. Helst á bíl. Og ef ég verð ekki 100 ára eftir þessar göngur fram undan fer ég í mál við þennan lækni!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 105
- Sl. sólarhring: 186
- Sl. viku: 798
- Frá upphafi: 1516685
Annað
- Innlit í dag: 84
- Innlit sl. viku: 659
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning