18.3.2025 | 14:42
Berdreymi, auðvelt skopp og litlu, rauðu kassarnir
Mögulega er ég fórnarlamb dáleiðslu, hugskeyta eða innrætingar af versta tagi því mér er farið að finnast gaman að skokka (ganga) upp á sjöttu hæð (með smástoppi á fjórðu til að ná andanum, ég reykti allt of lengi). Í gær þegar ég kom upp á mína hæð horfði ég hissa á tölustafinn sem mætti mér, ha, er ég virkilega komin alla leið og ekkert mál? Eftir að ég losnaði við hætti-að-reykja-kílóin (flest, held ég) varð bara hvert einasta skopp svo miklu auðveldara.
Það er greinilega ansi auðvelt að þyngjast þar til maður hættir að standa almennilega undir sér og allt verður erfiðara.
Það eru bráðum fimm ár síðan ég hætti að reykja (apríl 2020) og ég hélt að letin við að hreyfa mig tengdist bara aldrinum. Hnuss, en sú vitleysa, ég var bara orðin of þung. Svo hleð ég í mig vítamínum sem eykur svo sannarlega nennu mína til að hreyfa mig.
Vona innilega að það snjói ekki meira í bráð því hálkan er versti óvinur þeirra bíllausu. Ekkert skrítið að ég sé nánast heiðursfélagi í fb-hópnum Fólk sem labbar hallærislega í hálku. Það munaði minnstu í gær að ég gengi heim úr da Skeif, en var með innkaupapoka, ekki svo þungan samt ... nota tækifærið áður en geitungarnir fara á stjá og stinga fyrst, spyrja svo ... en þá gæti ég verið orðin svo spræk að ég gæti hlaupið þá af mér. Ég gerði það alltaf í London um árið þegar ég var au pair.
Fyrst Júlí Heiðar, söngvari með meiru, óttast geitunga, skammast ég mín ekkert fyrir það. En ég er ekki lengur jafnrosalega smeyk og ég var á síðustu öld, það var raunverulegur ótti sem þá hrjáði mig. VIð erum víst eina landið í heiminum þar sem moskítóflugur lifa ekki - en lúsmýið er nú ágæt sárabót, er það ekki? Fram til ársins 1985 gátu Íslendingar státað sig af býflugna- og geitungalausu landi. Ég tel ekki randaflugurnar með ... Þá voru næstum tíu ár síðan ég kom frá London, aldeilis búin að monta mig af stinguflugnaskorti okkar hér ... en sama fólk og ég talaði við hélt reyndar sumt að við hefðum ísbirni sem gæludýr. Hvernig datt mér í hug að flytja í Laugardalinn? Reyndar alveg í útjaðar hans en ég þarf að ganga nánast í gegnum hann á leið til vinnu. Grímuskylda myndi auðvelda allt, held ég, og einhvers konar net sem þægilegt væri að sveipa um sig áður en haldið er út í gönguferð á vorin og haustin. Það gæti orðið skemmtileg tíska, alls konar litrík net, jafnvel með blikkljósum þegar fer að dimma í ágúst ... alla vega yfir höfuðið.
Myndin er skjáskot af Facebook-minningu sem sannar að ég er nálægt því að vera berdreymin (og þá móttækileg fyrir hugskeytum, innrætingum og dáleiðslu) ... skrambi nálægt því. En ég skrökvaði því svo sem að mér skjátlaðist aldrei þegar kæmi að því að ráða drauma. Og þó ... Við vitum auðvitað ekkert hvort George Clooney hefur haft lögheimili sitt hér á landi til lengri eða skemmri tíma.
Nú er víst búið að breyta ... þótt ég vinni til sjötugs fæ ég ekkert hærri lífeyri frá ríkinu sem var alltaf visst agn til að fá fólk til að vinna lengur en til 67 ára. Þetta á þó bara við þau sem byrjuðu fyrr að taka lífeyri frá lífseyrissjóðunum sínum, sem hægt er að gera frá 65 ára aldri. Þá getur fólk minnkað við sig vinnu án þess að finna fyrir því, mjög sniðugt. Þetta hljómar svolítið eins og skerðing, er það ekki? Myndin af fólkinu hér við hliðina er úr afmælisveislu stráksa en tengist þessu umræðuefni ekki beint. Stráksi stendur, hinir sitja.
Já, afmælisveislan hans stráksa, Reykjavíkurdeildin, gekk sérdeilis vel og hann var afar ánægður með daginn, flottu kökurnar og verulega gjafmildu gestina. Ég fékk meira að segja pakka, síðbúna innflutningsgjöf; þrjá ilmandi pakka af góðu kaffi ... og frekar stórt páskaegg, haldið ykkur!
Hilda bakaði stóra marenstertu fyrir afmælið, Mía kom með litlar pönnsur, Eva frænka með ost og vínber og Dagbjört frænka með venjulegar pönnsur, annað keypti ég hjá Myllunni, verulega gott; m.a. litla kleinuhringi, súkkulaðitertu og túnfiskssalat, allt á fínu verði. Ég steingleymdi að taka alvörumynd af veitingunum, þetta fór bara á snappið og hvarf eftir 24 tíma. Nánast eins og leifarnar ... systir mín er með stórt heimili og ég heimtaði að hún og heimilisfólkið kláraði þetta fyrir mig. Gæsirnar og krummi fengu samt eitthvað smávegis, leifar af diskum og svona. Svo skolaði ég herlegheitin og gaf mér ekki tíma til að vaska allt upp fyrr en á mánudeginum. Svo innilega glöð yfir því að uppvask hleypur aldrei frá manni. Og nei, ég er ekki með uppþvottavél. Og já, ég hef bara gaman að því að vaska upp, hlusta á eitthvað skemmtilegt á meðan.
Þvílík hamingja og gleði hjá okkur stráksa báðum. Svo fékk hamingjusamur drengurinn far með Ingu heim á Akranes og með í farteskinu (afmælisgjafir) næstum heila súkkulaðitertu með karamellukremi sem hann gat leyft sambýlingum sínum að njóta með sér í kvöldkaffinu eða daginn eftir, sem sunnudagskaffi. Grunar að það hafi fallið vel í kramið. Það komust ekki allir í afmælið, ég var svolítið sein að bjóða sumum og gleymdi öðrum ... það hafa verið miklar annir sko.
Auðvitað notaði viss systir mín tækifærið og kom fyrir mörgum, mörgum rúsínupökkum ... t.d. í glerkrukku með eyrnapinnunum, og bak við sturtusápu inni í sturtuklefa og ofan í tannburstaglasinu. Mér skilst að hún hafi verið ansi dugleg við kvikindisskapinn í afmælinu en ég ekki búin að finna nema þrjá pakka, alla inni á baði. Hef leitað víða í stofunni en hvergi séð grilla í litla, rauða kassa. Þarf að fara að játa mig sigraða, held ég. Borða gæsir rúsínur? En hrafnar? Ég er svo þakklát henni fyrir hjálpina við afmælið að mig langar bara að láta hana sigra. Svo gætu þessi skrif mín verið lúmsk blekking mín til að hún hætti að vera á verði. Kemur allt í ljós.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.3.): 158
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 1039
- Frá upphafi: 1520993
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 875
- Gestir í dag: 109
- IP-tölur í dag: 109
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning