23.3.2025 | 23:03
Heppni við Höfðatorg, dýrmætar myndir og fleiri pakkar
Systrastríðið ríkir enn og magnast bara ... Hún kom í næstum óvænta heimsókn í dag og sníkti kaffi, trúði því aldrei að ég hefði náð að flytja svona hratt á milli póstnúmera, eins og ég reyndi að telja henni trú um. Hún hvatti mig til meiri og meiri drykkju þetta auma korter sem hún stoppaði, þangað til ég var komin í spreng, og svo þegar ég var búin að pissa lá henni allt í einu svo hrikalega á að komast heim, og ræna mér með sem var ætlunin. Ekki grunaði mig að hún hefði á þessari mínútu sem athöfnin tók, og sem hún hafði þá í friði, falið þrjá rúsínupakka til viðbótar við þá þrjá ófundnu síðan í afmæli stráksa. Reyndar, við heimkomu í kvöld setti ég í þvottavél og hvað fann ég ekki ofan í þvottakörfunni? Jú, rauðan pakka sem hefði svo auðveldlega getað farið óvart í þvottavélina og eyðilagt öll fötin mín. Ég hefði hent þeim, að sjálfsögðu. Nú þarf ég á sérsveit að halda til að leita og finna, síðan rúsínuverja íbúðina með öllum ráðum. Er búin að snúa öllu við í stofunni og eldhúsinu án árangurs ... það eru fimm pakkar eftir og ég mun hvorki sofa né nærast fyrr en ég finn þá ... hrmpf! Ef ég væri viðskiptasinnuð myndi ég selja aðgang að heimili mínu, kannski kæmu fjórir í einu, fimm þúsund kall á mann, og leyfa þeim að leita að rúsínupökkum. Ég yrði forrík á skömmum tíma.
Myndin: Eldhúsborðið mitt. Rúsínupakkarnir passa reyndar vel við D-vítamínspreyið til vinstri.
Á föstudaginn um fjögurleytið, þar sem ég stóð, full yndisþokka, á stoppistöðinni við Höfðatorg, nýbúin að missa af leið 15 (Grensásvegur) því ég var að reyna að gúgla fyrir franska ferðamenn hvar tveggja hæða útsýnisstrætó, þessi rauði, stoppaði eiginlega í Borgartúninu. Þau vissu ekki að þau höfðu hitt á hræðilegasta gúglara landsins sem fann þetta auðvitað ekki, en ég sagði nokkrum sinnum Sjú Tem á frönsku sem róaði þau algjörlega. Gott að tala svona mörg tungumál ... Þau þökkuðu fyrir sig (fyrir ekkert), fóru og ég steig framar, eða nær götunni, til að athuga hvort fimman væri kannski vagninn á leiðinni á stoppistöðina ... en þá kom allt í einu þessi rosalega flotti leigubíll og bílstjórinn heimtaði að ég settist upp í hann. Þarna var elskan hún Ragga á ferð, sem ég kynntist í eldgamla daga á fyrri bloggaraárum mínum hér. Og við höfum í raun aldrei misst sambandið, takk, Facebook. Það var sjúklega spennandi að renna ljúflega upp Laugaveginn og aka svo Suðurlandsbraut og inn í Skeifuna, eins og prinsessa. Ég horfði með hrokafullu hæðnisaugnaráði á strætólúserana sem fylltu stoppistöðvarnar á leiðinni. Eins og sést á myndinni prjónar Ragga í pásum. Ferðin hefði gjarnan mátt vera lengri, svo gaman að hitta hana.
Um síðustu helgi hitti ég elsku Emmu frænku, föðursystur mína og þá einu eftirlifandi af systkinunum sjö úr Uppibæ í Flatey á Skjálfanda. Hún átti níræðisafmæli, þessi elska, og alveg frábært að hitta hana og fleiri ættingja sem samfögnuðu afmælisbarninu. Við fengum að skoða gamlar myndir úr eigu Emmu og þær sem tengdust okkur fengum við að taka með heim.
Hér er sýnishorn: Efri myndin til vinstri: bræðurnir Hjalti, pabbi og Guðmundur. Myndin til hægri er af pabba þeirra, honum Jónasi afa, mynd sem ég hafði aldrei séð. Hann og amma voru með skólann í Flatey.
Neðri myndirnar eru úr brúðkaupi pabba og mömmu. Algjör fjársjóður að fá þessar myndir. Ég sé að mamma hefur gift sig í svörtu ... ekkert verið að hugsa um hjátrú. Hjónabandið stóð líka bara í áratug, þar um það bil, en skilaði nokkrum æðislegum börnum ... Brúðkaupsmyndin vinstra megin efri röð: Mínerva móðuramma mín (barnabarn Jónasar frá Hróarsdal í Skagafirði), Ella, elsta systir mömmu, Edda dóttir hennar og Hadda tvíburasystir mömmu. Neðri röð: pabbi (Haraldur) og mamma (Bryndís). Þau voru bæði Jónasbörn en báðir afar mínir hétu Jónas Jónasson ... Móðurættin mín er nánast öll með svart hár og brún augu (franskt blóð) en ég erfði hina ljósu fegurð úr föðurættinni. Alla vega blágrá augu sem verða græn þegar ég er í veiðihug.
Ég bið alla ættfræðihatara í bloggvinahópnum margfaldlega afsökunar á þessu aftur-til-fortíðar-flippi. En ... það var allt svo miklu betra í gamla daga, var það ekki? Mig minnir að pabbi hafi sagt mér að hann hafi verið farinn að vinna eins og fullorðinn um tíu ára aldur og byrjaði í leiðinni að reykja.
Margar heyrði ég sögurnar um lífsbaráttuna hörðu í Flatey, eins og þegar amma þurfti að hrekja ísbjörn á brott úr húsinu ... en svo var þetta bara saga sem ég las í skólanum og ruglaði saman við ískalt líf pabba og hans fólks þarna úti á hjara veraldar. Eyjan fór í eyði á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar hver einasti íbúi flutti í burtu. Mér lánaðist að koma þangað einu sinni, þá bara fimm ára, en mjög sennilega var engin filma í myndavélinni, því það náðist ekki á filmu. Mér fannst hrollvekjandi að þegar amma opnaði dyr í eldhúsinu kom í ljós haus á lifandi kú og litla borgarstúlkan af Akranesi, hljóðaði upp yfir sig þegar Búkollan baulaði. Ég fór í kaupfélagið í Flatey með pabba og man að þar fengust bæði dúkkukerra sem ég ágirntist mjög og brjóstsykur (ég fékk einn poka).
Myndin sýnir okkur Emmu frænku.
Amma og afi fluttu á Laugaveg 138, jarðhæð, í Reykjavík. Svo undarlega vildi til að fyrrum tengdadóttir þeirra, mín háæruverðuga móðir, festi kaup á þessari sömu íbúð löngu seinna og bjó þar í mörg ár, eða þar til hún flutti upp í Asparfell í fínu útsýnisíbúðina, þá síðustu sem hún átti.
Við systur skruppum í Bónus í dag og þar keypti ég páskaegg handa stráksa. Hann sagði mér í síðasta símtali að honum fyndist betra ef ég splæsti páskaeggi á hann en að hann splæsti á mig eða sjálfan sig. Ég samþykkti það og nú er páskaeggið komið upp í skáp og bíður hans. Sjálf fékk ég páskaegg nýlega, eða í síðbúna innflutningsgjöf. Góðu gestirnir mínir frá Bandaríkjunum höfðu frétt að það væri miklu ódýrara að kaupa íslenskt sælgæti í matvörubúðum en í fríhöfninni. Það fannst þeim ógurlega skrítið. Mér þótti leitt að þau náðu hvorki að sjá norðurljós í þessari vikulöngu Íslandsferð, eða eldgosi sem hefði verið upplifun. Þau yfirgáfu landið í dag. Eru sannarlega ekki hrifin af nýja forsetanum og hugleiddu að fá að flytja hingað í fjögur ár. En ætla að reyna að þrauka. Í fjölskyldu þeirra er trans maður sem þarf heldur betur að hafa fyrir lífinu og tilverunni þessi ár. Eða lengur, ef Musk lætur græða í hann eitthvað tæknilegt sem lætur hann lifa um ókomna tíð.
Ég er eiginlega hætt við að leita mér að meiri vinnu. Ég stóðst níðþungt lesara-próf hjá Hljóðbókasafninu og fæ vonandi eitthvað að lesa þar innan tíðar ... og almáttugur, hvað ég mun ekki leiklesa með látum. Hlustaði á ágæta bók nú um helgina og lesarinn bæði söng og gargaði (lék mæðgur að rífast á háa c-inu, sem var mjög kvalafullt) ... ég var eiginlega í losti á meðan ég vaskaði upp í dag og hlustaði, taugarnar eins og gaddavírsstrengir, ótrúlegt að ég hafi ekkert náð að brjóta. Svo get ég alltaf fengið meira að gera í skólanum þar sem ég kenni þrjú kvöld í viku, annað slagið koma yfirlestrarverkefni ... og þetta er bara alveg nóg. Ég þarf líka tíma til að sinna köttunum, Mosi hefur hlaupið í spik og lítur ekki við megrunarmatnum sem ég keypti í dag í dýrabúðinni við hliðina á Bónus og Costco ... Hann hefur ekki eirð í sér til að elta leiserpunkt nema í tíu sekúndur á dag og ef ég reyni að fara í eltingaleik við hann, verður hann skelfingu lostinn, ég á bara að klappa honum, ekki hlaupa og hræða hann ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.3.): 83
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 982
- Frá upphafi: 1522085
Annað
- Innlit í dag: 69
- Innlit sl. viku: 852
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 63
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning