31.3.2025 | 23:50
Fótakremjur, frændafundur og stigahlaup
Ótrúlega fín bæjarferð farin í dag með einni systurinni, kaffihús og allt. Lét nokkuð gamlan draum rætast um sérstakt fótakremjutæki sem ég hef þráð en ekki tímt að kaupa ... en 20% afsláttur var meira en ég þoldi svo ég sló til og er meira að segja búin með "fótakreistu" kvöldsins.
Stærra tækið sem kreistir lærin líka var allt of dýrt. Konur sem safna bjúg þótt þær "hlaupi" (með smáhvíld á fjórðu hæð) reglulega upp næstum átta hæðir í samt lyftuhúsi sínu, nærri því daglega, þurfa eitthvað almennilegt ef þær vilja forðast lyf og geta það.
Mig grunar að Inga (sjúkraþjálfari) hafi dáleitt mig í einni heimsókninni því það er ekkert eðlilegt hvað ég er farin að njóta þess að hreyfa mig. Þegar ég horfði á veðurfréttirnar í kvöld og sá góða veðrið fram undan datt mér strax í hug að nú ætti ég kannski að prófa að ganga í vinnuna. Endilega rekið mér kinnhest svo ég vakni til meðvitundar og verði ég sjálf aftur, letidýr og sófakartafla ... eða kannski ekki.
Svo hef ég áttað mig á því að gemsinn minn gaslýsir mig, tekur ekki mark á stigahlaupum mínum (get ekki notað "stigagöngum", það gæti misskilist) og tekur alltaf meðaltal síðustu þriggja áratuga, eða að ég hafi gengið mínus tvær hæðir daglega ... nánast. Ég þurfti að fara í djúpríkið í símanum mínum til að finna laugardaginn, þegar ég fór tvisvar niður og tvisvar upp stigana en það kom út eins og ein ferð upp. Ég hélt að ég ætti stefnumót við vinkonu klukkan tvö hérna niðri og við svo saman á Kaffi Vest, en þegar hún var ekki komin klukkan tvö núll fimm kíkti ég á skilaboðin, það var þá klukkutími í hana, og auðvitað gekk ég upp stigana og æfði mig í fluguhnýtingum og ýmsu gagnlegu þessar 55 mínútur sem ég beið uppi. Svo stökk ég niður aftur rétt fyrir þrjú og skoppaði svo upp aftur þegar ég kom heim af Kaffi Vest. Léttara með hverju skiptinu.
Á Kaffi Vest sat ég nálægt virðulegum manni sem var þarna með barnabörnum sínum. Þegar hann var að fara sneri hann sér að mér og spurði hvort ég þekkti hann ekki ... á meðan ég horfði á hann runnu árin af honum og ég mundi hvað hann hét, við vorum saman í Austurbæjarskóla og Vörðuskóla fyrir nokkrum árum. Meira að segja náskyld, eða sexmenningar skv. Íslendingabók. Langalangafar okkar voru bræður. Runólfur (minn, f. 1800)) og Jón (hans, f. 1799)) Jónssynir. Reffileiki hans er sennilega vegna starfsævinnar hjá utanríkisþjónustunni. Það er eins og mig minni að ég hafi hringt í hann árið 2000 til að fá upplýsingar um borðsiði í veislum í Buckingham-höll en ég var að vinna að grein um almenna mannasiði og fannst sjálfsagt að bæta þessu við ef einhver lesandi Vikunnar yrði svo heppinn að komast í matarboð þangað. Það var gaman að vinna þessa grein sem endaði víst sem námsefni hjá einhverjum kokkaskóla, minnir mig.
Vinkona mín tók þessa mynd af mér og ókunnugum sessunautum mínum ... (nema sá til hægri við mig reyndist vera gamall skólabróðir og frændi). Veðrið á laugardaginn var alveg frábært eins og sést í baksýn, reyndar var þrumuveðrið í gær alveg stórskemmtilegt. Þetta eru ekki pálmatré þarna á Hagamel, bara saklaus blóm úti í glugga.
Við vinkonurnar ræddum mögulega yfirtöku Íslands á Bandaríkjunum - eða stöku ríki þar. Báðar erum við hrifnar af Washington-ríki og hún af Hawaii (hiti plús sólskin = stuttbuxnaveður) og stakk upp á Flórída (krókódílarnir eru stór mínus, að mínu mati). Vissi ekki af þessum möguleika, að lönd gætu mögulega yfirtekið vinaþjóðir sínar, bara eftir hentugleika, en nú lítur allt út fyrir að það geti gengið upp. Spennandi möguleikar hafa skapast. Ég væri líka til í að eiga Skotland, finnst það geggjað land, spurning hvort það sé nógu mikill dugur í núverandi ríkisstjórn til að láta vaða.
Ég keypti kodda í Jysk, þunnan og góðan, helst til of mjúkan samt, síðan kreistunudddæmið í Kópavogi og sitthvað fleira í fatabúð, ég sem hata búðaráp ... við stoppuðum og fengum okkur laxabrauð (úr landeldi) í Kaffi Mílanó, sama góða þjónustan og síðast ... og ég varð svo meyr yfir þessum skemmtilega frídegi að ég viðurkenndi fyrir systur minni að ég hefði falið tvo rúsínupakka inni á baði hjá henni í gær, sunnudag. Ég er orðin svo forhert að ég var ekki að farast úr spennuhlátri á meðan hún skutlaði mér heim um kvöldið ... og þegar ég fór með dósina mína í dósatunnuna í fatahenginu hennar, skömmu fyrir brottför, ætlaði hún að vera fyndin og sagði mér að setja hana á hvítt herðatré í fatahenginu. Ég gerði það, tók því sem hún sagði bókstaflega, og gleymdi því svo af forhersku einni saman. Til að festa dósina betur varð ég að kreista hana svolítið og skemmdi hana þar með, sem var algjör synd. Á Akranesi má kreista og kremja dósir án þess að þær missi verðgildi sitt, en ekki hér í borginni. Frekar fúlt því dósirnar taka svo miklu meira pláss svona ókreistar.
Fann sjálf rauðan pakka undir handklæðabunkanum inni á baði hjá mér, eða síðasta handklæðinu í áður-bunkanum. Annars held ég að stríðið sé tapað ... ég finn bara alls ekki síðustu pakkana, enn tveir ófundnir, minnir mig, eflaust verða þeir hér um langa hríð og menga heimilið þar til ég flyt næst, sennilega eftir tæp átján ár ef ég fylgi mynstrinu! Átján ár á Hringbraut, átján ár í himnaríki ... Þótt ég sé ánægð hérna við sundin blá langar mig alltaf svolítið í Kópavoginn (sem næst Hamraborg) eða í miðborg Reykjavíkur. Það er bara svo skrambi dýrt að flytja og kaupa á báðum þessum stöðum, og ekkert víst að ég verði heppin og lendi efst í átta hæða húsi til að geta gengið stigana og haldið þannig sixpakkinu við.
P.s. Veit annars einhver hvar hægt er að fá rúsínulaus páskaegg? Ýmsar ástæður eru fyrir því að ég veit að í alla vega tveimur tegundum (Nóa, Góa, minnir mig) er að finna súkkulaðirúsínur (dulargervi dauðans) ... og ekki bara það, heldur eru þær í lausu á meðan hlaupbangsar fá plastpoka utan um sig! Vilja páskaeggjaframleiðendur ekki bara setja þurrkaðar gulrætur í eggin? Eða stropuð egg? Það er svo erfitt að forðast svona hrylling. Eitt sinn pantaði ég mat hjá Eldabuskunni og í girnilegu brokkolísalati leyndust rúsínur án nokkurrar viðvörunar, öll önnur hráefni voru samviskusamlega talin upp. Samsæri? Ég er farin að halda það!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 13
- Sl. sólarhring: 163
- Sl. viku: 848
- Frá upphafi: 1523163
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 763
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning