15.4.2025 | 22:04
Ástarvonir síðmiðaldra kvenna og rúlluterturaunir
Dásamleg skilaboð urðu til þess að ég fleygði frá mér heklunálinni, sparkaði rokknum frá mér, skellti mér í bomsurnar og dreif mig í strætó númer 12 áleiðis niður í bæ.
Skilaboðin voru sannarlega ekki dulkóðuð þótt mikilvæg væru, heldur sögðu einfaldlega: Kaffið er komið í Hyalin. Ég hafði haft samband við Valeriu-kaffibrennslu á Grundarfirði og pantað baunir, espressóbrenndar. Millifærði í heimabankanum og í dag þegar skilaboðin komu um að kaffið væri komið, hélt ég af stað til að sækja það, full tilhlökkunar. Er í frekar löngu páskafríi svo ég er frjáls eins og fuglinn.
Þar sem elsku öskukarlarnir komu og tóku megnið af plasti, pappa, lífrænu og óflokkanlegu (þeir taka aldrei allt!!!) gat ég farið með mitt súpervel flokkaða dót niður og fleygt. Gleymdi afgangsbrauðinu gamla sem átti að fara í fuglana en sá sem betur fer enga að hnita hringi yfir súpueldhúsinu á miðju túninu, eða hvað þetta heitir hérna fyrir neðan. Þetta er grænn blettur fullur af gæsaskít svo ég geng aldrei þar yfir á leið út á stoppistöð.
Það er svo mikil frelsistilfinning sem fylgir því að eiga strætókort og komast hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu með stórum, dýrum bíl og einkabílstjóra. Ég fór út við Þjóðleikhúsið og gekk þaðan upp á Skólavörðustíg. Naut þess til hins ýtrasta að ganga aðeins um í miðbænum. Ansi margar lundabúðir og aðeins of kalt til að fara í leit að góðu kaffi og meððí. Mundi of seint að það voru ekki nema þrjú góða ögn ofan á Skólavörðustígnum, urrrr. Við heimkomu var ég orðin virkilega svöng og opnaði ísskápinn, var að hugsa um skyrdollu sem ég vissi að leyndist í efstu hillu ... en rak þá augun í rúllutertuna sem ég keypti í tilefni þess að sjö gestir höfðu boðað komu sína frá Akranesi á sunnudaginn. Að þessu sinni alþjóðlegir gestir. Önnur fjölskyldan, sú sýrlenska, kom með dásamlega tertu, ættaða frá Venesúela þar sem þau bjuggu í nokkur ár - og það orsakaði rúllutertugleymsku mína. Hin fjölskyldan færði úkraínskt sælgæti og gladdist yfir því að ég var búin að læra að segja takk á úkraínsku (djakújú). Kettirnir urðu sérlega glaðir að sjá Svitlönu og Rostyk, kisuhvíslarana úr himnaríki, þau sem pössuðu þá alltaf ef mér var boðið í helgargistingu í Balmoral eða Buckingham.
MYNDIN fyrir ofan er af Svitlönu og Rostyk í bílnum áður en þau lögðu af stað heim til Akraness. Svitlana bjó á fyrstu hæð í himnaríki og svo undarlega vill til að við fluttum báðar um svipað leyti úr því dásamlega húsi ... og annað: Bónus er hinum megin við götuna hjá okkur báðum! Hún í 300, ég í 104! Getur ekki verið tilviljun!
Í gamla daga var brún rúlluterta eitt af því sem ég ætlaði alltaf að eiga í sælgætisskúffunni minni þegar ég yrði fullorðin og þyrfti ekki að hlýða mömmu varðandi sælgætiseign (bara nammi á laugardögum-pyntingar). Skúffunni þeirri sem yrði endalaust kúffull af góðgæti og fyllt á jafnóðum.
Ég skar mér sem sagt sneið við heimkomu - til að borða með kaffinu (sem ég þarf að klára virkilega hratt til að geta farið að drekka páskakaffið) og bjakk, hvað þetta var vont. Vissulega terta keypt í búð ... en samt! Hvar hafa rúllutertur lífs míns bragði sínu glatað ...
Eins gott að stráksi sé brjálaður í brúna rúllutertu en hann kemur á morgun.
Mætti ég frekar biðja um ofnsteikt rótargrænmeti eða lifrarpylsu með rófustöppu (ég hata ekki alveg allan gamaldags íslenskan mat)! Ég sem ætlaði samt aldrei að verða svona (sætindafælnari) þegar ég yrði fullorðin. Mér líður eins og ég hafi svikið barnið í mér, hina átta ára Gurrí.
Miðborgarmyndin var tekin fyrr í dag og má rétt svo sjá grilla í Hyalin hægra megin á myndinni, ber í þetta bleika. Yndisleg verslun með franska sælkeravöru ... kaffi, súkkulaði, kex, niðursuðuvörur og bara allt mjög, mjög girnilegt - þangað mun ég fara til að kaupa afmælis- og jólagjafir næstu misserin - svo endilega bjóðið mér í afmælin ykkar í framtíðinni og sendið mér jólagjafir, ég mun "hefna" mín grimmilega með einhverju frönsku.
Eitt sem mig hefur lengi langað til að minnast á hér ... en það er um verulega versnandi möguleika kvenna á mínum aldri (ja, svona vel rúmlega 40 plús) á því að ganga út, eða ná sér í almennilega menn. Vissulega hefur það aldrei verið vesen hjá mér, ég er bara að hugsa um aðrar konur ... en bara eitt dæmi úr vinnunni: þar eru samstarfsmenn mínir á kolröngum aldri, svo röngum að ég þekki foreldra sumra þeirra, jafnaldra mína, skiljiði ... en meðfylgjandi mynd, þar sem Cher og Madonna sýna ástarsigra sína, segir nákvæmlega ekkert um vonir mínar og þrár - sem eru alls ekki ungir menn. Jæks!
Frétti reyndar af einum á fínasta aldri sem vann einu sinni á vinnustaðnum mínum ... en hann átti víst mann, svo ég hefði aldrei kunnað við að daðra við hann.
Það er bara almenn staðreynd: hér á Íslandi eru íslensku karlarnir búnir, eða allir (langflestir) gengnir út svo konur á lausu þurfa að víkka út leitina, gera hana alþjóðlegri. Útlendingar eru alveg ágætir, held ég, svona af heyi í harðindum að vera. Í gegnum Schengen fáum við víst bara glæpagengi þessa dagana (sjá samfélagsmiðla) sem hafa engan tíma í neitt nema stela og drífa sig svo aftur heim - svo erlendar stefnumótasíður eru sennilega málið, kynnast strákunum fyrst í gegnum netið.
En hvernig er staðan í netheimum? Fylltist ég von eða harmi fyrir hönd íslenskra kvenna á besta aldri eftir að hafa litast þar um? Ætli ég leyfi ykkur ekki að dæma um það og birti hér neðar niðurstöður tímafrekrar leitar minnar, alls ekki þó um dýpstu og myrkustu afkima alnetsins, ég myndi ekki dirfast.
Hér er sem sagt úrvalið af úrvalinu í dag af því sem okkur konum býðst, ég leyfði til gamans einni stelpu að fylgja með, hún virðist ansi hæfileikarík. (Viðbót: Ég þurfti að ritskoða þetta konugrey og henda því út í hvelli, hver vill hafa dónaskap (sem ég fattaði ekki) á virðulegri bloggsíðu sinni?)
Svo eitt sé á hreinu: Sköllóttir og skeggjaðir menn geta verið afar kynþokkafullir, sjá elsku Jason Statham, en hjartað missti kannski ekki alveg úr slag þegar ég sá mynd af einum slíkum, ófrægum þó, á Facebook, var held ég tekin af amerískri stefnumótasíðu, en konur á mínum aldri hafa hreinlega ekki efni á því að láta útlitið fæla.
Billy (engin mynd) er elstur þeirra sem ég fann, miklu eldri en ég, en vill samt talsvert yngri konu en mig en ég birti þó lýsingu hans ef yngri bloggvinkonur mínar eru spenntar.
Billy: Guð hefur skipað mér að fá mér konu svo ég geti fjölgað mér enn frekar. Ég heiti Billy XXX og er 78 ára, stjórna trúarsöfnuði, er alfa-karlmaður, kristinn repúblikani og leita að einhleypri hvítri konu á aldrinum 18-25 ára.
Hún má ekki hafa verið við karlmann kennd, verður að styðja repúblikana, vera undirgefin og atvinnulaus og tilbúin til að halda mótelherbergi okkar hreinu á meðan ég er að heiman og breiði út guðsorðið.
Ég kæri mig ekki um að hún sé götuð eða með tattú, og hún má ekki halda upp á Harry Potter.
John: Ef þú styður bólusetningar, ert vók eða fordómafull, mun ég kalla þig fávitahjarðdýr. Ég er ljón og leita að sjálfstæðri alvörukonu.
Casey: Þegar ég fer á söfn leyfist mér að snerta listaverkin.
Ég spilaði eitt sinn rússneska rúllettu með fullhlaðna byssu og vann.
Moskítóflugur neita að bíta mig, af einskærri virðingu fyrir mér, og á líffæragjafalista mínum má finna skeggið á mér.
Ég er, í fúlustu alvöru, flottasti hvíti gaurinn hér.
Tom: Ég er hvorki banki né sykurpabbi. Ég vil alvörukonu, ekki ykkur druslurnar.
Stephen: Rósir eru rauðar, fjólur eru bláar, ég á byssu og farðu inn í sendiferðabílinn.
Brett: Ég er atvinnulaus og andlega fatlaður en að öðru leyti algjör happafengur.
Connor: Hæ, ég spila leiki og forrita tölvur. Ég er með lítið t... en stóra drauma.
Andy: Ég er 1,90 m á hæð. Spila á gítar. Eyði stórum hluta orku minnar í að hugsa um mína fyrrverandi. Finnst gott að gráta yfir Meatloaf-lögum í bílnum þegar ég er einn. Leita að sérlega heitri gellu.
John: Að lifa hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Ég fæddist einstaklega ungur að aldri og alveg frá þeim tíma hef ég verið lifandi.
Nick: Ég og hundurinn minn endurgerum oft senur úr Titanic. Ég spila á gítar og borða samlokur með hnetusmjöri og sultu. Ef þig langar að læra á gítar ...
Ísak: Ég er 1,85 á hæð og get dansað þig úr öllum fötum. Að utanverðu virðist ég kannski eins og tilfinningalaus skíthæll en eins og laukurinn plokkar þú hvert lagið af öðru af og finnur nákvæmlega það sama í hvert skipti og ferð að skæla.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 15
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 638
- Frá upphafi: 1524470
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 535
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning