23.7.2025 | 17:38
Helgarferð, furðuspjall og fleira
Sumarfrí hófst formlega í dag, reyndar bara frá kennslunni, það er alltaf eitthvað að gera í yfirlestri og svo er alveg möguleiki að ég rifji upp gamla fósturmömmutakta tímabundið. Það er mikil þörf fyrir fósturforeldra og hefur svo sem alltaf verið. Ég þarf að endurnýja fósturleyfið og er þegar búin að sækja mér tandurhreint sakavottorðið (hvað maður getur verið boring) og þarf bara læknisvottorð upp á andlegt og líkamlegt heilbrigði ... sem verður öllu erfiðara ... er nefnilega enn skráð hjá frábæru heilsugæslunni á Akranesi, þannig að nú sem höfuðborgarmær til bráðum tíu mánaða, verð ég að skipta og reyna að fá tíma sem allra fyrst hjá splunkunýjum heimilislækni. Verð sennilega aufúsugestur því ég hef verið frekar mikið heilsuhraust (úps, 1, 17, 20) ... sem minnir mig á að í dag verð ég að hoppa stigana, bæði upp og niður, vil ekki að 4.000 skrefin mín að meðaltali, alla vega á vinnudögum, hrapi niður í 500 sem hefur gerst á sérlega rólegum frídögum. Síminn sem mælir skrefin er reyndar oft kyrr á borði og Storytel) að segja mér sögu á meðan ég húsverkjast á fullu ... ég er alltaf með gemsann í vasanum þegar ég kenni - til að ná hverju einasta skrefi.
Ég er alltaf sáttust í minnst þremur störfum. Það er vissulega alkóhólismi í ættinni og ég hef alveg viðurkennt að ég sé vinnualki þótt ég njóti þess alveg að slaka á inn á milli - helst með góðan kaffibolla í hönd. Ekki e-r biluð hálaunastörf sem ég hef unnið en ég er nú samt rík, það sannast þegar ég kreppi hnefann. Sjá mynd 1 (afsakið að ég var ekki með handáburð og naglalakk).
Það var útskrift í gær, mínir frábæru 18 nemendur, frá tíu löndum, voru kvaddir með trega og tárum. Að vanda mættu allir með mat frá sínu heimalandi og, eins og síðast, var eiginlega meira af sætmeti en mat og girnilegi kjúklingarétturinn með hrísgrjónum (Afganistan) var fullur af rúsínum sem sýndi mér rétt einu sinni enn að lífið er hreint ekki alltaf dans á rósum. Ég smakkaði nú samt sem var eins gott því rétturinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég verð sífellt hrifnari af mat frá Víetnam og þótt slíkur matur sé ekki í boði í víetnamska kaffihúsinu við Hallgerðargötu (skammt hjá Borgartúni), hef ég komið þangað þrisvar á síðustu vikum og hyggst halda áfram að mæta þangað - í fínt kaffi og sérlega gott meðlæti á góðu verði.
Nemendurnir fóru fram í eldhús með disk sinn og hnífapör eftir matinn, skoluðu og settu í uppþvottavél, röskur og húslegur karlnemandi tók stjórnina og allt varð tandurhreint og fínt á svipstundu. Ég nánast klökknaði, það sem ég segi, konur ættu ekki að koma nálægt eldhúsverkum, bæði eldamennska og uppvask leikur í höndunum á körlum! Alveg spurning um að fara að fá sér mann. Finnst að skólastjórinn minn ætti að ráða næsta karlkennara fyrir haustið og hafa hann á aldur við mig, myndarlegan, húslegan, ekki rasista, húmorista, kattavin, stórgáfaðan, eiga helst bíl en ekki nauðsynlegt ... og hafa skilyrði fyrir ráðningunni að hann verði skotinn í mér.
Við systur skruppum í frábæra helgarferð nýlega, sennilega eina ferðalag sumarsins. Ókum norður á land, gistum aðra nóttina á Akureyri og hina á Einarsstöðum, Þing ... þar sem systir mín var ráðskona fyrir mörgum árum og við fyrrverandi ásamt syni okkar, þá átta mánaða gömlum, vörðum jólunum 1980 þarna. Borðuðum hangikjöt á aðfangadagskvöld sem var mér algjört nýnæmi en ómissandi jólahefð þarna. Hinn þekkti miðill Einar bjó á efri hæðinni. Dóttir hans rekur nú afskaplega fína bændagistingu á neðri hæðinni og ég svaf einmitt í herberginu sem áður var systur minnar. Allt svo hreint og snyrtilegt og umhverfið fallegt. Ég segi það ekki bara af því að ég er Þingeyingur (og Skagfirðingur) að ætt og uppruna. Pabbi fæddist í Flatey og ólst þar upp. Við heimsóttum einmitt Húsavík líka, þar sem ég á víst ansi marga ættingja, og drukkum þar hið fínasta kaffi á kaffihúsi og reyndum svo að koma auga á Uppibæ frá landi. Við fórum áður á stórskemmtilegan flóamarkað í Sigluvík, fyrir utan Akureyri, og þar var margt sem mig dauðlangaði í en þessi minimalismi sem ég kom mér upp, nánast í ógáti, árið 2020 þegar himnaríki var tekið í gegn og ég losaði mig við örugglega helming eigna minna ... sem kom sér aldeilis vel við flutningana í borgina fjórum árum síðar ... virðist enn vera viðvarandi í lífi mínu. Þegar ég opna suma skápa hér hugsa ég: Ahh, þetta nota ég nú aldrei, þarf að losa mig við það ... og svo framvegis.
Mynd 2: Einarsstaðir í Þingeyjarsýslu. Herbergið sem ég gisti í sneri á móti kirkjunni.
Nýlega tók ég leigubíl frá Skeifunni með fullt fangið af innkaupum, þrjá poka eða svo, fékk ansi hressan bílstjóra sem spjallaði mikið. Eitthvað barst sjónvarp í tal og ég sagði honum að öfugt við marga hefði ég hætt að mestu að horfa á sjónvarp á covid-tímum og hellt mér út í lestur.
Gott hjá þér, sagði hann. Þetta covid var nú meira bullið. Það er loksins búið að sanna að þetta voru algjörar eitursprautur. Svo var þetta varla nema flensa ...
Ja, þetta var nú ansi banvænt þarna fyrst, fólk hrundi niður, manstu ekki hvað dóu margir á Ítalíu og Bandaríkjunum ...? svo taldi ég upp nokkur íslensk dæmi að auki. Ég lét hiklaust bólusetja mig og held að ég hafi alveg sloppið við covid," hélt ég áfram, "og svo eru aukaverkanir af öllum lyfjum. Ég gleymdi að spyrja hann út í sannanirnar.
Hann sneri talinu að öðru, eða "þessum útlendingum" sem keyra leigubíla og ekki bara svindla hroðalega á farþegum, heldur miklu verra. "Það eru komnar 12 fjöldanauðganir á síðustu vikum, og allt hælisleitendur ... eitt fórnarlambið var eiginkona lögreglumanns!
Athyglisvert, þetta hefur ekki komið í fréttum!" sagði ég.
"Nei, það skiptir máli hvaða fjölmiðlum maður fylgist með, sagði hann.
Svo vorum við komin heim og ég flýtti mér inn með matvöruna, tók lyftuna sem ég geri alltaf í þungaflutningum.
Þetta var ekki draumur og engar ýkjur. Hann gæti þó hafa sagt tíu, ekki tólf. Það vantar sárlega að yfirvöld rísi upp gegn þessu bulli og leiðrétti. Þögnin er sama og samþykki. En þau sem vilja trúa þessu myndu eflaust bara tala um þöggun stjórnvalda. Að mínu mati er flestir íslenskir fjölmiðlar trúverðugir og gera sitt besta til að flytja hlutlausar (stundum pirrandi hlutlausar) og réttar fréttir.
Það var verið að benda mér á skemmtilegar "fréttir" eða sketsa á nýrri fb-síðu sem heitir Greindarvík, skilst að gervigreindin leiki þar stórt hlutverk. Nánast komin í alsumarfrí svo ég ætti að geta skoðað síðuna, einnig lesið nokkrar bækur sem ég á eftir að klára og gert enn eina tilraunina til að horfa á sjónvarp. Frétti af skemmtilegri seríu hjá Sjónvarpi Símans, Matlock, ekki gömlu góðu þættirnir, heldur nýir og mjög fínir. Langar að klára Morð og messufall, íslenskan gamankrimma, tek hana stundum með í strætó og næ nokkrum blaðsíðum, týni henni svo uppi á ísskáp ... eða eitthvað, en það sem ég hef lesið er verulega fyndið og skemmtilegt, aðeins annir mínar undanfarið hafa séð til þess að ég hef ekki klárað hana, held að ég byrji bara upp á nýtt og lesi til enda, slekk á símanum á meðan og þykist ekki heyra í dyrabjöllunni ... Það verður sennilega nóg að gera í "fríinu". Afmælið mitt líka! Vó!
Þar sem ég beið eftir fimmunni á Höfðatorgi í gær vatt sér að mér maður sem spurði mig hvaða strætó væri best að taka að skemmtiferðaskipunum. Sá var heppinn að lenda á mér, ég get aldrei sagt neinum neitt vegna fjarveru minnar frá Reykjavík í 18 ár en þarna var ég á heimavelli, held úti sérstökum skipafréttum á Instagram-síðu minni því ég sé flest skemmtiferðarskip sem koma til landsins. Þú þarft að taka leið 16 sem fer alla leið, þú gætir jafnvel tekið leið 12 en það er lengra labb, sagði ég greindarlega.
Hann brosti sætt þegar ég sagði honum að ég hefði farið í góða ferð með Norwegian Epic jólin 2018 (í boði vina og vandamanna sem gáfu mér svona veglega stórafmælisgjöf það ár). Karlinn var frá Texas og ég dáðist að honum fyrir að þola við í hitanum þar. Hann hló bara og fór að tala um góða þjónustu á Íslandi, gestrisni og ljúfmennsku, hvað við værum betri en t.d. Frakkar. Ég gat svo sem ekki tekið undir það því ég mætti eintómri kurteisi þar í örstuttu stoppi - líka í Starbucks í París þar sem ég bað um tvöfaldan latte - og fékk tvo einfalda latte! Það var nú bara fyndið en franski kaffibarþjónninn tók þetta á sig þótt greinilega mætti misskilja: double latte, please!
Það voru bara tveir tímar í að skipið hans færi og ég er eiginlega enn stressuð - náði hann í tæka tíð? Leið 16 er svo duttlingafull - eins og hún keyri bara þegar hún nennir ... en er þó lúxusleið með sjávarútsýni þegar ég er svo heppin að hún kemur á undan tólfunni.
Eitt besta trikkið sem ég get deilt með fólki sem fer í svona ferðir með skemmtiferðaskipi er að taka t.d. gamalt bókasafnskort (eins og debitkort að stærð) með sér og setja í raufina sem skips-aðgangskortið fer vanalega í, (eins og hótelkort) og hafa þar á meðan maður skreppur í mat eða eitthvað annað. Þá er loftkælingin í gangi í káetunni og ekki óbærilegur molluhiti þegar maður snýr aftur þangað. Ferðin mín var í Karíbahafinu ... og hvílíkur hiti! Það sem ég fyrirgef seint frá þeirri ferð er að skipið hélt okkur föstum á fyrirlestri um öryggisatriði á meðan við létum úr fyrstu höfn ... ég hefði svo gjarnan viljað vera uppi á þilfari og fylgjast með því. Meiri stemning í því - og mæta síðan á fundinn - þar sem káeturnar voru ekki tilbúnar fyrr en nokkru seinna.
Elskan hann Ozzy allur ... hér að neðan er mikið uppáhaldslag. Rólegt og fallegt. Ég gúglaði það til að fullvissa mig um að hann hefði sungið það og komst þá að því að eitthvað mix hefði verið gert við rödd hans... en þetta er hann.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.7.): 4
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 236
- Frá upphafi: 1530037
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning