Hóm svít hóm

Ætla að taka rútuna frá Hellu kl. 15.55. Þá ætti ég örugglega að ná strætó í Mosó kl. 18.30 heim á Skaga. Hilda er voða hneyksluð, finnst að ég ætti að vera lengur. Kubbur og Tommi eru ekki á sama máli. Heldur ekki Jack Bauer.

Allt er að vera svo fínt og fallegt hérna, snyrtilegt og skipulagt. Mann langar bara heim og taka til í skápunum.
Hélt að kaffitíminn í dag væri hafður kl. 15.30 mér til heiðurs svo að ég fengi eitthvað að drekka áður en ég færi í rútuna ... en reyndar hefst skyndihjálparnámskeið kl. 16. Hmprfr.

Ætla í smá gönguferð með myndavélina og sýna svo afraksturinn þegar ég kemst heim í alvörutölvu (ókei, tölvu sem ég kann á).
Vona að dagurinn ykkar verði dúndurgóður. Blogga meira í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég skal standa og veifa þjóðfánanum þegar þú rennir í gegn...

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2007 kl. 14:14

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það verður gaman að sjá myndirnar þegar þú kemur heim í heiðardalinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.6.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí ég veit ekki hvað veldur (að menn velja Winston heldur, mannstu eftir þessari auglýsingu kona góð?) en mér líður alltaf betur þegar ég veit af þér heima.  Þú ert svo bloggin heima hjá þér í Himnaríki.  Myndi leggja til að þú hættir að mæta í vinnu en sætir í staðinn í háloftunum og bloggaðir með hægri meðan þú ynnir með þeirri hangandi.  Svona er ég vond kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Góða ferð heim, elskan. Það er svo gaman að komast smá í burtu, en ennþá betra að koma heim...vona að þú fáir góðar viðtökur þegar heim er komið, ég er viss um að kisurnar hunsi þig í smá tíma, eru þær ekki alltaf svo sárar þegar þú ferð frá þeim???? Njóttu dagsins, dúlla

Bertha Sigmundsdóttir, 10.6.2007 kl. 17:08

5 Smámynd: Hugarfluga

Góða ferð heim ... eða velkomin heim ... hvort sem betur á við. Dáist endalaust af þér að vera bíllaus og að nenna þessum þvælingi með rútum og strætó. Maður er of góður vanur ... eða kannski ekki nógu góðu vanur?

Hugarfluga, 10.6.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1524961

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband