Vakandi verndarenglar

Systkinin sísætuSkagabrautin er svo hryllilega löng gata þannig að ég ákvað að vera snjöll og labba eftir litlu, sætu Sandabrautinni á leið í litun og fínirí í morgun. Þegar ég gekk framhjá húsinu við Sandabraut 14 mundi ég eftir skrýtnu atviki sem gerðist á meðan við fjölskyldan bjuggum þar um tíma á jarðhæðinni (á sjöunda áratugnum). Gummi bróðir var þá nýfæddur og Hilda þriggja ára.

Hilda var alltaf svo þæg að sofna og þess vegna skildu foreldrar mínir ekkert í því þegar hún kom gangandi fram í stofu eitt kvöldið. Mamma fór með hana aftur inn í rúm en nokkrum mínútum seinna var hún komin aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum og Hilda fékk að lokum að sofna í stofusófanum og var færð sofandi inn í rúm. Eftir smástund kom hún fram og hún fékk aftur að sofna í sófanum.

Allt í einu heyrðist rosalegur hávaði úr svefnherberginu. Bíl hafði verið ekið á húsið og glugginn beint fyrir ofan rúmið hennar Hildu brotnaði og glerbrotin dreifðust yfir rúmið hennar. Hilda rumskaði ekki, enda í stofusófanum.

(Mynd: Gummi, Gurrí, Mía, Hilda) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eruð þið sæt í þessum antiklit.  Þú ert algjört bjútí audda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 18:00

2 identicon

börn eru svo ótrúlega næm ... maður á að hlusta á þau þegar þau eru að segja til ... en vá gurrí beib ;)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 18:40

3 Smámynd: Saumakonan

börn sjá margt og skilja sem við fullorðna fólkið gerir ekki... þarna var einhver verndarengill á ferð alveg deffinitíft!

Saumakonan, 11.6.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: www.zordis.com

Hilda kemur sterk inn!  Flott mynd af ykkur systkynum!

www.zordis.com, 11.6.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég ligg hér einmitt í rúminu mínu með bæði börnin uppí hjá mér .

Frábær mynd og frábær saga. Maður Á að hlusta á börn... Þvílíkt lán að foreldrar ykkar gerðu það fyrir rest! 

Laufey Ólafsdóttir, 12.6.2007 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 70
  • Sl. sólarhring: 308
  • Sl. viku: 1967
  • Frá upphafi: 1495810

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1660
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Óvænt yndismynd af Einari
  • Pítsa fyrir stráksa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband