Sætt myndband og bold-skýrsla

Hafgolan er svöl en það er ég líka. Þar sem ekki var hægt að hanga á svölunum hef ég eytt tímanum í tölvunni og síðasta klukkutímanum í að horfa á youtube. Fann fyndin kisumyndbönd en hljóðin í kisunum þar æstu upp kettina mína sem héldu hvor um sig að hinn væri með þessi óhljóð. Þar sem lá við slagsmálum í himnaríki fór ég á aðrar lendur og fann m.a. þetta hér:  http://www.youtube.com/watch?v=En0A8KGMgq8

Þvílíkt krútt þessi stelpa og skemmtileg keppni þarna á ferð. Meira að segja Simon sjálfur lét heillast.  
Gestirnir mínir voru að hringja og eru á leiðinni með súkkulaði með kaffinu.

Brooke er vond við Nick og segir honum að ástin milli þeirra komi ekki til greina þar sem hann eigi von á barni með dóttur hennar. Hann langar frekar að vera stjúpafi barns síns en faðir en ég held að henni takist að telja honum hughvarf. Bridget er enn föst í afsökunargírnum þótt hún hafi aðeins drýgt þá synd að skrökva.  Gaby og Tómas hafa nú sofið saman í trássi við vilja foreldra Tómasar; Ridge og Taylor. Fleira markvert gerðist ekki, nema ég hafi misst af því á meðan ég var að skrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Æi! Ógisslega sætt! Horfði líka á fleiri keppendur og er sammála, skemmtileg keppni.

Bóldið er að toppa sjálft sig í asnalegheitum þessa dagana. Er rétt eins og strætókerfið í Reykjavík að sanna að LENGI getur vont versnað.

Laufey Ólafsdóttir, 12.6.2007 kl. 18:08

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt Gurrí en er sjálf búin að liggja í kisumyndböndunum með Jenny.  Við hlógum mikið.

Það er kraftaverk að sjá hinn cyniska Simon missa kúlið.  Conny er æði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 18:20

3 identicon

Gurrí ávalt svöl ekki spurning

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló, halló, þú fröken svöl á svölum úti!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2007 kl. 00:25

5 identicon

Gúdd gríííf ... hvað þetta var sætt myndband! Ég hafði ekki hugmynd um þessa keppni - Og heyra svo Evu Cassidy í bakgrunni skemmdi ekki fyrir

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:33

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Maður bara tárast yfir þessu. Grenjaði svo yfir þessu: http://youtube.com/watch?v=GMq_CcjQiW0

Jóna Á. Gísladóttir, 13.6.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 206
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 2123
  • Frá upphafi: 1495692

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 1758
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Kattamál
  • Kisudraumar
  • Elsku Inga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband