Bækur, karlar með kúlumaga, tiltektir og glæpónabílar

GlæpónabíllÁ heimleiðinni í gær benti ég Önnu á dæmigerðan glæpónabíl, svona skítugan og sjúskaðan sendiferðabíl en Anna sagði að nú notuðu glæpónarnir pallbíla. Það hafði ég ekki hugmynd um. Við ákváðum að fara göngin í stað þess að elta glæpabílinn inn í Hvalfjörð, líklega skynsamlegt ef þetta hefur verið gamaldags glæpamaður undir stýri.

Vor- og sumarhreingerningar standa yfir hjá mörgum bloggvinum mínum sem hika ekki við að fórna áhugalausari bloggvinum sínum til að búa til pláss fyrir nýrri og dugmeiri. Ég kíkti yfir bloggvinalistann minn og tími ekki að fleygja neinum. Þetta er samansafn bráðmyndarlegra manna og gullfallegra kvenna sem mér finnst bara skreyta síðuna mína.

desperateSettist hátíðlega fyrir framan RÚV kl. 21.10 í þeim tilgangi að horfa á þær aðþrengdu þar sem ég gleymdi þeim síðast. En ... það er bein fótboltalýsing og í þessum skrifuðu orðum eru stelpurnar okkar búnar að skora! Jess, en ég er samt akkúrat ekki í stuði fyrir fótbolta núna. Ætla líka að reyna að muna eftir House, þættinum sem Jenfo vakti áhuga minn á í gegnum bloggið sitt.

Sellebritts í VísindakirkjunniÉg er komin með svolítið af girnilegum nýjum bókum á náttborðið, ætla næst að lesa íslenska spennubók sem heitir Þrír dagar í október og er eftir Fritz M. Jörgensson. Búin með nýju teiknimyndabókina hans Hugleiks og veltist um af hlátri. Brandarinn um gay-skemmtiferðaskipið og Færeyjar ... ég gargaði. Húmorinn hans Hugleiks er kannski ekki allra en mér finnst hann æði. Hulli kenndi myndlist í sumarbúðunum hennar Hildu fyrir nokkrum árum og í einum kaffitímanum fræddi hann mig um Vísindakirkjuna þar sem meðlimirnir segja: „Tom Cruise minn góður, eða Tom Cruise sé lof,“ svona eins og Katrín Anna gerir stundum í bloggfærslum og fær mig til að flissa.

 

Óléttur maðurVeit einhver hvað auglýsingin um óléttu karlana á að tákna? Mig grunar að þetta sé auglýsingaherferð fyrir Gay Pride sem verður þá helgina, eða kannski fyrir enska boltann sem gæti mögulega hafist þá ... og ég er með Sýn ... gargggg úr gleði! Verð samt að benda á að 12. ágúst, er mun flottari dagsetning á allan hátt!

Fæ tvær þrusugellur í heimsókn eftir vinnu á morgun, frænku mína ástkæra og fyrrverandi svilkonu, líka ástkæra. Þær sendu mér tölvupóst í gærmorgun og vöruðu mig við Tomma bílstjóra, líst ekkert á þetta samband okkar á morgnana. Mig grunar að þær séu afbrýðisamar. Nú er u.þ.b. eitt og hálft ár síðan þær ætluðu að kíkja á himnaríki en þetta "bráðlega" er svo teygjanlegt hugtak. Mikið hlakka ég til að fá þær.

Jæja, Húsið er að hefjast. Megi kvöldið verða dásamlegt hjá ykkur og nóttin ekki síðri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þú getur þóst vera rosalega mikil pípúlpörsón og týmir ekki að henda út neinum bloggvinum.  Og ég þá rosa feit eitthvað í þínum augum.  Arg..

Annars ertu bráðskemmtileg í kvöld, bara alveg þolanlegt að lesa pistilinn þinn.  Smjúts.  Love u

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég veit ekki af hverju en ég er alveg viss um að þessir framsettu gæjar muni fæða fótbolta. Mér finnst það eitthvað svo týpískt fyrir karla.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Reyna að muna eftir House ?? OMG, ég má ekki missa af þeim þætti.  Hann er yndislegur !! Besti þáttur í sjónvarpinu um þessar mundir (nb, hef ekki stöð2 svo það þýðir ekkert að slá um sig með neinum þáttarheitum þaðan).  Hefðuð átt að elta gamaldagsglæpamanninn, hefur örugglega verið á leiðinni að fremja gamaldagsglæp sem þið hefðuð getað leyst í anda Nancy Drew.  Glatað tækifæri !

Svava S. Steinars, 21.6.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Eins og einn bloggaði orðaði það þá "sparkaði íslenska kvennalandsliðið aðþrengdum eiginkonum af skjánum í kvöld". Það var bara allt í lagi enda snilldarlandsleikur á ferð. Held að mitt lið KR ætti að íhuga þann möguleika að taka einhverjar af þessum landsliðskonum inn í KR liðið á þessum síðustu og verstu tímum. Spurning hvort það sé í lagi

Björg K. Sigurðardóttir, 21.6.2007 kl. 23:54

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

ohh...ég gleymdi doktor House..ég fer að grenja..

Brynja Hjaltadóttir, 22.6.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 143
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 1505842

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 679
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband