Af hvölum og köttum

Bjartur. Hvalur í baksýnFlýtti mér heim með fyrsta strætó eftir síestu vagnstjóranna, spennt að vita hvernig kattasambýlið hefði gengið fyrsta daginn. Ef ég hefði ekki skilið alla glugga eftir harðlokaða væri ég núna að leita að Bjarti ÚTI. Hann var hvergi sjáanlegur og kom ekki þótt ég kallaði. Hann birtist loksins malandi og ánægður með að sjá frænku. Nú víkur hann ekki frá mér. Hann hefur m.a. legið í glugganum við hliðina á mér, á lyklaborðinu og nú ofan á dagblöðunum í dag sem eru ofan á skrifborðinu.
Þrátt fyrir geigvænlegan hita í himnaríki bjó ég mér til heitan latte ... akkúrat það sem þurfti. Hefði farið í Skrúðgarðinn ef áhyggjur af kisunum hefðu ekki komið til. Þær voru óþarfar.

Gaf Tomma og Bjarti smá blautmat (jólamat) til að þeir gætu sameinast um eitthvað skemmtilegt (Kubbur borðar ekki svona) ... en þegar Bjarti fannst Tommi kominn of nálægt sér urraði hann og slæmdi loppunni í hann. Aumingja Tómas hefðarköttur flúði undir eldhúsborð, grútspældur út í þennan fyrrum leikfélaga sinn. Ástandið verður orðið gott á morgun eða hinn, ég er viss um það.

Niðri á Langasandi lá lítill hvalur, hálfur uppi á landi og hálfur í sjónum. Mjög skrýtið hvað fólkið á sandinum kippti sér lítið upp við þetta. Það var ekki fyrr en ég miðaði stjörnukíkinum á gripinn að ég sá að þetta var uppblásið leikfang, svona míní-keikó. Hann sést á myndinni, er í sjónum fyrir aftan Bjart, rétt við hausinn á honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahahaha stjörnukíkirinn!  Hafði ég þá rétt fyrir mér allan tímann?  Ég dey!

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: halkatla

kötturinn minn gerir ekkert annað en að labba um og veina, ég veit ekki hvað er að hjá henni. Svo dreymdi mig tvo undarlega ketti í nótt, og svo kom loftárás!!! hélt að þú vildir kannski vita þetta

halkatla, 16.7.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: halkatla

p.s þessi köttur er hrikalegt krútt

halkatla, 16.7.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Það er nú svo skrítið að ég átti leið þarna hjá, þegar"hvalurinn" svonefndi lá þarna í fjöruborðinu. En ertu viss um að stjörnukíkirinn hafi verið rétt stilltur? Ég get svarið að þarna var hvorki hvalur né hvalslíki á ferð heldur áðurnefndur Loch Ness. Var einmitt að spökulera í að skjótast heim og ná í hagglarann, en guggnaði á því.

En nú veit maður að það er ekki lengur save að stripplast á Langasandi, allstaðar njósnarar að kíkja.

Þröstur Unnar, 16.7.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: www.zordis.com

Það er heilmikið ábyrgðahlutverk að passa kisur.  Gangi þér vel með þessar krútttúttur ....  Er fólk almennt að baða sig í sjónum og stripplast um á fullu?

www.zordis.com, 16.7.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Auddað zordis.

Þröstur Unnar, 16.7.2007 kl. 18:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

gott að hvalurinn var úr plasti

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2007 kl. 19:06

8 Smámynd: Bragi Einarsson

Auðvitað hefur hann litið út eins og hvalur, fyrst að þú notar stjörnukíkir, kona! En kisi kann að stilla sér upp fyrir linsuna, hehehe!

Bragi Einarsson, 16.7.2007 kl. 19:20

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Öldungis stórkostlegt !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.7.2007 kl. 21:59

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fjarstýrður Keikó  

Ég held þú þurfir að bíða lengi Gurrí mín eftir því að Bjartur og Tommi verði bestu vinir.

Anna Karen, hvað er kisan þín gömul. Eða ung?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.7.2007 kl. 22:00

11 Smámynd: krossgata

Það er tvennt sem mig hefur alltaf langað í, fiðlu....... og stjörnukíki!!!

krossgata, 16.7.2007 kl. 22:15

12 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég er með tvær kisur, einn 6 ára, ofurvaxinn högna og 3 mánaða ofvirka læðu. Það gekk ekkert rosalega vel til að byrja með, en eftir svona 3-4 daga voru þau orðin bestu vinir, hann leyfir henni meira að segja að borða úr matardiskinum sínum, þessi elska.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 16.7.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband