Þyrnirós ...

Sofið róttEinhver ótrúlegur svefnhöfgi sveif yfir vötnum í himnaríki í gær og gengið var til náða fyrir kvöldfréttir. Þetta var sögulegt því að í himnaríki er reynt að vaka sem mest og lengst. Líklega eru gömlu óþekktargenin úr æsku enn allt of virk ...


Í dag er orkan mikil, tala nú ekki um eftir góðan tíma hjá Betu og grænmetissúpu í Skrúðgarðinum ... sem ég gleymdi reyndar að borga fyrir. Vona að ég verði ekki sett í straff. Tommi kom inn á kaffihúsið, vældi og veinaði yfir því að ekki væri kjötsúpa á boðstólum á meðan ég gladdist yfir bragðgóðu, hlýjandi „ekkikjötsúpunni“. Svo kemur bara í ljós hvort María elskar meira, Tomma eða mig ... á þriðjudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Reglulega þarf ég að safna upp orku fyrir óþekktargenin svo þau geti verið virk svo dögum skiptir.  Þá sef ég svona úr hófi fram mikið, gerist svona 1x í mánuði.  Kjötsúpa er líka mínum óþekktargenum mjög hjartfólgin og virknihvetjandi. 

krossgata, 2.10.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í gær hefði ég ekki skilið að einhver eldri en 10 ára færi að sofa fyrir kvöldfréttir.  Í dag er ég hinsvegar svo lasin og aum að ég gæti farið í rúmið núna. Hm.. hvort ykkar elskar María meir, ég gef mér að hún sé hallari undir þig vegna landsfrægrar, sjarmerandi persónu þinnar mín kæra.  Smjúts frá mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 15:03

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég var líka steinhætt að skilja nokkuð í þessu. Gott að þú náðir að hvíla þig. Ég verð að vísu oftast mun þreyttari ef ég sef of mikið...

Knús á þig

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gott að þú gast hvílt  þig Þyrnirós mín. Knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 2.10.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 644
  • Frá upphafi: 1505997

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband