Frábær byrjun á föstudegi ...

Mikið var hressandi að taka loksins strætó og rifja upp hvað Skagamenn, og þá aðallega strætófarþegarnir, eru skemmtilegt fólk. Tommi kom okkur öllum heilum í höfn og lék á als oddi. Mikið er Rás 2 skemmtileg á morgnana. Tommi skammaði mig að vanda fyrir glyðrugang með Ástu ... einkabíladæmið þarna undanfarna morgna. Ég "séðogheyrtaði" hann sem þaggaði niður í honum. Nú hefur hann eitthvað að gera í pásunum sínum í dag.

Mmmmm latteInga beið okkar Sigþóru við rót Súkkulaðibrekkunnar og skutlaði okkur upp hana. Þegar við héldum frá Rekstrarvörum eftir að hafa skilað Sigþóru af okkur hugsaði ég upphátt: "Ó, hvað mig langar í kaffi!" !Ókei," sagði Inga og við skutluðumst niður í bæ, beint í Kaffitár í Bankastræti sem opnar 7.30. Krossant var keypt og ilmandi latte með 150°F heitri mjólk. Sem sagt heitri mjólk en ekki sjóðandi logsuðuheitri. Bylgjan var á hjá Ingu og það var eins og við manninn mælt ... verið var að tala um hýsil í vatnsbólum ... einhvern slíkan viðbjóð, eins og síðast þegar ég hlustaði, en þá voru það litlu kvikindin sem halda til í uppi í rúmum landsmanna. Ef ég hlusta ekki á svona útvarpsefni get ég auðveldlega gleymt því að ég hef kannski milljónir hjásvæfa (sem er nú nokkuð vel af sér vikið þar fyrir utan). Rás 2 spilar bara ljúf lög sem fá mann til að lyngna aftur augunum og vera hamingjusamur. Þetta er sko allt sagt með fullri virðingu fyrir elskunum á Bylgjunni, þau eru æði. Nema þegar Heimir opnar munninn um reykingafólk, Tíu litlir negrastrákar hvað!!!

HarðskafiJá, ég kláraði Arnald í gær og var einstaklega ánægð með bókina. Arnaldur er með fína fléttu og gaman að sjá hvert púsl í gátunni lenda á sínum stað smám saman. Ég horfði bara á House og gat eiginlega ekki slitið mig frá Life on Mars, enda líklega síðasti þátturinn. Sofnaði um miðnætti sem er samt allt, allt, allt, allt of seint. Bæti mér það upp um helgina. Sigþóra sagðist afa komið móð og másandi út á stoppistöð og næstum sofið yfir sig í morgun. Hún hafði 20 mínútur til stefnu. Ég hló nöturlega, enda hafði ég bara sjö mínútur. Sem betur fer tók ég fötin mín til í gærkvöldi og hárið var ekki allt út í loftið þótt ég hafi eiginlega sofnað með það blautt (ég las auðvitað Arnald í baði). Ekkert kaffi, bara klæða, bursta og út! Samt var ég rosalega sæt, Tommi hafði einmitt orð á því í morgun, eða hefði gert kynni hann að koma fram við kvenfólk. Þegar ég gaf honum Séð og heyrt sagði ég honum að Jói Fel væri svona maður sem kynni þá list, eins og vísað er í á forsíðunni, en Tommi hnussaði og sagði að Jói væri smjaðrari ... hahahhaha. Held að þegar Tómas fer næst á konuveiðar taki hann lurk með sér, roti eina huggulega og dragi hana á hárinu inn í helli sinn. Hún fær eflaust eitthvað gott að borða því að Tommi er með súrtunnu úti á svölum á hellinum sínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan og gleðilegan Föstudag Ah já ég er nú meiri Dónin gleymdi að setja inn mína Bloggsíðu en er samt ekkert voða dugleg að blogga En hérna er hún mín kæra www.blogg.central.is/skordal_1  kannski maður ætti að fara skipta yfir í moggablogg aldrei að vita! Kv konan á Innenesveginum:)

Brynja (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:33

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Alltaf jafngaman að lesa færslurnar þínar skvís  Eigðu góða helgi

Katrín Ósk Adamsdóttir, 2.11.2007 kl. 13:24

3 identicon

Mér finnst alveg stórkostlegt að bróðir minn, hundheiðinn gamall bolseviki skuli lesa séð og heyrt reglulega. Líklega flokkar hann það sem einhverja mannlífskönnun. Kveðjur í Strætó !!

Magga (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:56

4 identicon

... ég er bara búin með 5 kafla af arnaldi... held áfram seinna í dag! spennandi!

Hulda (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:39

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er ekki búin að fá Arnald í hendurnar en hlakka óskaplega til að lesa hann. Öfunda þig eða og þó nei, þú ættir að öfunda mig því ég á eftir ánægjuna af því að lesa hann. Góða helgi Gurrí mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.11.2007 kl. 14:41

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegur og líflegur morgun hjá þér að vanda. Á þeim tíma sólarhrings sem þú stendur í þessu er ég bara enn í miðjum nætursvefni. :):)   Hafðu það sérlega gott um helgina. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Ragnheiður

jájá ...það er ss komin út bók sem ég hef áhuga á að lesa....hlakka til

Ragnheiður , 2.11.2007 kl. 17:15

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Arnaldur í baði með Gurrí.

Arnaldur í höndunum á Steingerði.

Arnaldur lesinn.

Hver er þessi lukkunnar gaur?

Þröstur Unnar, 2.11.2007 kl. 17:20

9 identicon

Er Arnaldur kominn með einhverja snilldarfléttu þarna? Fjallar þetta um Bankafeðga sem nota mótorhjólaklíku í að berja á gamalmennum sem vilja ekki selja þeim hús í hverfum sem þeir eru að safna húsum í eða eitthvað svoleiðis? Það er svo gaman að svoleiðis skáldsögum sem eru svo ótrúlegar að plottin gætu aldrei gerst í raunheimum.

Leifur. (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband