Langur Laugavegur

BúðirMikið var gaman að horfa á Wallender í gærkvöldi ... eða hefði verið ef augnlokin hefðu ekki reglulega farið í verkfall og augun heimtað hvíld ... (aðeins að hvíla augun) Það slökknaði alveg á mér í gær, ég fékk mér ekki einu sinni latte, of mikið átak, og þurfti síðan gífurlega mikinn viljastyrk til að standa upp úr leisígörl til að fara í rúmið.

Við Inga fengum þá hugmynd að kíkja í búðir á eftir (hugmynd Ingu), Langur laugardagur og svona ... og fá okkur kannski síðbúinn hádegismat í Taco Bell (hugmynd mín). Mig vantar ósköp fátt, helst gott og hlýtt og stórt teppi til að vefja um þann sem situr í Leisígörl, oftast mig, og svo yfir þann sem liggur í sófanum, oftast erfðaprinsinn. Yfirleitt eru þessi teppi bara í barnastærð, bleik með kögri, er ekki að leita að svoleiðis. Líklega finn ég þetta bara IKEA eða The Rúmfatalagers. Inga hefur hrósað Taco Bell og loks fæ ég að prófa. Finnst mexíkóskur matur mjög góður. Í góðum félagsskap verður þetta eflaust ekki óbærilegt, eins og ég hata búðaráp. 

Hrafnaþing stendur yfir á planinu fyrir neðan og þegar ég ætlaði að smella mynd af þeim kom hundur gangandi með mann í eftirdragi svo að krummarnir færðu sig. Svo skellur stormur á um hádegisbil, alltaf jafnmikið fjör ... þetta verður góður dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Njóttu dagsin kæra mín, búðarráps, Taco Bells og stormsins

ég ætla bara í vinnuna í dag

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.11.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ljúfan laugardag, krúttó.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.11.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Ragnheiður

Njóttu dagsins og vonandi finnurðu gullbryddað teppi (á útsölu) fyrir erfðaprinsinn, hann er sko ríflega þess virði.

Bestu kveðjur

Ragnheiður , 3.11.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Taco Bell á Íslandi er fínt, eins og það er mikill vibbi í BNA.  Öfund.  (aðallega yfir að hafa lyst...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 14:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Horfði á Wallander frá byrjun til enda, elska bæði hann og Ystad.  Dásamlega skemmtileg tilbreyting að horfa á mynd með eðlilegum hraða í staðinn fyrir ógnar hamagangiinn í amrísku myndunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 35
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 669
  • Frá upphafi: 1506022

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 542
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband