Ekki geðvonskufærsla ...

Sendiráð Íslands í BerlínHorfði mér til mikillar skemmtunar á Innlit Útlit. Sérstaklega þar sem María í Skrúðgarðinum var í viðtali. Mikið er annars sendiherrabústaðurinn í Þýskalandi flottur. Ég svitnaði samt yfir öllum glæsilegheitunum úti sem inni og fór að hugsa enn einu sinni um forgangsröðunina í þjóðfélaginu eða það hvernig peningum skattgreiðenda er varið. Ætli sé ekki hlegið að okkur úti í heimi fyrir að láta alltaf eins og við séum forrík stórþjóð? Á meðan t.d. sjúklingar þurfa að „efla kostnaðarvitund sína“ á sífellt harkalegri hátt með því að borga háar upphæðir fyrir lyf og aðgerðir þá finnst mér okkur ekki vera stætt á því að vera alltaf flottust! 

Við erfðaprinsinnÞetta er alls ekki geðvonskufærsla þótt ég hafi ekki getað setið við tölvuna í dag og unnið vegna bakverkja, bara legið á hitapoka og brutt eina íbúfen. Ég svaf megnið af deginum af einskærum leiðindum og er samt grútsyfjuð núna. Það er reyndar hundleiðinlegt að skakklappast svona og ég stefni að því að vera orðin albata í fyrramálið, algjörlega ALBATA! Tókst samt aðeins að byrja á Englum dauðans eftir Þráin Bertelsson og mun hún án efa halda mér góðum félagsskap ef mér tekst ekki að sofna á eftir.

Rétt áðan rúllaði þátturinn Fyrstu skrefin í sjónvarpinu. Rosalega var gaman að sjá keisaraskurð. Oftast hef ég lokað augunum þegar eitthvað svona sést í sjónvarpinu ... en núna nennti ég ekki þessu kvenlega pjatti sem búið er að innræta mér frá bernsku. Svona geta nú hlekkirnir dottið af manni algjörlega óvænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá þennan þátt í kvöld eða réttara sagt rakst óvart á hann ,ætlaði að slökkva á sjónvarpinu en ýtti ekki á réttan takka en þess í stað byrtist skjár einn og þar var viðtal við dömuna í Skrúðgarðinum á Akranesi,ójá.Ætla hiklaust að skreppa í kaffi á skagan,næstu helgi og fá mér kaffi og gúmelaði þarna í Skrúðgarðinum.Það er alveg rúmlega bíltúrsins virði,Skrúðgarðurinn var glæsilegur að sjá,til hamingju skagamenn,,,,,og konur.

Jensen (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Leiðinlegt með bakið Gurrí mín. En vertu bara pjöttuð áfram, alltí lagi.

Takk Jensen.

Þröstur Unnar, 13.11.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

leiðinlegt að heyra að þú sért ekki orðin góð. Þú verður að vera orðin góð annað kvöld svo ekkert vera að mæta í vinnuna á morgun

Hef sjálf upplifað tvo keisaraskurði en Bretinn fékk þá í nærmynd og horfði á öll herlegheitin gerast. Er eitthvað karlmannlegra en það að sjá konuna sína rista á hol og einhverja veru dregna út úr henni, án þess að það líði yfir hann?

mail til þín

Jóna Á. Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir færslu.  Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, þú færð fulla samúð út af bakinu, farðu vel með þig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 224
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 916
  • Frá upphafi: 1505923

Annað

  • Innlit í dag: 182
  • Innlit sl. viku: 748
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 169

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband