Jól í Hálsaskógi

Við BorgarbókasafniðÍ Mosó um hálfáttaleytiðFyrstu ummerkin um afdrif höfuðborgarinnar vegna veðurhamsins í nótt komu í ljós skömmu áður en Heimir ók inn í Mosfellsbæ. Strætóskýli lá á hvolfi og hafði greinilega fokið um koll. Síðan fórum við að mæta flóttafólki sem stefndi í áttina frá borginni í stórum hópum ... fótgangandi. Fólkið horfði starandi fram fyrir sig, greinilega hungrað og þreytt, jafnvel sturlað, í augnaráðinu mátti þó greina staðfastan vilja. Áfangastaður: Akranes. Sigþóra vildi reyndar meina að þetta hefði ekki verið flóttamenn, heldur vindbarin tré.

----------         ------------        -----------         ----------         -----------

Strætóskýlið sem faukUm kl. 7.32 var farið að birta aðeins og þá blasti viðurstyggð eyðileggingarinnar við. Undir N1-skilti við eitt hringtorgið í Mosfellsbæ, skammt hjá KFC-kjúklingakeðjunni, lá fokin spýta. Við farþegarnir horfðumst í augu og gripum fast um föggur okkar, sérstaklega peningaveskin. Allir vita að eðli mannskepnunnar getur skyndilega orðið dýrslegt við náttúruhamfarir og þá er ég ekki bara að tala um kynlíf.

Jólamáltíð í HálsaskógiVið Sigþóra læddumst varlega út úr strætisvagninum og sáum að Hálsaskógur var óskemmdur að mestu. Sigþóra benti mér á þá áhugaverðu staðreynd að Hálsaskógur væri sjálfbært samfélag, það væri hægt að halda góð jól þar ef veður gerðust vályndari. Nóa Síríus er neðst í næstum samnefndri Súkkulaðibrekkunni og þar er Nóa-konfektið ræktað. Hollt og gott er þarna ofar og þar vex salat. Nú, malt og appelsín er þarna ofar í skóginum og einhvers staðar leynist kjötverksmiðja líka, hangikjöt jafnvel. Borðbúnaður fæst síðan hjá Sigþóru í Rektrarvörum, meira að segja servíettur svo hægt verði að halda siðmenntuð jól. Er hætt að pirra mig á veðrinu ... en kvíði reyndar því að reyna að komast heim í storminum á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert frábær

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 09:50

2 identicon

sæl Gurrí, gott til þess að vita allt er í lagi hjá þér, og þakið sé ennþá á húsinu hjá þér. Fór heldur illa fyrir strætóskýlinu sem ég bíðí liggur á bakinu, hefði nú ekki verið gott að vera í því akkúrat þegar það féll, en ætli það hefði nokkuð fallið hefði ég verið þar, þyngd mín hefði séð til þess.

siggi

siggi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér heufr alltaf fundist konfektrækt svo uppbyggileg. Ætla að bregða mér í Nóa Síríus og kaupa nokkur fræ.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.12.2007 kl. 13:55

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekki að spyrja að dramatíkinni fröken Guðríður!

"Strætóskýlið sem fauk" Hljómar svei mér jafn spennandi og "Maðurinn sem kom inn úr kuldanum"!

Hefur greinilega eignast nýjan og ákfafan aðdáanda í honum Sigga, seiseisei!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 16:16

5 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Frábær lesning. Takk fyrir að koma mér til að hlæja og lengja þar með líf mitt :)

Einar Örn Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 17:24

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, kannski maður geri konfektrækt að aukabúgrein, ætl´að herm´eftir Steingerði og kaupa nokkur fræ.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:24

7 identicon

Þú gleymdir meðlætinu með hangiketinu sem fæst í Garra, beint á móti rekstrarvörum

Oddný (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:00

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahahhaa...þú ert milljón!

Heiða B. Heiðars, 14.12.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 1506044

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband