Frekar fúlt bílnúmer á nýja kagganum - hremmingar vinkonu

FATEins og margir vita hefur nýtt bílnúmerakerfi verið tekið upp á Íslandi. Þrír bókstafir fremst og þeir geta raðast upp í ýmis orð. Vinkona mín var ansi heppin, eða hitt þó heldur. Hún keypti sér nýjan bíl í vikunni og bílnúmerið hennar verður FAT xxx. Hún er ekki fat (vaskafat) eða feit en hún er ekki hress með þetta, frekar en karlinn á Skaganum sem neitaði að vera með GAY í bílnúmerinu. Einnig hef ég heyrt að samsetningar eins og HIV og GOD verði hugsanlega teknar út. Hver vill láta hlæja að sér í umferðinni? Er ekki nóg að láta níðast á sér þar? Dæmi: Við erfðaprins vorum á leiðinni upp á Skaga seinnipartinn í gær með Sigþóru aftur í, stödd á Kjalarnesi í myrkrinu, þegar varkár prinsinn hægði á sér, fannst hann vera farinn að nálgast bílinn fyrir framan okkur ógnvænlega hratt þótt hann væri sjálfur á löglegum hraða. Ástæðan var nú bara einföld, bílstjórinn fyrir framan beygði inn afleggjara þarna á leiðinni en datt ekki í hug að láta aðra vegfarendur á hraðbrautinni vita ...

Við ræddum um kynlíf yfir matnum í dag og þá óþolandi áráttu karla til að vilja kúra og kela bæði fyrir og eftir ... heheheh Við stelpurnar rifjuðum upp ýmsa frasa: "Bíddu átt þú hvergi heima?" þegar 10 mínútur voru kannski liðnar frá lokum atburðar (æ, ég veit ég er tepra) ... en allt of oft fáum við stelpur að heyra að við séum kynkaldar - á meðan strákarnir eru hæddir fyrir að vera kynóðir (ja, eða hrósað fyrir það). Þetta er vissulega ekki rétt, fólk er misjafnt og stundum reynir það þó auðvitað að standa undir staðalímyndunum, ég hef t.d. margoft reynt að vera rosalega kynköld ...  Jamm, föstudagsklámið var í boði Guðríðar sem er alveg að verða búin að vinna í dag. Nú er bíóferð fram undan og meira að segja í lúxussal ... einu sinni prófað, þú getur ekki hætt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Það þarf engin að bíða, ég er hérna.....

Yngvi Högnason, 4.1.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég held að hún sé að rugla körlum saman við ketti.

Þröstur Unnar, 4.1.2008 kl. 20:09

3 identicon

Hurðu Þröstur við erum búnir að fá samkeppni----Yngvi  er númer þrjú í röðinni.

Gurrí sérðu það og hananú.(Þröstur þú varst fyrstur) 

jensen (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

hver er hann þessi "krúttlegi" á bílnum

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 20:54

5 Smámynd: www.zordis.com

Fullkomið í fjórða en það verður víst að prófa kúrið hjá öllum.  Besti kúrarinn er mikilvægur!

Go Gurrý ....

www.zordis.com, 4.1.2008 kl. 21:12

6 identicon

Innlent | 04.01.2008 21:54:50

Bubbaaðdáendur yfirbugaðir af sérsveit

Mynd: DV

Par var í kvöld yfirbugað af sérsveit ríkislögreglustjóra eftir að maðurinn otaði hnífi að fólki í miðbæ Reykjavíkur. Parið hafði flúið af tónleikum Bubba Morthens með Stórsveit Reykjavíkur í Laugardalshöll.

Sko, mig grunaði að alvöru stórsveit væri ekki spennt fyrir því að koma fram með Bubba en að sveitin flýi með ofbeldisfólki,.... það er bara kreisí!

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

 ekki benda á migsegir varðstjórinnkv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:02

8 identicon

Sá í gær flotta konu á HO T69.

Veit einhver hvar hún býr ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:39

9 identicon

Kynlíf yfir matnum? Reyndi það einusinni....

Hef síðan hatað bjúgaldin og vil ekki tjá mig um þetta meira!!!!

...nema kannski að benda fólki á áður en það hamast á hvort öðru yfir matnum, slökkva á grillinu fyrst og leifa því að kólna. Þetta er ekki fallegt enn 8 árum síðar. Fór á nektarströnd á Grænlandi (til að koma vel út í samanburði) og var kallaður fanginn.

Breiðoltshatarin (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:39

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Atburð... hvaða atburð?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 01:43

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég spyr eins og Jónsí; Hvaða atburð?

Það á ekki að geraða yfir matnum, en ofaní honum er allt annað mál.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2008 kl. 10:19

12 identicon

Hvurslags sódómaspjall er að verða úr þessu,eða er ég að misskilja bara.?Maður getur verið svo einfaldur.

jensen (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:54

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.1.2008 kl. 13:01

14 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér þætti gríðarlega fyndið að vera með bæði FAT OG GAY í bílnúmerinu mínu. Miklu frekar en HOT og TOY og eitthvað þannig. En ég er nú auðvitað bæði fat og gay svo það er ekkert að marka....hér er trukkalessa á ferð

Brynja Hjaltadóttir, 5.1.2008 kl. 22:36

15 identicon

Hún ætti kannski bara að skella sér á einkanúmerið FATA ?

ætli þetta þriggja stafa kerfi sé leið yfirvalda til þess að fá fólk til að kaupa fleiri einkanúmer??

Hulda (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband