Skuldbindingafælni vs giftingasýki

Kollafjörður um kl. 15.20Skrúðgarðurinn um kl. 15.50 Þegar Ásta sótti mig í Hálsaskóginn í dag hafði ég beðið í fimm mínútur fyrir neðan húsið og leit út eins og glæsileg snjókerling. Raulaði bara jólasálma í þessari guðdómlegu hundslappadrífu í höfuðborginni.  Það var frekar blint á köflum á heimleiðinni þótt vindstigin væru ekki nema fimm í Kollafirðinum (sjá mynd til vinstri). Hér á Skaga var heldur annað veður en í Reykjavík, eða sól og sumar að vanda (sjá myndina til hægri).

----------- ooo 000 - O - 000ooo ------------

Ég vil ekki giftast .... argggggÍ matartímanum hittist svo á að við, nokkrar gellur á lausu, sátum við sama borð og spjölluðum. Ein talaði um að hún ætlaði að vera ein í herbergi á hótelinu þegar fyrirtækið heldur til Svíþjóðar í árshátíðarferð í mars. Þá á hún auðveldara með að næla sér í sætan Svía, bætti hún glottandi við. „Ó, ertu á lausu?“ Síðast þegar við vissum átti hún kærasta. „Já, þetta var orðið svo þrúgandi, ég var að kafna!“ sagði hún og dæsti. Þarna komumst við að því að við erum haldnar skuldbindingafælni, alveg öfugt við kynsystur okkar sem eiga allar að vera giftingarsjúkar ... samkvæmt bæði bröndurum og staðalímyndum. Aumingja ungi karlkynsblaðamaðurinn sem sat á næsta borði og þóttist ekki heyra neitt, ég sá hann samt roðna af spenningi. „Nú er hann örugglega orðinn sjúkur í okkur, þetta virkar víst þannig,“ sagði ein lágt. Við flýttum okkur fram og rétt sluppum við að eignast kærasta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

What? Er staffið að fara til Sverge. Verð að komast á árshátíð.

Er kannski hægt að fá vinnu hjá Kvennablaðinu Vikunni, moske við að gæta stóla, tóla og tækja á kvöldin. Nú eða að bera út eitthvað, blöð, fólk, orðróm, what ewer?

Þröstur Unnar, 16.1.2008 kl. 18:29

2 identicon

Fjúff heppnar þarna

Bryndís R (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Mikið gasalega eru stjúpurnar fallegar á Skaganum núna  þarf ekki að fara að slá.Hér vestast í vesturbænum eru bara frostrósir.

Heppnar að losna við að eignast kærasta. Vil ekki nota orðið piparkerlingar, frekar kryddpíur, vegna þess að nú eru komin svo mörg krydd á markaðinn.

Kveðja frá kryddstrák í vesturbænum.

Ein spurning, er Georg Bjarnfreðarson farinn að vinna þarna???.........Heia Sverige

Einar Örn Einarsson, 16.1.2008 kl. 18:44

4 identicon

Já það er nú aldeilis munur að búa á skaganum er barasta sólbrend eftir daginn skál í hitanum

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:46

5 identicon

Ég var að dánlóda bíómynd á internetinu og er nokkuð fríoðari eftir. Einn af lærdómunum eftir þessa mynd er að þið tjéllurnar getið verið 2 og 2 saman í herbergi og samt verið "getting it on" á fullu....

....reyndar líka 3 og 4 saman. Seggðu svo að það sé ekki fræðandi að flandra um netið.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir


 

Bara blíða í þínum heimahaga.







Ásdís Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: www.zordis.com

Svipað veðrið hjá okkur ..... væri til í kranavatn með ferskri sítrónu í félagsskap villtra meyja, já og kanski nokkurra peyja!

www.zordis.com, 16.1.2008 kl. 23:43

9 identicon

Komdu sæl Guðríður.

Skuldbindingafælni .

Ég er stórhrifinn af orðinu og hvað getur leynst í því.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 07:11

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.1.2008 kl. 08:48

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Drottinn, ég var fyrst núna að koma auga á þessa stórglæsilegu konu með þennan einstaklega yndisfagra hund þarna fyrir utan Skrúðgarðinn.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband