Selebes, selebs og bið eftir stormi

Björn Ingi í Krónunni í dagVið vorum að verða kaffilaus í himnaríki og fórum í leiðangur með viðkomu í bakaríi og vídjóleigu. Þrátt fyrir margar góðar kaffitegundir í boði víða um Akranesborg fann ég ekki espressókaffið mitt í baunaformi. Keypti Selebes í staðinn, það er bragðgott úr pressukönnu, spennt að smakka það úr vélinni. Annað seleb(es) mátti finna í Krónunni en erfðaprinsinn kom auga sjálfan Björn Inga. Auðvitað kemur fræga fólkið oft hingað á Skagann vegna yndislegheita staðarins og fólksins sem hér býr en Bingi hefur aðra góða afsökun, hann á foreldra sem búa rétt fyrir utan Akranes. Ég fylltist létti þegar ég mundi allt í einu eftir því að ég er ekki pólitíkus. Held ég hefði ekki taugar í slíkt.

Sundlaugin á AkranesiÞað er byrjað að hvessa og mun án efa hvína mikið í himnaríki þegar líður á kvöldið og nóttina, verst að það verður myrkur og ekki hægt að horfa á hvítfyssandi sjóinn nema bæjarstjórinn komi upp ljóskastara hér. Ég er með hugmynd. Það er ljóskastari við sundlaugina hér á Jaðarsbökkum sem skín miskunnarlaust í augun á öllum þeim sem eiga glugga sem snúa út að kvikindinu og voga sér nálægt þeim. Meira að segja um jólin! Hvernig væri að færa kastaraviðbjóðinn og koma honum fyrir framan við himnaríki svo horfa megi á hafið, jafnvel alla leið yfir til Ameríku?

Grjót á LangasandiMikið grjót er á Langasandi núna og eitthvað hefur gengið á þessa daga þegar ég var í sakleysi mínu í vinnunni. Faxabrautin, gatan sem liggur á milli sjávar og sements, hefur greinilega breyst í götu undirdjúpanna á tímabili og auðsjáanlegt að sjórinn hefur leikið þar lausum hala ... Ég hefði haldið að bæjarstjórinn hefði aðeins betri stjórn á náttúruöflunum þar sem dóttir hans er soddan engill ... Gísli, ég mana þig, komdu með þrumur og eldingar í kvöld! Stormur, suðvestan, það hlýnar hratt ... eru þetta ekki kjöraðstæður?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmmmmmmmmm,ha engin Bold-umfjöllun hér,Hmmmmmmmmmm:?? ? ? ? ? ?

jensen (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 17:30

2 identicon

Einu sinni átti ég heima í Himnaríki !!!!!! Yndislegt útsýni, en erfiðir tímar í einkalífinu..því miður....

SG (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Ertu að segja að Ástarbrautin sé grýtt í dag best að taka ekki rúntinn á hana.

Fjóla Æ., 26.1.2008 kl. 19:38

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hugsa sér, alltaf þessi læti núna syðra.

Hérna lygnir hins vegar lognið alltaf meir og meir!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: www.zordis.com

Logn hjá mér .... vona að bæjarstjórinn samþykki kastarakaup fyrir dúlluna.

Knúsílús!

www.zordis.com, 26.1.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

er ekki málið bara undiskriftasöfnun

Ljós fyrir Himnaríkisfrúna

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 23:48

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Feitletrað-innlitskvitt!

Kjartan Pálmarsson, 27.1.2008 kl. 01:14

9 identicon

Hm, er möguleiki að maður endi upp á Akranesi að loknu þessu lífi? Er þá nokkuð til of mikils mælst að passað sé upp á kaffibirgðirnar?  (Er hrifnastur af Columbia).

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 1243
  • Frá upphafi: 1500323

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1040
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Gardínur og myndir
  • Frú S með Krumma
  • Eldhúsborð og stólar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband