Bilaður, klikkaður dagur ... bara gaman

Klikkað að gera í dag, enginn tími í blogg í morgun. Elsku erfðaprins mun sækja móður sína síðdegis í vinnuna þannig að hún er tiltölulega óstressuð ...

Næstum búin að missa af strætó í morgun en Heimir passar upp á farþegana sína og uppskar bros og blað í staðinn. Fór á fund í morgun og þar var ákveðið að mín fer í flugferð austur á Egilsstaði á morgun og til baka sunnudaginn. Gisti á guðdómlegu hóteli ... Þetta verður æsispennandi helgi. Tengist ekki ástamálum, svo það sé nú á hreinu.

Núna helgina 21. - 24. febrúar ætlar landsbyggðin aldeilis að láta að sér kveða í food&fun sem hefur verið svo vinsæl uppákoma í Reykjavík. Ellefu hótel um allt land bjóða upp á "FÓÐUR OG FJÖR" kántrí-fúdd-and-fönn ... nánar um það síðar.

Jæja, fimm mínútna pásan búin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært, þó svo að þetta tengist ekki ástarmálum þá veit maður aldrei hvað gerist í febrúar austur á landi.  Skemmtu þér alveg í drep. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 13:53

2 identicon

Heyrði það í fréttum áðan að Egilstaðarbúar ætli að hafa ástarviku líkt og Bolvíkingar gera,aha mín að fara að skipuleggja á Egilstöðum.

jensen (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Var ekki Ellý Ármanns að spá þér einhverjum karli á fjöllum í fönn úti á landi.....eða er mig að misminna eitthvað??

Farðu bara varlega...enginn veit hvar hundur liggur grafinn þegar það snjóar svona skuggalega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 14:56

4 identicon

innlitskvitt

Hulda (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:04

5 identicon

En gaman góða ferð og skemmtu þér vel og njóttu þess að vera á Hóteli og láta stjana við þig Hlakka svo til að heyra hvernig ferðalagið og allt var

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:14

6 identicon

Egilsstaðir, helgi, ekki ástar...neitt? áttu annan?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 20:51

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.2.2008 kl. 22:05

8 Smámynd: Tiger

Góða ferð og skemmtun á Egilstöðum um helgina - megi ástarguðinn Amor láta örvar sínar sitja kyrrar í hólki sínum á meðan þú ert þarna í rómantíkinni svo þú komir ei spjölluð mey til baka ...

Austurland er heitt, hvort sem er að sumri eða vetri. Margt gott sem gerist í faðmi austfirðinga get ég sagt þér ljósið mitt.

Tiger, 1.2.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fóður og fjör, og Egilsstaðir rokka sko, hef verið þar ánægjulega veðurteppt, sem ekki er hægt að segja um hvaða stað sem er.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband