Reykjavík - Egilsstaðir, vöknun og pökkun

Egilsstaðir hír æ kommÞað styttist í brottför út á flugvöll. Einu áhyggjur mínar eru að bíll erfðaprinsins fari ekki í gang í kuldanum. Þá fer ég bara á puttanum. Svo er prinsinn sjálfur eitthvað slappur sem er kannski öllu verra. Sólin skín miskunnarlaust inn um gluggana og eiginlega engin leið að geta sér þess til að úti ríki fimbulkuldi ... nema fara inn á bað himnaríkis. Einfalda glerið í baðglugganum skartar nefnilega þykkum frostrósum. Gufan sem myndast við baðfarir veldur því. Hinir tveir „alvegeinsgluggarnir“ eru lausir við slíkt og tekst ágætlega til við að halda kuldanum frá.
Mikið hlakka ég til að fara til Egilsstaða, allt of langt síðan ég hef komið þangað. Veit ekkert hvort ég næ að blogga þar, kemur bara í ljós.

Vöknun fyrir allar aldirÉg lenti í því sama og Jenný í morgun. Hringt var fyrir allar aldir, eða fyrir ellefu (vekjaraklukkan stillt á 11.55), en það gerði ekkert til. Held að mér hafi alfarið tekist að leyna viðkomandi því að ég hafi verið að vakna. Held meira að segja að ég hafi virkað sem ég hafi verið vakandi frá klukkan átta, eldhress. Það er svona þegar maður pínir sig til að halda sér vakandi fram eftir öllu bara af því að það er fösturdagur og maður getur sofið út ... Hélt ég væri orðin nógu þroskuð (rúmlega fertug) að fatta að svona óþekkt bitnar bara á sjálfri mér!

Vettvangsmynd frá FinnlandiJæja, best að fara að pakka einhverju niður. Ég geri mér sérstakt far um að ferðast létt eftir að ég fór í kórferðalag til Finnlands og var með þrjár fullar ferðatöskur, ( án hjóla) ... og bara tvær hendur. Aldrei framar, aldrei framar, lofaði ég mér og hef staðið við það. Jæja, nú er það sloppurinn, nei, tveir sloppar til skiptanna, uuu, fimm pör af skóm til öryggis, kvöldklæðnaður, morgunverðarklæðnaður, nokkrar bækur, stjörnukíkirinn, leslampi, litla sjónvarpið, heimilistölvan, fartölvan, espressóvélin, nokkrir pakkar af kaffi til skiptanna ... jamm, ég hef í nægu að snúast, ekkert hægt að blogga úr sér allt vit þegar pakka skal niður. 

Hér til hægri má sjá mynd af hluta farangurs míns á flugvellinum í Tampere því auðvitað keypti ég jólagjafir handa öllum vinum og ættingjum og þurfti því að kaupa fleiri töskur. Ég keypti meira að segja antík-straujárn í antíkbúð, ódýrt en níðþungt og mikil prýði er að því í þvottahúsglugganum mínum. En mikið bölvaði ég því þegar ég braust áfram með allan farangurinn, öll fötin ... eins og ekki væri hægt að þvo neins staðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu er þetta ekki allt of lítið sem þú tekur með þér myndi bæta einni tösku við allur er varinn góður eða þannig það verður gaman að fljúga Austur í svona fallegu veðri þó kuldaboli sé skemmtu þér og góða ferð

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

en Jónas?

Góða ferð og hafðu það bara ÆÐISLEGT

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 14:45

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða skemmtun og góða ferðkvitt kvitt og kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Gunna-Polly

 Mundu eftir að taka þvottavélina,eldavélina og baðkarið með

Gunna-Polly, 2.2.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: www.zordis.com

Vonandi áttu góða stund fyrir austan!  Alltaf gaman fyrir austan!!!!

www.zordis.com, 2.2.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Ekki gleyma eldingarvarnanum ...nauðsynlegur

Arafat í sparifötunum, 2.2.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Tiger

Hmmm... áttu við að það sé sem sagt ekki lengur pláss fyrir mig í töskunum þínum? Ég sem hlakkaði svo mikið til að koma á austfirði í annað sinn. Hélt nú að þú tækir mig frekar en expressóið sko, en greinilega misskilningur over here.

Góða ferð og mundu að bloggfæra allt þegar þú kemur til baka í það minnsta - any dirty smallest díteil(jennýskan kemur að góðum notum stundum, sérstaklega þegar maður man ekki nákvæmlega hvernig á að stafsetja ensku orðin)...

Tiger, 2.2.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Akranes - Tampere - Egilsstaðir, ferðatöskurnar þínar þurfa sko ekki að kvarta! Hlakka til að heyra ferðasöguna. Vona að þér líði rosalega vel fyrir austan.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.2.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband