2.2.2008 | 13:56
Reykjavík - Egilsstaðir, vöknun og pökkun
Það styttist í brottför út á flugvöll. Einu áhyggjur mínar eru að bíll erfðaprinsins fari ekki í gang í kuldanum. Þá fer ég bara á puttanum. Svo er prinsinn sjálfur eitthvað slappur sem er kannski öllu verra. Sólin skín miskunnarlaust inn um gluggana og eiginlega engin leið að geta sér þess til að úti ríki fimbulkuldi ... nema fara inn á bað himnaríkis. Einfalda glerið í baðglugganum skartar nefnilega þykkum frostrósum. Gufan sem myndast við baðfarir veldur því. Hinir tveir alvegeinsgluggarnir eru lausir við slíkt og tekst ágætlega til við að halda kuldanum frá.
Mikið hlakka ég til að fara til Egilsstaða, allt of langt síðan ég hef komið þangað. Veit ekkert hvort ég næ að blogga þar, kemur bara í ljós.
Ég lenti í því sama og Jenný í morgun. Hringt var fyrir allar aldir, eða fyrir ellefu (vekjaraklukkan stillt á 11.55), en það gerði ekkert til. Held að mér hafi alfarið tekist að leyna viðkomandi því að ég hafi verið að vakna. Held meira að segja að ég hafi virkað sem ég hafi verið vakandi frá klukkan átta, eldhress. Það er svona þegar maður pínir sig til að halda sér vakandi fram eftir öllu bara af því að það er fösturdagur og maður getur sofið út ... Hélt ég væri orðin nógu þroskuð (rúmlega fertug) að fatta að svona óþekkt bitnar bara á sjálfri mér!
Jæja, best að fara að pakka einhverju niður. Ég geri mér sérstakt far um að ferðast létt eftir að ég fór í kórferðalag til Finnlands og var með þrjár fullar ferðatöskur, ( án hjóla) ... og bara tvær hendur. Aldrei framar, aldrei framar, lofaði ég mér og hef staðið við það. Jæja, nú er það sloppurinn, nei, tveir sloppar til skiptanna, uuu, fimm pör af skóm til öryggis, kvöldklæðnaður, morgunverðarklæðnaður, nokkrar bækur, stjörnukíkirinn, leslampi, litla sjónvarpið, heimilistölvan, fartölvan, espressóvélin, nokkrir pakkar af kaffi til skiptanna ... jamm, ég hef í nægu að snúast, ekkert hægt að blogga úr sér allt vit þegar pakka skal niður.
Hér til hægri má sjá mynd af hluta farangurs míns á flugvellinum í Tampere því auðvitað keypti ég jólagjafir handa öllum vinum og ættingjum og þurfti því að kaupa fleiri töskur. Ég keypti meira að segja antík-straujárn í antíkbúð, ódýrt en níðþungt og mikil prýði er að því í þvottahúsglugganum mínum. En mikið bölvaði ég því þegar ég braust áfram með allan farangurinn, öll fötin ... eins og ekki væri hægt að þvo neins staðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Heyrðu er þetta ekki allt of lítið sem þú tekur með þér myndi bæta einni tösku við allur er varinn góður eða þannig það verður gaman að fljúga Austur í svona fallegu veðri þó kuldaboli sé skemmtu þér og góða ferð
Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:28
en Jónas?
Góða ferð og hafðu það bara ÆÐISLEGT
Guðrún Jóhannesdóttir, 2.2.2008 kl. 14:45
Góða skemmtun og góða ferðkvitt kvitt og kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.2.2008 kl. 16:54
Mundu eftir að taka þvottavélina,eldavélina og baðkarið með
Gunna-Polly, 2.2.2008 kl. 17:21
Vonandi áttu góða stund fyrir austan! Alltaf gaman fyrir austan!!!!
www.zordis.com, 2.2.2008 kl. 18:29
Ekki gleyma eldingarvarnanum ...nauðsynlegur
Arafat í sparifötunum, 2.2.2008 kl. 20:37
Hmmm... áttu við að það sé sem sagt ekki lengur pláss fyrir mig í töskunum þínum? Ég sem hlakkaði svo mikið til að koma á austfirði í annað sinn. Hélt nú að þú tækir mig frekar en expressóið sko, en greinilega misskilningur over here.
Góða ferð og mundu að bloggfæra allt þegar þú kemur til baka í það minnsta - any dirty smallest díteil(jennýskan kemur að góðum notum stundum, sérstaklega þegar maður man ekki nákvæmlega hvernig á að stafsetja ensku orðin)...
Tiger, 2.2.2008 kl. 21:11
Akranes - Tampere - Egilsstaðir, ferðatöskurnar þínar þurfa sko ekki að kvarta! Hlakka til að heyra ferðasöguna. Vona að þér líði rosalega vel fyrir austan.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.2.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.