Hvíta kaffið, vélkonan og boldí bold

Hvíta kaffiðSúkkulaðibombaBirti hérna mynd af hvíta kaffinu á Reykholti til að bloggvinirnir haldi ekki að ég sé ýkin. Þessi vökvi gekk undir nafninu latte, ekki kakó úr hvítu súkkulaði. Svona latte getur maður jafnvel fengið á fínustu veitingastöðum, jafnvel kaffihúsum, sumir leggja heldur minni áherslu á kaffið en æskilegt væri. Hnusss! Súkkulaðibomban bætti þó fyrir allt saman. Aðalrétturinn (spínatlasagna) var svo rosalega hollur að við þurftum að sætindajafna. Minni líka á að við litum út eins og pönkarar og þeir eru aldeilis óþekkir þegar þeir taka sig til.

Bionic WomanÆtla að horfa á Bionic Woman núna fyrir svefninn. Man vel eftir þessum þáttum á BBC eða ITV þegar ég var au pair í London fyrir einhverjum árum. Minnir að þeir hafi verið spennandi.

Horfði lauslega á boldið og svei mér þá ef Bobby í Dallas (Stephen Logan), pabbi Brooke, er ekki orðinn skotinn í Jackie, mömmu Nicks. Bræður börðust greinilega, Ridge og Nick slógust um Brooke á mánudagskvöldið (og ég missti af því) og svo reynir Stefanía djöfull að reka fleyg á milli ömmubarns síns, Dominicks litla og föður hans (og auðvitað Bridget sem lofaði að ganga honum í móðurstað ef Felicia dæi en hún lifnaði við). Steffí hótar að reka Dante úr vinnunni en atvinnuleyfi hans í USA er bundið við Forrester-tískuhúsið. Hún er nú meira kvendið. Taylor, geðlæknirinn geðþekki, blaðrar í alla sem hún hittir að Ridge hafi sofið hjá Brooke, og hún hafi verið hálfmeðvitundarlaus vegna lyfjaneyslu og ekkert fattað. Mér sýndist Brooke reyna að telja Nick á að hálfdrepa ekki Ridge. Jamms, það er fjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veistu Gurrí, ég kemst ekkert lengra í kaffifræðunum en í Braga/Rubin eðalkaffi! Jú, reyndar hef ég smakkað Irish Coffie, en bara svona þrisvar, er svo lítill vínkall!

En allt í lagi, haltu bara áfram að reykja, yrði bara stórhættulegt ef þú hættir, ég kæmi og þá KÆMI líkast til fleira UNDIR!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 00:14

2 identicon

Fæ alveg nettan dallas fíling þessa dagana að heyra og sjá Bobby kallinn eitthvað svo notalegt að minna mann á hin frægu Dallaskvöld En það getur ekki verið mikið kaffibragð af svona miklu mjólkurkaffi! En súkulaðibomban maður minn girnileg skil vel að hún hafi kætt og bætt allt upp já þessa dagana get ég sko LAMIÐ þá gömlu Stefaní þvílík trunta og seigi ekki meir jah ekki hægt að seigja að ég lifi mig inn í þessa þætti eða hvað Bold rúlla góða nótt

Brynja www.skordal.bloggar.is (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

+A þetta að fyrirstilla Latte eða flóaða mólk?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.2.2008 kl. 07:41

4 Smámynd: Ólöf Anna

Á ekkert að upplýsa okkur um hvort þú hafir komist alla leið til Borgarinnar. Fréttirnar óma með tilkynningum um að það sé crazy veður, en ég hugsa alltaf ha hún Gurrý fer alla leið.

Ólöf Anna , 7.2.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þessi drykkur er nú ekki gæfulegur það hefur einmitt verið reynt að plata mann svona á sumum stöðum en þetta bragðast svona eins og heit mjólk með vatni, eða það sem maður kallar "breskt" kaffi, þú manst kannski hvernig það er...

Ætla að kíkja á boldið áður en ég fer í vinnuna... ég er greinilega að missa af miklu

Laufey Ólafsdóttir, 7.2.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég á ekki orð. Kalla þetta kaffi.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2008 kl. 10:33

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

humm! ekki líst mér á þetta latte, en sýnist súkkulaðibomban hafa verið flott.

Ó mæ gaaaaad (eins og eitt leikskólabarnið mitt orðaði það um árið)  Boldið!!!! Það endar líklega með innbroti hjá barnabarninu svo ég geti horft á þetta með eigin augum.

Takk fyrir boldið kæra

Guðrún Jóhannesdóttir, 7.2.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1505980

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 554
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband