Afmæli og sjokkerandi stjörnuspá ...

WizardTil hamingju, himnaríki, með tveggja ára afmælið!!! Jeiiiii! Held að best verði haldið upp á það í faðmi Skrúðgarðsins sem er ársgamall í dag.

StjörnuspáinAuður á Hótel Héraði, sú sem ég heimsótti dekurhelgina góðu, á tvíburasysturina Önnu sem býr í Kanada. Þær eru mjög líkar og ekki bara í útliti. Þegar þær voru unglingar veiktist t.d. önnur þeirra hastarlega af botnlangabólgu, fór með sjúkrabíl á spítala og var skorin upp. Þegar mamma þeirra fór heim af sjúkrahúsinu sagði hún að líklega kæmi hún fljótlega aftur með hinn tvíburann og það stóð heima. Sú var orðin fárveik, var líka flutt á spítala í snarhasti og beint í uppskurð. Mörg álíka dæmi eru til um þessar systur.

Anna hefur búið í Kanda með kanadíska manninum sínum og tveimur sonum síðan hún var rúmlega tvítug. Einn daginn (13. júlí 2005) kom yfir hana mikil löngun til að heimsækja hjartkæran Klakann. Hún sat þá við eldhúsborðið og fletti Calgary Herald. Eins og margir gera þá kíkti hún á stjörnuspána sína og brá heldur betur í brún. Í sviga fyrir aftan stjörnuspá Fisksins stóð að hún ætti að „cancel the reserations for Reykjavik“ ... Henni fannst furðuleg tilviljun að einmitt þegar hún ætlaði að fara að panta sér ferð til Reykjavíkur væri henni ráðið frá því af stjörnuspekingi. Það fylgdi ekki sögunni hvort hún pantaði sér ferð þennan sama dag eða beið aðeins með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, en spes...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:07

2 identicon

Til hamingju.  Himnaríki er sem sagt vatnsberi!.  Ekki slæmt það!  Bestu kveðjur til ykkar allra,  fólks og katta  í himnaríki.   Frá  Auðii, sem er  líka  afmælisbarn dagsins.  Væri ekki tilvalið að skoða stjörnuspána okkar!  Ekki eru allar stjörnuspár "sjokkerandi"!

Auður (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:24

3 identicon

cool

Hulda (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 651
  • Frá upphafi: 1506004

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband