Afmælisferð í brim og Skrúðgarð

Ófærð eftir sjóinnBrimVið erfðaprins héldum upp á daginn með því að úða í okkur kræsingum í elsku Skrúðgarðinum. Svo gátum við ekki stillt okkur um að skreppa að Skipasmíðastöðinni þar sem var mikið brim. Tókum okkur góðan göngutúr, enda ekki hægt að keyra að vegna drasls sem sjórinn hafði skellt á götuna. Veit að brimið er orðið miklu meira núna þegar meira hefur flætt að en ég er sátt.

Erfðaprinsinn í fjöruferðSjórinn bærðist varla hjá vitunum, lítið spennandi þar. Svo er hann ágætur fyrir neðan himnaríki en varla myndar virði þó ...Oft í suðvestanátt má sjá eldingar þannig að ég skrifa þessa færslu blindandi og horfi yfir hafið núna á mjög dimman bakka fyrir ofan höfuðborgina sem ekki sést í, ekki einn ljósglampi, eins og Reykjavík hafi gufað upp. Góð elding óskast, takk. Það er mun bjartara að horfa yfir til Fjólu bloggvinkonu í Keflavík, ég hef legið í glugganum með stjörnukíkinn í annarri og veifað henni með hinni. 

Úr SkrúðgarðinumFyrir Skrúðgarð skruppum við í Krónuna því allt var orðið kaffilaust. Ég steingleymdi að kaupa kaffi í Einarsbúð í síðustu ferð þangað. Til var hellingur af Espressó en bara möluðu og þegar ég veinaði upp yfir mig við kaffihillurnar kom ungur maður hlaupandi, opnaði kassa þarna á ganginum og rétti mér baunir af réttri gerð. Kaffisending var nýkomin á staðinn en ekki hafði unnist tími til að taka hana upp. Heppni.

Nú er ég á leið í indverskt matarboð hjá yndislegu indversku vísindakonunni sem tekur svo oft strætó með mér í bæinn. Hlakka til að kynnast manninum hennar. Hann er víst alveg frábær. Mía systir og maðurinn hennar koma líka. Við skiljum náttúrlega drengina okkar eftir heim þar sem þeir geta bara borðað roð og bein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þú færð ábyggilega rosalega góðan mat. Hlakka til að lesa frásögn af því á morgun.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Auðvitað sá ég þig veifa mér hingað í hina björtu Keflavík, og veifaði svakalega á móti Eigðu frábært kvöld og fáðu uppskriftir ef maturinn er þess virði. Þú veist að ég er matarsjúk.

Fjóla Æ., 10.2.2008 kl. 19:07

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Njóttu matarins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband