13.2.2008 | 10:15
Innrás meinatæknanna og olíubornir dillibossar ...
Það reyndist aldeilis engin pynting að fara í blóðprufuna í morgun. Sat á biðstofunni og reyndi að hughreysta kvíðna móður, afar sprautuhrædda, en litla dóttir hennar var að fara í prufu. Pabbinn kom líka með, sjúkkitt. Ég sagði henni eins og var, að þar til ég var rúmlega tvítug hljóp ég öskrandi á brott frá öllum sprautum í sjónmáli. Hugsaði skömmustuleg um það þegar elskan hann Ingjaldur tannlæknir ætlaði að deyfa mig, kannski var ég níu ára, þá stóð ég upp úr tannlæknastólnum, flýtti mér í stígvélin og út! Jamm, "falskar um fermingu" virkaði ekkert á mig, þær eru ekki komnar enn, áratugum síðar. Elskan hún Kristín sjúkraliði, gamla bekkjarsystir mín úr barnaskóla, þaut þarna um í hvítum slopp og heilsaði glaðlega. Ég sendi henni boðskort í afmælið mitt en hún hélt að það væri djók þar sem hún vissi ekki að ég væri flutt á Skagann. Vonandi kemur hún næst ... daginn sem ég hætti að vera rúmlega fertug.
Glaðlegt fólk var á rannsóknarstofunni. Rannsóknarmaðurinn argaði hátt og snjallt fæðingardag minn og ár, eins og væri eitthvað merkilegt að ég væri rúmlega fertug, og ég sagði kuldalega (besta vörnin er sókn): Já, þú hefur greinilega áttað þig á því að við Madonna erum jafnaldrar! Hann glotti og sagðist sjálfur eiga sama afmælisdag og Elvis, það munaði reyndar einhverjum árum á þeim. Konan sem tók úr mér blóðið var fáránlega mjúkhent og ég fór ekkert að gráta. Svo bara hviss, bang, allt búið! Ekki leist þeim vel á líkingu mína við leikritið góða Sláturhúsið hraðar hendur, þrátt fyrir blóð og snögga afgreiðslu ... vissulega er engum slátrað þarna, held ég. Í skaðabætur fyrir innrásina í virðulegt blóðkerfið tók ég bómullarhnoðra og límbandsrönd með mér heim. Kíkti undir bómullarhnoðrann áðan og það er ekki einu sinni að sjá nálarstungu. Mikið er annars allt notalegt hérna á Skaganum, persónuleg þjónusta og elskulegheit hvar sem maður kemur.
Í bíl erfðaprinsins í fyrradag heyrði ég útvarpsauglýsingu um kvennakvöld í Reykjavík! Lofað var olíubornum, karlkyns dillibossum, tískusýningu og svona. Frekar hallærislegt, finnst mér. Það þykir ömurlegt að olíubornar konur séu til sýnis á karlakvöldum, þetta er sko ekkert skárra. Kannski tala ég bara út frá sjálfri mér. Villt ímyndunaraflið fær bara notið sín nálægt kappklæddum körlum í vetrargöllum með lambhúshettur og vettlinga. Ekki nálægt hálfnöktum, olíubornum dillibossum, sorrí. Tala nefnilega af mikilli reynslu ... en þegar ég var rúmlega tvítug fengum við nokkrar gellur á skrifstofunni á DV boðskort á sýningu Pan-hópsins í húsnæði við Hlemm (sem síðar breyttist í Keisarann, held ég). Þarna labbaði um ungt, hálfnakið fólk í ögrandi, klámfengnum (út í sadó/masó) klæðnaði, undanrennuhvítt á litinn og ótrúlega vandræðalegt á svipinn. Svona ungt og ólgandi kvendi, eins og ég var (nú er ég bara ólgandi) fannst mér þetta hrikalega hallærislegt. Eftir þessa reynslu, sem eyðilagði bæði æsku mína og sakleysi, hef ég forðast eins og heitan eldinn að koma nálægt öllum svona uppákomum.
Ný morgunsápuópera er byrjuð á Stöð 2, spænsk og heitir Ljóta Lety. Þetta er víst fyrirmyndin að Ljótu Betty sem er sýnd á RÚV við miklar vinsældir. Ætla samt að láta boldið nægja, vildi bara segja frá þessu. Held að sumir karlkynsbloggvinir myndu hreinlega fara að skæla ef hér yrði bloggað um aðrar sápuóperur. Dettur helst í hug Kjartan og Þröstur ...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 651
- Frá upphafi: 1506004
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 528
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Berum bossa
ber að hossa.
Fyrir fram þig.
Látum tossa
safann gossa.
Eitthvað fyrir mig.
HLF.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2008 kl. 10:46
Alveg er það merkilegt hvernig þér tekst alltaf að komast yfir myndir af mér ! Það er nú kannski sök sér, enn! Að birta þær líka finnst mér.... ekki gott. Hættu þessu stelpa!
Kjartan Pálmarsson, 13.2.2008 kl. 11:04
Þegar ég var heima með strákinn minn í 20 mánuði eftir að hann fæddist horfði ég á Nágranna á hverjum degi. Nú sé ég brot og brot af þessum þáttum og það eru enn sömu leikararnir í sumum hlutverkum, eftir 14 ár!!
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 11:08
Það er nú gott að vita að um þig var farið mjúkum höndum hjá læknaranum. Gangi þér allt í haginn á skaganum.
Núna er að koma á markað 2009 árgerðin af TV, þ.e þeir eru að hætta framleiðslu á þessum þunnu tækjum, þú veist! flatsjónvarps-draslið? Nýju tækin heita Philips bold-tv.
Kjartan Pálmarsson, 13.2.2008 kl. 11:25
Ég elska nágranna. Sé þættina innan við viku gamla sjóðheita frá Ástralíu og verð aldrei leið á þeim Það eru samt bara þrír leikarar eftir af þeim gömlu. Lou, Harold og svo kom Paul aftur.
Brynja Hjaltadóttir, 13.2.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.