10.3.2008 | 17:56
Skólastrákurinn endurheimtur og pínku bold
Mikil gleðisjón blasti við mér í fjögurstrætó frá Mosó. Skólastrákurinn minn var mættur en ég hef ekkert séð hann í allan vetur. Hann hefur alltaf farið með fyrstu ferð og það með aukabílnum og sú aðskilnaðarstefna hefur alveg rústað hittingi. Ég kynntist honum þegar vinnan mín var í Höfðabakka 9 en þá fór ég úr strætó við Vesturlandsveginn nema ég gekk áfram nokkuð langa leið og síðan yfir ýmsar ófærur á leið í vinnuna. Einn morguninn varð ég vör við að ungur, hávaxinn maður kom í humáttina á eftir mér. Það er ekki auðvelt að skelfa mig, þótt ég sé tepra, og við tókum tal saman. Hann var þá og er enn í Tækniháskólanum í sama húsi og ég á þessum tíma. Það var notalegt að fá samferðamann því þarna þurfti að beita hugviti og greind, ásamt fádæma líkamsstyrk, til að komast heilu og höldnu í vinnu/skóla.
Eftir að skólastrákurinn kom til sögunnar varð leikur einn að stökkva yfir fúafenin, krókódíladíkin, sneiða hjá úlfagildrunum og sleppa við leðurblökurnar. Þegar ég datt á ógæfumölinni og var enn hölt dró hann mig upp úr dýpsta skurðinum sem var vitanlega fullur af rafgeymasýru. Ég bloggaði oft um skólastrákinn minn og komst svo að því einn daginn í spjalli okkar að þetta var ekki gæi á aldur við erfðaprinsinn, eins og ég hélt alltaf, heldur virðulegur karl, afi og allt og kvæntur henni Klöru, sem ég þekki síðan í gamla daga. Fljótlega dreif ég mig til augnlæknis sem harðneitaði að láta mig fá sterkari gleraugu, þá þyrfti ég önnur daufari til að vinna með, augun yrðu löt, bla bla. Skólastrákurinn er nú ekkert karlalegur ... og með skólatösku á bakinu, hver hefði ekki ruglast? Dóttir hans og Klöru er ein hjúkkan sem hjúkraði Davíð frænda á barnadeildinni í fyrra, algjört yndi. Hlini kóngssonur hertók hann svo í strætó svo við gátum ekkert spjallað. Gummi bílstjóri var þrælhress og talaði mikið um það hvað fallegt er í Þórsmörk. Sagðist vita um fólk sem hefði aldrei komið þangað og sjokkeraðist þegar ég sagðist vera ein af því!
Blessað boldið: Ridge reynir að tala Brooke til og segir henni að hún eigi ekki að láta Nick og Bobby í Dallas stjórna sér svona. Mikið er ég sammála honum. Hvað er Forrester-tískuhúsið án Forrester-fólksins? Stefanía fattar að Taylor vissi af þessu þegar hún seldi körlunum lævísu þessi 2 prósent sín og þær rífast. Hik er á Brooke að standa við brottreksturinn og rétt áður en tjaldið féll talaði hún um að tískuhúsið væri Forrester-fjölskyldan.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 45
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 683
- Frá upphafi: 1505974
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 550
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég veit með vissu að dóttirin er með hjarta úr gulli. Veit reyndar ekki alveg hvað hún heitir en ég þekki allar þær sem voru að vinna þarna í fyrra og þar með að hjartað er úr gulli. Þú mátt kannski uppljóstra nafninu á hjúkkunni
Fjóla Æ., 10.3.2008 kl. 19:33
Takk fyrir boldið.Er ekki með st 2 og "sárvantar"boldið til að koma mér í gang á morgnana hahahahaha
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:30
Gurrí ... drífa sig í Þórsmörk!
www.zordis.com, 10.3.2008 kl. 21:35
Já, sagan af stráknum og sjóninni er nú eitt snillingslegasta sem ég hef séð á blogginu! Takk Gurrý mín, svona á þetta að vera draumkennt og skemmtilegt.
Edda Agnarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:17
Takk takk fyrir mig og bestu kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:17
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2008 kl. 23:16
Skólastrákurinn já, kewl, eins og ónefndur vinur vor segir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:28
Steingerður Steinarsdóttir, 11.3.2008 kl. 09:55
Boldið rúlar. Mikið er ég fegin að þú skulir aldrei hafa komið í Þórsmörk. Ég hélt að ég væri sú eina sem svo væri ástatt um. En ég hef aldrei komið til Akureyrar og það kveða alltaf við ramakvein þegar ég segi frá því.
Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:05
alltaf sama hringavitleysan í boldinu, þú hefur greinilega ekki verið að horfa á nágranna
Hulda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:37
Góð skemmtun að lesa bloggið þitt og takk fyrir leikinn um daginn, ég laumast í hann svona annars slagið, kannski miklu oftar en ég held því ég er er orðin svo óskaplega flink sko 6.borð
Magga Hrönn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.