Sól, árekstur, myndarskapur og leyndarmál ...

SumarsólEf Siggi stormur segir að vorið sé komið þá samþykki ég það með öllu greiddu atkvæði. Ef ekki væri snjór í brekkunni við hlið íþróttavallarins myndi ég halda að vorið væri yfirstaðið og sumarið þegar hafið, slíku stuði er sólin í. Erfðaprinsinn er að þvo bílinn sinn og himnaríkisfrúin á leið í vorlegt, grænt bað sem kólnar í þessum skrifuðum orðum. Fór meira að segja á baðsloppnum út á stóru svalir áðan og það er það næsta sem ég hef komist kynlífi um langa hríð. Þeir eru enn að ná í sundur bílunum á planinu fyrir neðan ... sem minnir mig á að við erfðaprins urðum næstum vitni að árekstri í gær á Kirkjubrautinni, munaði bara 15 sekúndum. Segið svo að maður lifi ekki æsilegu lífi. Við ókum frekar hægt og bíllinn sem var fyrir framan okkur hjá Skrúðgarðinum var orðinn nokkuð skemmdur þegar við náðum honum á móts við gamla Arnardal (þar áður elliheimili) eftir samstuð við annan kagga.

BóklesturEr búin með bókina góðu, Ekki sjón að sjá, og fannst ótrúlega gaman þegar lausnin laumaðist nær með hverri blaðsíðunni. Hitti kunningjakonu í bókabúðinni í gær og ráðlagði henni eindregið að kaupa hana sem hún gerði. Las hana á milli sjónvarpsþátta í gærkvöldi og líka eftir að Mía systir vakti mig fyrir allar aldir klukkan hálfellefu í morgun. Var greinilega útsofin fyrst ég gat ekki sofnað aftur. Engin beiskja ríkjandi. Eftir bókarklárunina var hægt að gera eitthvað að gagni og nú hamast þvottavélin. Sjáum til hvort einhver orka er eftir til að setja Jónas í gang.

Ást á hóteliP.s. Fer á Hótel Glym seinnipartinn og gisti eina nótt. Hef ekki enn sagt erfðaprinsinum hver býður mér og nú skelfur hann af svokölluðum stjúpföðurhrolli, kastar upp, fær kölduflög og veltist um á gólfinu í verstu köstunum. Mun halda þessu leyndu um hríð til að allir haldi að ég eigi mér ríkan elskhuga (eða eitthvert líf) en gruni alls ekki að vinkona mín hafi boðið mér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skemmtun á Glym. Ég hélt eitt augnablik að þú værir kominn á heví séns OMG!! Ekki að það sé slæmt svo sem, vill bara hafa þig þarna í Himnaríki frjálsa og lausa eins og venjulega.  Segðu erfðaprinsi að hafa gætur á þér, frá mér.  Muhahhahhaha

Annars er ég í enn einu hláturskastinu.  Það ætti að banna þig vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2008 kl. 14:26

2 identicon

Elsku frænka

 ekki vera svona vond  við erfðarprinsinn láta hann kveljast svona.

en góða skemmtun á Glym  tanta

tanta svana (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

aumingja erfðaprinsinn sem vill allt fyrir móðir sína gjöra, að hann skuli vera l´´atinn engjast svona af þessum hrolli, er ekki nóg með Jónasarstríðið  held að það þurfi bara að ættleiða strákangann  (þar fauk bloggvináttan)

Góða skemmtun á Glym himnaríkisfrú Guðríður

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.3.2008 kl. 15:58

4 identicon

hehe

Hulda (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þar sem ég valdi þriðja eiginmann móður minnar sjálf (endaði í rúmlega 40 ára góðu hjónabandi), þá mæli ég eindregið með því að börn velji maka mæðra sinna ef þær hafa reynslu af mistökum í þeim efnum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.3.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Næstum því árekstur, næstum því kynlíf, næstum því ást með konu á hóteli....

Líf þitt er já sannarlega spennandi EKKI frú Guðríður...Næstum því!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 21:14

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fyrir allar aldir kl hálfellefu -  góð! 

Góða skemmtun á Glym.

Marta B Helgadóttir, 16.3.2008 kl. 12:26

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það gott á Glym, vitanlega grunar engan að þú sért að fara með vinkonu, þetta er örugglega einhver æðislegur sjarmör og moldríkur.

Helga Magnúsdóttir, 16.3.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505999

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband