Hulið hár í hörkugaddi

Hárið huliðFrelsiðSami lúxusstrætóinn var á ferðinni í morgun nema bílstjórinn (29) var gamall og góður í starfi, alveg síðan í árdaga Skagastrætó. Hann er kunningi erfðaprinsins en samt ágætur. Ég hoppaði út við Vesturlandsveginn í miklum vetrarhörkum og var komin upp í vinnu fimm mínútum áður en strætó númer 18, sá sem ég tek oft í vinnuna, átti að vera í Ártúni, afar kalt en tímasparandi. Í rauninni var þriggja trefla veður en ég var bara með tvo, túrkíslitan venjulegan og fjólublátt sjal. Sjalið fór yfir höfuðið til að eyrun dyttu ekki af mér á leiðinni upp Súkkulaðibrekkuna. Hræddust var ég við að æstir karlar, þessir sem vilja banna blæjur og leyfa nektardans, myndu arga á mig fyrir að hylja hárið en sjúkk, ég slapp. Ég er samt alls ekki að segja að það felist kúgun í því að þurfa alltaf að vera sexí - við Vesturlandakonur nefnilega ráðum því hvernig sexí við erum.

Jæja, það verður brjálað að gera í dag, ef ég þekki föstudaga rétt. Fleygði fötum ofan í poka í morgun og lít svo á að ef ég verð hoj og slank í sjónvarpinu í kvöld hef ég tekið rétta átfittið, annars verð ég bara að reyna að vera gáfuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ef þú verður ekki átt við outfittið þegar á hólminn (sjónvarpsupptökusalinn)geturu alltaf sveipað um þig slæðum og verið dulúðug kona.Gangi þér vel í kvöld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Góða skemmtun í kvöld... ég ætla að fylgjast með!

Rannveig Lena Gísladóttir, 28.3.2008 kl. 09:58

3 Smámynd: Laufey B Waage

"kunningi erfðaprinsins, en samt ágætur"!! Hvernig er kunningjahópurinn hans svona yfirhöfuð? Mikið rosalega sem ég er annars farin að hlakka til að geta gengið í sexí-átfitti utandyra. En af því að ég reyni að taka bara einn dag í einu, þá læt ég duga að hlakka til að horfa á þig í sjónvarpinu mínu í kvöld. - Háa og slanka, eða bara gáfaða og skemmtilega.

Laufey B Waage, 28.3.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Þrátt" fyrir að vera kunningi erfðaprinsins.  Arg þú drepur mig.

Knús og baráttukveðjur.  Mun spenna augun í þessa hoj, slank og bráðgáfuðu.

Heja Skaginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 10:12

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú það stóð ekki þrátt fyrir.  Ok,ok, en þú drepur mig samt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 10:13

6 identicon

Gangi ykkur vel í kvöld.......áfram skagamenn!!!!!

Kv. 

Sigga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:19

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Vonandi brá þér ekki of mikið þegar ég þakkaði þér fyrir bloggið þitt í gær Takk aftur.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 12:53

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Áfram skagamenn

ætla ekki að missa af þættinum í kvöld

Guðrún Jóhannesdóttir, 28.3.2008 kl. 14:02

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Verður þú bara ekki höj og åleslank, vel gefin, glæsileg og alvitur eins og þú ert vön? Ég ætla að horfa á þig í kvöld, hef misst af þér fram að þessu.

Helga Magnúsdóttir, 28.3.2008 kl. 15:15

10 Smámynd: Brynja skordal

Haf fulla trú á ykkur áframm skagafólk

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 17:25

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mér hlakkar svo til að horfa á ykkur skagamennina  Hoj og slank.....alveg pottþétt  Áfram Akranes.............. Gangi ykkur sem best Gurrý mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.3.2008 kl. 19:21

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Dagurinn er ónýtur.

Þröstur Unnar, 28.3.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var hetjulega barist fyrir heiðursborgaratitlinum!  Gengur bara betur næst! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 21:32

14 Smámynd: Laufey B Waage

Þú varst samt bráðgáfuð og skemmtileg. Og auðvitað höj og slank. Takk fyrir skemmtunina.

Laufey B Waage, 28.3.2008 kl. 21:33

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Höj og slank og bráðgáfuð með - bojoboj - húmor. Þú varst sko langflottust, ekki spurning, hvernig sem á það er litið. Ég var í Skagaliðinu, hafirðu sko eitthvað efast um það.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: www.zordis.com

Hrikalegt að missa af þér!  Ég nýt þess hérna megin hafsins og brosi út í bæði og held lífi!

www.zordis.com, 28.3.2008 kl. 22:06

17 Smámynd: Ólöf Anna

Ættla ekki að segja orð fyrr en ég er búinn að horfa á þáttinn.

Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 22:11

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fylgdist spennt með, kannski hefði ég átt að sleppa því þar sem þetta er í fyrsta sinn sem þið tapið. Ætli ég sé ekki bara óheillakráka. Ég vissi þetta um karlakórinn af því að ég var nýbúin að lesa bloggið hennar Ásthildar. Maður fræðist um ýmislegt á blogginu.

Helga Magnúsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:56

19 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábæri penni, gefðu út bók um menn og málefni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband