Ófreskjur, ofsatrú og spælandi bókarendir ...

Klikkaður annadagur í dag. Enginn tími fyrir morgunblogg. Bara svo það sé á hreinu ... þá var ég ekki nálægt Rauðavatni í dag, heldur sat pen og prúð við tölvuna en sveitt af æsingi og stressi, skila, skila, skila ... var einkunnarorð dagsins. Annars hef ég ekki komist nálægt góðum óeirðum í langan tíma, ekki síðan það var útsala í Nínu síðast.

The MistÉg veit hreinlega ekki hvort ég eigi að mæla með eða vara við DVD-myndinni The Mist sem er gerð eftir sögu Stephens King. Eina orðið sem kom upp í hugann eftir að hafa horft á hana var SVAKALEG. Hún segir frá hópi fólks sem verður innlyksa í stórri verslun í þorpinu eftir að í ljós kemur að margt býr í þokunni ... Skrýtin upplifun, svona af ammrískri mynd að vera, þá stóð nokkrum aðilum þarna meiri hætta af ofsatrúaðri konu (nöttaranum, eins og Skessa myndi orða það) og vaxandi söfnuði hennar en af viðbjóðslegu skrímslunum sem biðu í þokunni eftir góðu mannakjöti ... úúúúú! Í myndinni I am legend fannst mér vera svolítill trúarlegur undirtónn, algjörlega óþarfur, þar sem fólk var varað við að fikta um of í sköpunarverki guðs, ósýnilega vinarins, eins og DoctorE myndi orða það. Tek það fram að ég les nú fleiri bloggsíður en þeirra ... þau lágu bara svo vel við „höggi“ núna. Erfðaprinsinn sá The Mist á undan mér og varaði mig við, samt lét ég freistast ... garggg. Í kvöld og á morgun verður bara eitthvert meinleysi í gangi í tækinu, Enchanted (Walt Disney) og Antonement. Þá get ég skrifað um þær í næstu Viku, ef þær eru skemmtilegar.

KuðungakrabbarnirSvo lauk ég við Kuðungakrabbana í gærkvöldi og hún er ÆÐISLEG!!! Hún endar þannig að það verður að koma meira, ljótt að fara svona með góða lesendur. Skrýtið að ég muni ekki eftir fyrri bókinni, Berlínaröspunum, verð að finna hana og lesa aftur. Líklega les ég of hratt, kannski of mikið, nei, það er ekki hægt að lesa of mikið, en ég get lesið sömu bókina eftir tvö ár og þótt ég muni sumt, þá nýt ég bókarinnar jafnvel og þegar ég las hana í fyrsta sinn. Þetta heitir án efa gleypugangur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Á eftir að sjá Mist og eftir að lesa Kuðungakrabbana. Hef bara heilmikið að hlakka til.

Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Mist er fín mynd.

Ég hélt í fyrstu að þú værir að hakka í þig Kuðungakrabba og hefðir loksins getað klárað skamtinn í gær.

Þröstur Unnar, 23.4.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Atonement fannst mér ágæt mynd....

Markús frá Djúpalæk, 23.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 881
  • Frá upphafi: 1505888

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 716
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband