Bensínhækkun og söguleg hefðardúlluritgerð

MorgunverðurLæddist hægt út úr himnaríki í morgun til að forðast truflanir á borð við kaffi og dekkað morgunverðarborð frá erfðaprinsinum. Enda náði ég strætó án nokkurrar miskunnar. Gummi bílstjóri lék á als oddi, var með Bylgjuna á hæsta en sem betur var ekki umræða um kynsjúkdóma í Danmörku eins og í gær þegar Gummi hækkaði til að refsa mér fyrir að hafa komið með kaffi í strætó. Stundum eru umræðuefnin svolítið ógeðsleg í morgunútvarpinu, sérstaklega þegar maður dormar í sætinu og hugsar um ísbirni. Vill maður láta trufla sig með ógeðsfréttum við það?

Ein samstarfskona mín frétti á bensínstöð í morgun að það ætti að hækka bensínið í dag enn og aftur. Ég lyfti annarri augabrúninni af hneykslun og kreisti græna strætókortið mitt ástúðlega.

Biluð tölvaÉg var lömuð af þreytu eftir leikinn í gær og tölvan var eitthvað slöpp líka, svo hæg og leiðinleg að ég nennti ekki að blogga. Nú vantar mig góðu ráðin frá Guðmundi almáttugum sem kenndi mér eitt sinn í kommentakerfinu mínu frábæra leið til að þjappa efni í tölvunni saman þegar hún er orðin soldið full. Hún hefur ekki æmt eða skræmt í rúmt ár eftir að ég snillingaðist svona. Held að það taki of langan tíma að leita í milljón færslum og enn fleiri kommentum ... nú ef Guðmundur sér þetta og man ....

ríkidæmi eða konungdæmiVinkona mín hringdi rétt eftir að seinni hálfleikur hófst í gærkvöldi og bað mig um að lesa yfir ritgerð sem sonur hennar átti að skila nú í morgun. Mér fannst það lítið mál, ætlaði að gera það yfir Gray´s Anatomy og jafnvel Medium á Stöð 2 plús ... og varð ekki einu sinni stressuð þegar vinkonan sagði mér að hún héldi stundum að sonurinn kynni ekki orð í íslensku. Hún flissaði blíðlega, svona eins og mæður gera sem þykjast tala illa um börnin sín. Fyrstu mistökin í ritgerðinni voru bara krúttleg þótt ég hafi verið nokkra stund að átta mig á þeim, eða notkun orðsins ríkidæmi í stað konungsríkis, það getur verið mikill munur á þessum orðum í ritgerð um hefðardúllur, karlinn minn, og hefðu lækkað þig niður um fjóra heila í einkunn fyrir að reyna að rugla kennarann þinn í ríminu. Alla vega sat ég spennt og og las yfir þessa tíu síðna ritgerð af græðgi ... og klukkan var farin að ganga tvö í nótt þegar ég hætti. Þetta var svo spennandi, engin leið að hætta.

Held að vinkonan hefði ekki beðið mig um þetta ef hún vissi hvað ég get misst mig stundum ... Hver komma þurfti að vera rétt, samræma þurfti allt innan sviganna og svona ... hvað vitum við nema kennarinn hans sé með Merkúr í Meyju eins og ég? Ég man ekki nákvæmlega hvað það þýðir en held að það tengist svona klikkun og smámunasemi. það er auðvitað ekki hægt að vera fullkomin í öllu! Eða jú, þetta er fullkomnunarátrátta sem tengist því að vera fullkomin, hvernig læt ég ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.5.2008 kl. 11:46

2 identicon

Það er komið nóg af bensínhækkunum. Virðisaukinn má vera á áfram en bensíngjald sem hvort eð er er ekki notað í að viðhalda vegum heldur til að kaupa kampavín og byggja sendiráð.

ÉG ER BÚINN AÐ FÁ MIG FULL SADDANN!!!

Ég legg til að við sláumst öll í för með trukkurum á laugardag þegar þeir loksins segja hvar lætin verða. Hvort sem sturla þorir að vera með eða ekki, við verðum að standa upp fólkið!

Birgir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:46

3 identicon

Sæl. Þetta heitir prófarkalestur og ef þú ert ekki að skrökva neinu ertu fínn prófarkalesari, eða lespía eins og dömurnar kölluðu sig á DV forðum daga. Þá hrukkum við við ef við sáum villu í blaðinu. Er ekki öllum sama núna þótt við vöðum í villum og ....

Benedikt Axelsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1506008

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband