Að rústa Svíum, öðlast ofursjón ... og kvikmynd kvöldsins

Handbolti„Ætlar þú ekki að horfa á leikinn?“ spurði erfðaprinsinn um miðjan dag. „Æ, og láta Svíana rústa okkur, held ekki,“ svaraði móðirin. „HA?“ hváði erfðaprinsinn og himnaríki hrímaði. „Ég sagði að við myndum rústa Svíum,“ áréttaði ég með þjóðernisstolti í röddinni. „Vá, ég ætlaði að segja það,“ sagði prinsinn. Svona getur maður nú bjargað heiðri sínum á lymskulegan hátt og mögulega tryggt íslenska handboltaliðinu sigur með þessum áhrínsorðum. Það náðist myndbandsupptaka af þessu samtali. Tek fram að ég er afar ungleg í útliti og erfðaprinsinn ansi hreint karlalegur miðað við að vera á þrítugsaldri.

Ofursj�nFyrr sama dag:
„Sérðu einhverja breytingu á mér?“ spurði ég skömmu eftir hádegi. Erfðaprinsinn mændi á mig og svaraði neitandi. Ég hafði sett linsurnar í mig í fyrsta sinn í ábyggilega tvö ár en hann sá ekkert athugavert. Annars hef verið með arnarsjón í dag, sá m.a. bát úti á reginhafi og tilveran hefur á allan hátt verið mun skýrari. Er aðeins að hvíla mig á gleraugunum. Mér líður eins og súperhetju sem getur leyst upp málm. Spangirnar á gleraugunum eru farnar að særa mig á bak við eyrun, einhver málmhúð orðin löskuð. Ég setti límband þar rétt fyrir brottför í vinnuna á föstudagsmorgun og það var ekki fyrr en um hádegisbil sem einhverjum samstarfsfélaga varð að orði: „Það er límband í hárinu á þér.“ Held að til séu plasthlífar til að bjarga svona málum, fer í það síðar.

Hér kemur svo kvikmynd kvöldsins með texta fyrir þá sem skilja ekki mælt mál:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hi, hi hi þú ert alltaf svo skemmtileg. Hafðu það gott í kvöld og við skulum svo vona að Fj. Svíarnir kæri ekki, þeir eru í fanta fílu.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tók upplýsta ákvörðun um það í dag að horfa ekki á leikinn.  Lagðist í heimsóknir.  Ég er svo sjálfhverf að trúa því inn að beini að sá sem ég held með tapi.  Held mér þess vegna frá sjónkanum og auðvitað unnum við.

Flottur jakkinn á erfðaprinsinum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe skemmtilegt myndband úr Himnaríki. pssst...ekki segja neinum..ég þorði ekki að horfa á leikinn fyrr en ég sá að okkur gekk þolanlega móti svíum. Ég á hinsvegar gríðarlega hreinan ísskáp...utan og innan.

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 20:38

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það var augnabliksánægja að fagna því hvernig Ísland rústaði Svíum. - Nú kæra Svíar, og kannski verður annar leikur ef þeir eru heppnir, nú annars eltir heppnin okkur, og Ísland ver á ÓL. - Þvílík heppni að þetta skildi nást á myndband - þetta myndband á eftir að verða verðmætt í framtíðinni, ef fer fram sem horfir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert uppáhaldsleikstjórinn minn

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:43

6 identicon

Þú drepur mig kona

Ég var ekki alveg jafnheppin og þú. Spurði bróður minn hneyksluð hvernig honum dytti í hug að ætla að flýta sér frá Akureyri og heim til sín á Egilstaði til að ná leiknum! Til hvers eiginlega? Til að kvelja sjálfan sig með því að horfa á þá tapa?  Ég hef verið minnt á þetta samtal með reglulegum símhringingum í kvöld

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:31

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég þori ekki að segja frá þessu hér en Nói var að keppa með KR í gær gegn...mér liggur við að segja himnaríkisliðnu en þori það ekki heldur.......og þeir unnu þá 10-0. Við ákváðum samt ekkert að vera að núa neinum uppúr neinu þar sem Nói vill glaður koma aftur á himnaríkisströndina, svo við skulum bara gleyma þessum leik sem fyrst.

Gurrí þú ERT mjög ungleg á þessu myndbandi, það segirðu sko satt og þetta skegg fer erfðaprinsinum bara vel!

knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 06:52

8 identicon

hahaha þú ert svo fyndin fröken Gurrí!

Einar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: doddý

hæ gurrí - þetta myndskeið er æði, en svona er þetta heima hjá mér þegar betri helmingurinn tekur sig til og blandar sér í íþróttaumræður. hann er nebblega heimspekingur "geyið".

kv d

doddý, 2.6.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband