15.6.2008 | 21:35
Gott að koma heim í "kvenlega" kvennamorðklúbbinn
Það var frábært að koma heim. Kettirnir mjálmuðu í hálftíma og þar sem ég kann kattamál veit ég að Kubbur og Tommi skömmuðu mig fyrir að vera svona lengi að heiman, heilmarga daga. Svo sögðust þau vera sársvöng og þá skellti erfðaprinsinn upp úr enda hefur hann dekrað við þau í fjarveru minni í mat og drykk.
Mikið umferðareftirlit var og var erfðaprinsinn stoppaður á leiðinni í sumarbúðirnar að sækja mig. Alltaf missi ég af öllu svona skemmtilegu, ég hefði a.m.k. mælst með vöfflur í blóðinu. Við vorum reyndar stoppuð í vetur á leið heim á Skaga eftir Útsvarsþátt númer 2 enda á föstudagskvöldi. Nú er löggan með mikil umsvif vegna Bíladaga á Akureyri og enginn er óhultur, sem betur fer. Flott hjá löggunni. Við erfðaprins rétt sluppum við alla umferðina að norðan og var beinn og breiður vegur heim á elsku Skagann. Góða veðrið var greinilega á Kleppjárnsreykjum, sól og blíða, en um leið og við nálguðumst þjóðveg 1 hjá Borgarfjarðarbrúnni var orðið skýjað og stöku regndropi féll.
Mikið var þetta notaleg helgi þrátt fyrir að hafa verið umkringd 80 hressum og kátum börnum. Eins gott að ég vinn ekki í sumarbúðunum, ég yrði gjörsamlega hnöttótt á nokkrum vikum. Maturinn er allt of góður. Fólk er enn að hringja og skrá inn börn og þannig mun það vera fram eftir sumri. Það er enn eitthvað laust í viku 5 og 6, held ég. Frábær starfsemi þarna og gaman að sjá krakkasnúllurnar blómstra. Það hefði verið gaman að vera í kvöld og fylgjast með lokakvöldvökunni, sjá stuttmyndina sem Davíð frændi flissaði svo yfir þegar hann var að klippa hana en hún fjallar um dularfullan stein og ræningja. Handritið samið af krökkunum sem leika í henni líka. Einn glæpóninn var í gamalli kápu af mömmu, mjög heimilislegt!
Ég lauk við bókina Morðin í Betlehem í sveitasælunni og þetta er dúndurbók. Hefði viljað ögn meiri yfirlestur á bókinni en hún var svo góð að nokkrar stafsetningarvillur skemmdu ekkert fyrir mér. Það var gaman að fá innsýn inn í framandi menningarheim og fylgjast um leið með miðaldra kennara leysa morðmál.
Nú er komið að saumaklúbbs-þættinum, eins og Stöð 2 auglýsir hann, eða Kvennamorðklúbbnum. Hann á að vera sambland af Sex and the City og Cold Case. Ég hef lesið bækurnar og það er ekkert um tísku í þeim eða gömul óleyst mál. Bara fjórar klárar konur sem taka höndum saman og leysa fersk morðmál. Vona að þáttunum verði ekki klúðrað í eitthvað bull! Well, nokkrar mínútur búnar ... veit ekki alveg hvað mér finnst, ég sit alla vega ekkert stjörf yfir honum!
Held ég sé sammála Stöð 2, ekki þeim að kenna að þættirnir eru svona kvenvænlegir og fullir af tilfinningum. Mjúkir, sexí og konurnar kláru úr bókunum svolítið óöruggar með sig og hikandi, ekki mjög fagmannlegar, kasta upp þegar þær sjá lík og svona ... Líklega þykir það bera vott um kvenleika og hljóti að höfða til kvenna. Klára að horfa á þennan fyrsta þátt en sýnist að sunnudagskvöldin verði sjónvarpslaus að mestu í sumar ... reyni kannski að ná fótbolta, fréttum, Monk og Boston Legal. Heheheh
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 210
- Sl. sólarhring: 344
- Sl. viku: 902
- Frá upphafi: 1505909
Annað
- Innlit í dag: 169
- Innlit sl. viku: 735
- Gestir í dag: 163
- IP-tölur í dag: 157
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Glæpasögur eru jafnvel betri en glæpamyndir (auðvitað ekki fyrir sumarbúðabörn). Við Hanna liggjum bara í Grey's á milli lestrar- og vinnutarna.
Ég var í fullt af sumarbúðum þegar ég var krakki og á mestmegnis góðar minningar úr þeim. Bæði frá Ljósafossi, Löngumýri í Skagafirði og Úlfljótsvatni. Myndi fara í Ævintýraland núna ef ég væri krakki.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 22:00
Sammála henni Önnu hér fyrir ofan, glæpasögur eru jafnvel betri en glæpamyndir. - Maður stjórnar þá sjálfur útliti þeirra mynda sem birtast í huga manns. - En sjónvarpsleysi mun verða víðar en hjá þér og svo er Boston Legal líka að hætta, síðasti þátturinn sýndur í kvöld.- Ég horfi fram á endalausar kvöldgöngur í sumar. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:54
Þessir kettir geta verið svo frekar. Það er ekki nóg með að minn er síkvartandi yfir hungursneyð heldur rekur hann mig miskunnar- og undantekningalaust í rúmið kl 22:30!! Þá labbar hann fram og til baka milli mín og svefnherbergishurðarinnar, þar til ég gefst upp og fer inn . Hafðu það gott í dag Gurrí mín.
Tína, 16.6.2008 kl. 08:41
Velkomin heim. Ætla að gefa The Women's Murder Club séns allavega einn þátt í viðbót þótt mér hafi ekki fundist þetta minna neitt á bækurnar. En Monk bregst allavega aldrei.
Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:34
Þú ert fyndin... "vöfflur í blóðinu"...
Knús...
SigrúnSveitó, 16.6.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.