Gott að koma heim í "kvenlega" kvennamorðklúbbinn

KleppjárnsreykirÞað var frábært að koma heim. Kettirnir mjálmuðu í hálftíma og þar sem ég kann kattamál veit ég að Kubbur og Tommi skömmuðu mig fyrir að vera svona lengi að heiman, heilmarga daga. Svo sögðust þau vera sársvöng og þá skellti erfðaprinsinn upp úr enda hefur hann dekrað við þau í fjarveru minni í mat og drykk.

Mikið umferðareftirlit var og var erfðaprinsinn stoppaður á leiðinni í sumarbúðirnar að sækja mig. Alltaf missi ég af öllu svona skemmtilegu, ég hefði a.m.k. mælst með vöfflur í blóðinu. Við vorum reyndar stoppuð í vetur á leið heim á Skaga eftir Útsvarsþátt númer 2 enda á föstudagskvöldi. Nú er löggan með mikil umsvif vegna Bíladaga á Akureyri og enginn er óhultur, sem betur fer. Flott hjá löggunni. Við erfðaprins rétt sluppum við alla umferðina að norðan og var beinn og breiður vegur heim á elsku Skagann. Góða veðrið var greinilega á Kleppjárnsreykjum, sól og blíða, en um leið og við nálguðumst þjóðveg 1 hjá Borgarfjarðarbrúnni var orðið skýjað og stöku regndropi féll.

Söngvara- og hæfileikakeppninMikið var þetta notaleg helgi þrátt fyrir að hafa verið umkringd 80 hressum og kátum börnum. Eins gott að ég vinn ekki í sumarbúðunum, ég yrði gjörsamlega hnöttótt á nokkrum vikum. Maturinn er allt of góður. 3 úr kvikmyndagerðinniFólk er enn að hringja og skrá inn börn og þannig mun það vera fram eftir sumri. Það er enn eitthvað laust í viku 5 og 6, held ég. Frábær starfsemi þarna og gaman að sjá krakkasnúllurnar blómstra. Það hefði verið gaman að vera í kvöld og fylgjast með lokakvöldvökunni, sjá stuttmyndina sem Davíð frændi flissaði svo yfir þegar hann var að klippa hana en hún fjallar um dularfullan stein og ræningja. Handritið samið af krökkunum sem leika í henni líka. Einn glæpóninn var í gamalli kápu af mömmu, mjög heimilislegt!

Mor�in � BetlehemÉg lauk við bókina Morðin í Betlehem í sveitasælunni og þetta er dúndurbók. Hefði viljað ögn meiri yfirlestur á bókinni en hún var svo góð að nokkrar stafsetningarvillur skemmdu ekkert fyrir mér. Það var gaman að fá innsýn inn í framandi menningarheim og fylgjast um leið með miðaldra kennara leysa morðmál.

Nú er komið að „saumaklúbbs“-þættinum, eins og Stöð 2 auglýsir hann, eða Kvennamorðklúbbnum. Hann á að vera sambland af Sex and the City og Cold Case. Ég hef lesið bækurnar og það er ekkert um tísku í þeim eða gömul óleyst mál. Bara fjórar klárar konur sem taka höndum saman og leysa fersk morðmál. Vona að þáttunum verði ekki klúðrað í eitthvað bull! Well, nokkrar mínútur búnar ... veit ekki alveg hvað mér finnst, ég sit alla vega ekkert stjörf yfir honum!

Held ég sé sammála Stöð 2, ekki þeim að kenna að þættirnir eru svona „kvenvænlegir“ og fullir af tilfinningum. Mjúkir, sexí og konurnar kláru úr bókunum svolítið óöruggar með sig og hikandi, ekki mjög fagmannlegar, kasta upp þegar þær sjá lík og svona ... Líklega þykir það bera vott um kvenleika og hljóti að höfða til kvenna. Smile Klára að horfa á þennan fyrsta þátt en sýnist að sunnudagskvöldin verði sjónvarpslaus að mestu í sumar ... reyni kannski að ná fótbolta, fréttum, Monk og Boston Legal. Heheheh


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Glæpasögur eru jafnvel betri en glæpamyndir (auðvitað ekki fyrir sumarbúðabörn). Við Hanna liggjum bara í Grey's á milli lestrar- og vinnutarna.

Ég var í fullt af sumarbúðum þegar ég var krakki og á mestmegnis góðar minningar úr þeim. Bæði frá Ljósafossi, Löngumýri í Skagafirði og Úlfljótsvatni. Myndi fara í Ævintýraland núna ef ég væri krakki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.6.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála henni Önnu hér fyrir ofan, glæpasögur eru jafnvel betri en glæpamyndir. - Maður stjórnar þá sjálfur útliti þeirra mynda sem birtast í huga manns. -  En sjónvarpsleysi mun verða víðar en hjá þér og svo er Boston Legal líka að hætta, síðasti þátturinn sýndur í kvöld.- Ég horfi fram á endalausar kvöldgöngur í sumar. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Tína

Þessir kettir geta verið svo frekar. Það er ekki nóg með að minn er síkvartandi yfir hungursneyð heldur rekur hann mig miskunnar- og undantekningalaust í rúmið kl 22:30!! Þá labbar hann fram og til baka milli mín og svefnherbergishurðarinnar, þar til ég gefst upp og fer inn . Hafðu það gott í dag Gurrí mín.

Tína, 16.6.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Velkomin heim. Ætla að gefa The Women's Murder Club séns allavega einn þátt í viðbót þótt mér hafi ekki fundist þetta minna neitt á bækurnar. En Monk bregst allavega aldrei.

Helga Magnúsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Þú ert fyndin... "vöfflur í blóðinu"...

Knús... 

SigrúnSveitó, 16.6.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 210
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 902
  • Frá upphafi: 1505909

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 735
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband