20.9.2008 | 13:28
Osóknir ljósastaura, kúl kaffibarþjónn, pósthúsið ... myndskreytt blogg
Í gærmorgun var ég vopnuð myndavél í strætó og náði mynd af einni flottustu stoppistöð landsins, Sætukarlastoppistöðinni, þegar Skúli bílstjóri stoppaði og til að hleypa inn sætukörlunum af báðum kynjum. Tók líka mynd í leið 18 sem var stútfull af fólki, enda lítill kálfur notaður að þessu sinni til að koma okkur í Hálsaskóg.
Hér við himnaríki er frekar hvasst. Í pollinum á svölunum er meira að segja heilmikið brim. Kvarta ekki yfir sjónum núna, eða í morgun, sannarlega ekki, en það virtist samt miklu flottara í gærkvöldi í myrkrinu. Vegna ljósa sem lýstu upp höfnina í gærkvöldi, sá ég öldurnar frussast yfir stóru brygguna. Ekkert slíkt í morgun í sólinni þrátt fyrir rokið.
Tók tvær myndir með nokkurra sekúndna millibili áðan, aðra í áttina til Reykjavíkur (t.v.) og hina af höfninni á Skaganum. Hér hefur nefnilega ríkt skrýtið veður, dimmt yfir en samt sól. Afsakið seltuna á gluggum himnaríkis.
Og talandi um ljós ... sterka ljósið við sundlaugina er farið að bora sér inn í augun á mér á kvöldin, hefði haldið að nóg væri að láta kastarann beinast að sundlauginni sjálfri, ekki himnaríki og mér í leisígörl. Ég flúði á Skagann undan ofsóknum ljósastaurs á Hringbrautinni og hafði þá beðið þolinmóð í 18 ár eftir úrbótum. Hringdi a.m.k. einu sinni í Orkuveituna og var sagt að endurnýjun ljósastaura þar stæði til. Ég gat heldur ekki kvartað þar sem ljósastaurinn var hinum megin við götuna, í kjördæmi Hagaskóla, og skáhallt á móti, hefði þetta verið minn eigin staur hefði ég haft bæði tillögurétt og málfrelsi. Þegar ég var búin að loka umheiminn (fokkings staurinn) frá á kvöldin með þykkum gluggatjöldum og koma mér vel fyrir í sófanum brást ekki að annar kötturinn stökk upp í glugga, tróð hausnum inn á milli og kíkti á mig ... og sjá ... skerandi ljós beint í augun. Hvít, gegnsæ gluggatjöld eru það eina sem passar í himnaríki þannig að ég er líklega bara skák og mát. Á myndinni má sjá sökudólginn en sakleysislegan í dagsbirtunni.
Fór í Kringluna eftir vinnu í gær og endaði ferðina á því að kaupa latte í Kaffitári áður en haldið var á Skagann með vinkonu. Ungur, erlendur maður var við afgreiðslu og ég sagði brosandi (en kúl) við hann í einhverju samhengi, mögulega tengdu hitastigi mjólkur: Annars þyrfti ég að drepa þig. Ungi maðurinn svaraði grafalvarlegur að stefna fyrirtækisins væri sú að gera allt fyrir viðskiptavinina og ef ég borgaði aðeins 40 krónur í viðbót gæti ég fengið vopn til verksins. Við vinkonurnar þökkuðum fyrir okkur og flissuðum hálfa leiðina upp á Skaga. Kaffið reyndist vera einstaklega gott hjá þessum húmorista.
Í hádegisfréttum Stöðvar 2 var frétt um slæma þjónustu Póstsins úti á landi. Hef ekki orðið vör við það hér á Skaganum ... nema nú er útibúið á Skaganum næstum flutt upp í sveit og staðsett í nýbyggingu rétt hjá Bónus, alveg í útjaðri bæjarins. Innanbæjarstrætó gengur ekki einu sinni nálægt þeim stað. Um daginn fékk ég stórt bréf sem ekki komst í póstkassann minn. Miði var skilinn eftir og sagt að ég yrði að koma á pósthúsið til að sækja það. Klukkuna vantaði tvær mínútur í lokun þegar ég hringdi í heddoffis Póstsins í Reykjavík, ég var nýkomin heim úr vinnunni. Ég lýsti mig fúsa til að borga fyrir að fá þetta heimsent en á meðan ég var að tala við símastúlkuna leið tíminn og aðeins hálf mínúta var í lokun. Ég bað hana að gefa mér samband við Skagann en hún harðneitaði því, búið var að loka, sagði hún. Klukkan hennar var á sekúndunni, bætti hún við. Daginn eftir fékk ég skutl í pósthúsið og kvartaði aðeins við yndislega konu sem var þar við afgreiðslu. Hún skrifaði niður númerið hjá Póstinum á Skagnum og sagði mér að hringja bara beint næst. Hún var svo mikið krútt að ég gat ekki einu sinni nöldrað yfir því að pósthús næstum 7.000 manns (já, okkur fjölgar alveg rosalega hratt) væri á svona slæmum stað. Talaði um þetta við Ástu daginn eftir og hún sagðist ekki þurfa að kvarta vegna sjálfrar sín, hún væri á bíl, en hafði mikla samúð með eldri bæjarbúum sem kæmust ekki með góðu móti í pósthúsið núna. Kannski þurfum við bara annan innanbæjarstrætó því að þessi sem gengur núna næði ekki að aka um bæinn á hálftíma fresti ef hringur hans yrði stækkaður. Það er vissulega auðvelt að sitja við tölvuna og ákveða hvernig bærinn eigi að ráðstafa fé ... hehehehe. Og ef ég mætti halda því áfram vildi ég gjarnan að strætó gengi líka um helgar ... og að Langisandur yrði upplýstur svo ég gæti séð brimið á kvöldin en þá færi eflaust fólkið í Keflavík að nöldra yfir ofsóknum ljóskastaranna. Mér skilst að það standi til að setja upp aðra vefmyndavél á Skaganum og mikið væri gaman ef hún sýndi höfnina, ekki bara skip og smábáta í kyrrstöðu, heldur líka hér yfir sandinn, ekkert smáflott á sumrin að sjá lífið hér. Býð hér með suðursvalirnar mínar fram til að hýsa vélina.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 646
- Frá upphafi: 1505937
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er augljóslega rosa fjör í strætó frá Akranesi.
Frábært útsýni hjá þér. :)
Sigrún (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:20
athiglisvert að heyra!! Ég er alltaf að heyra af lélegri þjónustu hjá póstinum. Hvort sem það er sambandi við þjónustu eins og var í fréttum og þú tekur fram, en það sem fer svo í taugarnar á mér að sambandi við ruslpóstinn að engu máli skiptir þótt ég hafi prentað út miða og límt hann á póstkassann hjá mér um að ég vilji ekki ruslpóst. Samt kemur hann.
Ég er ekki frá því að hann hafi aukist eftir miðann.
Léleg þjónusta ........ ég tek svo sannarlega undir það.
Bjarni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:51
Frábærar myndir og flott blogg hjá þér Gurrý mín,eins og reyndar alltaf hafðu það gott í briminu og ljósunum í Himnaríki
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 20.9.2008 kl. 20:04
Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:01
Já, vefmyndavél á svalirnar þínar prontó! Vil geta fylgst með briminu :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.9.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.