Kjötsúpudiss og týndur Bjartur, erfðaprins af Hjarðarholti

Svölunum í himnaríki´i morgunFólk er greinilega uggandi þessa dagana, heyrði sögur af nokkrum sem áttu fé í Sjóði 9 í Glitni (lítil áhætta víst) og töpuðu talsverðri upphæð, ein sem ég kannast við sagðist hafa tapað tugum þúsunda. Nú er gott að eiga bara yfirdrátt. Ofan á allt þetta kom í ljós að það var kjötsúpa í matinn í hádeginu. Kjötsúpa er reyndar ekki sama og kjötsúpa. Yfir matnum ræddum við um uppsagnir í þjóðfélaginu, hækkun lána, matvara og lækkun hitastigs úti. Ekki furða að okkur sé illt í maganum ...

Mikið var ég fegin að Ásta fór á bíl í bæinn í morgun (nótt) og tók mig með, í síðustu viku var ég eiginlega bara á strætó, en þá var líka gott veður. Það eru svo sem engar fastar bílferðir hjá okkur, frekar en í fyrra, bara duttlungar Ástu sem ráða ... Það var svo kalt úti og hefði verið skelfilegt að bíða á strætóstoppistöðinni ... bara í hálfa mínútu. Ég settist á gaddfreðna hanska Ástu (lævíslegt ráðabrugg hennar) sem voru ó-íveranlegir eftir næturdvöl í bílnum. Rassahitarinn í sætinu gerði líka sitt gagn, ásamt heitum latte a la himnaríki, og innan skamms vorum við orðnar hot og girnilegar.

Bjartur í pössun í himnaríkiElsku Bjartur Míu- og Sigþórsson, (köttur) er týndur og hefur ekki komið heim í tvo daga. Hann hvarf líka í fyrra í einhverja daga og kom síðan rosalega hás heim, hefur örugglega lokast einhvers staðar inni og skælt út í eitt. Mía og Sigþór búa við Hjarðarholt á Skaganum og Bjartur, aðalkrúttið á heimilinu, er brúnbröndóttur og hvítur með ól. Ólin er að sjálfsögðu merkt og hann er ábyggilega eyrnamerktur líka. Mjálmar krúttlega, svona eins og lítill kettlingur. Blíður og góður köttur. Mikið vona ég að hann finnist sem allra fyrst, hann hlýtur að vera í hverfinu sínu, þarna í kringum Fjölbrautaskólann, kannski inni í bílskúr hjá einhverjum sem hefur ekki tekið eftir honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Gurrý

Hræðilegt að heyra þetta með köttinn, alltaf þegar gæludýr týnast, hræðilegt fyrir eigendurna.

Sigrín (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:20

2 identicon

Sæl skvís. Það er ekki að undra að sumir skuli vera með í maganum þessa daganna, heimilin geta ekki borið þetta ástand ein, skuldir hrannast upp, eignir sem eiga að standa undir veðum á íbúðalánum falla í verði, er nokkuð skrýtið að fólki líði ylla, og fær fólk þau skilaboð frá Háttvirtum Forsætisráðherra og Háttsettri Utanríkisráðherra að herða bara á sultarólini, lifir þetta fólk ekki í sama raunveruleika og við, eða er því alveg sama að eitthvert fólk útiíbæ sé nú á leiðinna að missa kanski eignir sínar, sitt húsaskjól, heyrði í hádegisfréttum að þeir er tóku 20 miljóna húsnæðislán í erlendri mynt væru nú í dag með hátt í 36 mil í skuld, mánaðaafborgun farinn úr 130 þús´uppí 260 þús, þetta er bara lán af íbúðum ýmissa hér á landi þessa daganna, ég á fastlega von á því að innantíðar munum við upplifa landsflótta héðan af landi ýmisa hópa fólks sem ekki getur brauðfært fjölskyldur sínar, líklega ér Háttvirtum Ráðherrum Seðlabankastjórum og Þingmönnum(konum) allveg sama eins leingi og þetta snertir það ekki sjálft.

 Leitt að heyra með kisu, er hann barasta ekki á einhverru kisukvennafari? hann kemur örugglega heim aftur þegar hann fer að sakna hennar mömmu sinnar og matarskálarinnar sinnar. því miður get ég ekki átt kött er komin með ferlegt kattarofnæmi, væri örugglega með Norskan skógarkött annars, finnst þeir svo flottir.

 Mikið er hún kuldarleg myndin af kaffiborðunum sem þú hefur sett inn í dag, brrrrrrrrrrrrrrrr mér varð bara hroll kalt, varð í raun hroll kalt nú í morgunn er ég hjólaði í líkamrækina mína er heitir 'Arbæjarþrek, frábær stöð ekkert yfir snobbað lið þar, bara venjulegt fólk, sumir með bumbur aðrir mjög sexy á skrokkinn, nokkrir áhugaverðir þar fyrir þig min kæra.

 best að hætta þessu núna, hafðu það sem allra best á leiðinni heim og njóttu kvöldsins í ró og næði

HUGE BIG HUG Siggi og stórt hlýtt bros mátti til að hafa geimveruna með sitt bros, enda við geimverur ekki satt

siggi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:36

3 identicon

ætlaði nú að skrifa líkamsræktin ekki líkamrækina hehehehehehheheehhe

siggi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekki segja hrannast upp!! Þá verð ég alltaf svo krulluð.........

Hrönn Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

OOOH, ég verð alltaf svo glöð þegar þú færð bílfar, líst ekkert á þetta norp á hinum ýmsu stoppistöðvum.

Helga Magnúsdóttir, 1.10.2008 kl. 20:58

6 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi finnst kattarkrúttið.

Laufey B Waage, 2.10.2008 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 135
  • Sl. sólarhring: 313
  • Sl. viku: 827
  • Frá upphafi: 1505834

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 673
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband