Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.6.2007 | 19:57
Þessar tilviljanir
7.6.2007 | 17:05
Húrra fyrir Jóhönnu!
Vissi að hún Jóhanna myndi vernda Íbúðalánasjóð, frábært hjá henni. Hvað yrði t.d. um landsbyggðina ef Íbúðalánasjóður hyrfi og bankarnir tækju yfir?
Bankar græða og vilja græða, þannig er bara bisniss. Íbúðalánasjóður er þjónustufyrirtæki sem er NB hætt að reyna að hafa vit fyrir viðskiptavinum sínum með ströngu greiðslumati. Ef fólk veikist eða lendir í annars konar erfiðleikum þá er boðið upp á þann möguleika hjá Íbúðalánasjóði að frysta húsnæðislánið í allt að þrjú ár.
Auðvitað er þetta samkeppni við bankana ... en þessi málaflokkur á einmitt að vera svolítið verndaður, aleiga fólks er í húfi.
Eftir að ég fattaði að ég þarf að borga bankanum mínum (sem ég elska samt) 65 krónur fyrir hvert símtal þá vil ég ekki að bankarnir fái einkarétt á lánum til íbúðakaupa. Ég ítreka, ekki gefa upp kennitölu eða reikningsnúmer þegar þið hringið í bankann ykkar nema nauðsyn beri til. Ég var bara með einfalda spurningu sem tengdist netbankanum mínum og þegar konan í símanum bað um reikningsnúmer hélt ég að hún ætlaði að aðstoða mig, svo reyndist ekki vera.
![]() |
Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2007 | 21:14
Davíð og Golíat í sumarbúðum
Stórsnjallt ungmennakort er að detta inn í Reykjavík. Með því eru m.a. sumarbúðir niðurgreiddar. Heyrði Björn Inga tala um þetta í útvarpinu og fannst skrýtið að hann minntist bara á skátana og KFUM en ekki Ævintýralandið hennar Hildu systur sem þó er án efa með metnaðarfyllstu starfsemina, ég fer aldrei ofan af því. Í hittiðfyrra komu nokkrir ljúfir starfsmenn úr Vatnaskógi í heimsókn og þeir urðu stórhrifnir, eiginlega göptu ... Yfir 100 börn á staðnum en samt allt svo notalegt, allir höfðu nóg við að vera og góð stjórn á öllu.
Á forsíðu DV í gær sagði Hafsteinn Snæland, framkvæmdastjóri Samfés, að allir styrkir til barna- og unglingastarfsemi færu til sömu samtakanna og fulltrúar þessarra samtaka sitji í úthlutunarnefndinni!
Nú gengur mér betur að skilja allar þessar neitanir sem Ævintýraland hefur fengið. Auðvitað sjá þeir til þess að samkeppnisaðili fái ekki krónu. Þetta er nú meiri spillingin, ef rétt er. Ég er öskureið.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Hilda hefur árangurslaust sótt um styrki í gegnum árin, enda þarf hún að greiða himinháa húsaleigu á meðan hin samtökin hafa komið sér upp góðum húsakosti með milljónastyrkjum.
Við komumst að því eitt árið að á meðan Hilda fékk ekki krónu þá fengu skátarnir og KFUM eitthvað í kringum 5-6 milljónir hvor aðili, m.a. til að greiða fasteignagjöld af húseignum sínum. Þetta hafði viðgengist í fjölda ára, til eru opinber gögn um það, en ég veit ekki hvernig þessu er háttað núna.
Samkeppnisaðilar Hildu reka eflaust ágæta starfsemi, ég efast ekki um það. Samt kostar nógu mikið að senda börnin sín þangað og ekki getur Hilda látið kosta meira en hinir vegna samkeppninnar.
Munurinn á Ævintýralandi og öðrum sumarbúðum er t.d. sá að Hilda fylgir algjörlega reglugerð Barnaverndarstofu og er með fullorðið fólk í vinnu og eina manneskju á hver fimm börn. Ætli meðalaldur starfsmanna sé ekki 35 ára. Hún þarf að borga góð laun til að fá hæft fólk og vill ekki sjálfboðaliða, segir starfsemina of viðkvæma til þess. Það gæti þó hafa hrist upp í ónefndum sumarbúðum þegar leiðindamál komu upp fyrir nokkrum árum vegna sjálfboðaliða.
Síðustu sumur hafa um 100 börn dvalið í hverri viku í Ævintýralandi. Vinsældirnar eru ekki vegna þess að hún hefur efni á því að auglýsa svo mikið, heldur er það góður orðstír sem veldur. Kostnaður við sumarbúðirnar er geðbilaður, það þarf að greiða húsaleigu, laun, mat, fá fólk á launum til að koma og ræða forvarnir og margt, margt fleira. Vá, hvað það myndi breyta miklu og vera upplyfting fyrir starfsemina ef fengist styrkur. Ég hvet bloggvini mína til að velja Ævintýraland ef þeir ætla að senda börnin sín í sumarbúðir í sumar og styrkja þannig Davíð gegn Golíat.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 26
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 656
- Frá upphafi: 1525017
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni