Færsluflokkur: Tónlist

Dúndurfréttir og fleira stöff

Í dennEftir fjöldamargar áskoranir undanfarið um að birta ásjónu mína eftir nýjustu fegrunaraðgerðir þá hef ég reynt að mynda mig frá öllum sjónarhornum. Besta myndin náði bara hálfu vinstra auga og svoleiðis mynd birtir maður ekki á virðulegu bloggi. Ég gæti vissulega endurbirt myndina af okkur Tomma í baði síðan um daginn en allir eru orðnir þreyttir á eilífum endursýningum, sbr. sjónvarpsstöðvarnar.                              Fann samt eina eldgamla mynd þar sem fyrrverandi og erfðaprinsinn fengu að fljóta með.

Mikið rosalega er gaman að vera heima í fríi. Nú er ég að horfa á gamlan þátt með Hemma Gunn í sjónvarpinu. Feðgarnir Pálmi og Siggi ... og Gummi Ben og Pétur hafa verið að sýna snilldartakta. Þeir síðarnefndu léku báðir hlutverk Jesú í rokkleiknum JCSuperstar.

Ég bloggaði einu sinni um Sigga Pálma, nýju plötuna hans sem ég var svo hrifin af. Tók sem dæmi að mér tókst að liggja í baði í gegnum hana alla, ég sem nenni aldrei að hanga lengi í baði þótt ég elski bað. Einhver Stressríður tekur stundum yfir., enda tíminn til að horfa á sjóinn dýrmætur.

Lofsöng plötuna í Vikunni í kjölfarið. Frétti síðar að Siggi hefði orðið ánægður með að ég minnist ekkert á það að hann væri af miklu tónlistarfólki kominn ... bla,bla, eins og flestir aðrir gerðu í dómum sínum. Mér finnst Siggi algjörlega standa fyrir sínu, einn og óstuddur.

SúperstarKynntist Gumma Ben í gegnum gamla vinkonu sem var með honum í hljómsveit, algjör eðaldrengur, Olga, konan hans, er bloggvinkona mín ... mont, mont! Pétur kom í viðtal til mín einu sinni á Aðalstöðina með Matta en þá voru Dúndurfréttir að fara að halda tónleika á Gauknum, eiginlega nýbyrjaðir. Ég ætlaði að stríða Matta og Pétri í viðtalinu og spurði þá sakleysislega: „Strákar, fáið þið engar kjaftasögur á ykkur, svona hljómsveitagæar?“ „Nei,“ sögðu þeir og hristu hausinn, „við höfum ekki orðið mikið varir við það!“„Ja, ég heyrði að þið væruð gagnkynhneigðir, alla vega hluti ykkar, er það rétt?“ spurði ég lævíslega.
Ormarnir föttuðu þetta strax og sögðust sko vera gagnkynhneigðir! Það er miklu auðveldara að blöffa á þennan hátt á enskunni.

Það styttist í bæjarferð. Ætla að taka vagninn kl. 15.41 en skreppa jafnvel fyrst í Skrúðgarðinn og fá mér latte. Var að fatta að þriggja tíma pásan á strætóferðum milli Akraness og Mosfellsbæjar er komin upp í fjóra tíma!  Það er frekar langt! Þótt það væri ekki nema ein ferð þarna á milli ... Hlakka til að hitta Laufeyju mína og borða með henni. Svo verður matreiðslunámskeið í himnaríki á morgun. Meira um það síðar.

Úúúúúúú, nú eru Dúndurfréttir að flytja Easy Livin´ með Uriah Heep. Ég elska þessa stráka!


Áskorun til Stöðvar 2

Kynnarnir Ant og DecMig langar að skora á Stöð 2 að hætta með American Idol, þann þreytta þátt, og sýna frekar breska þáttinn, Britain´s got Talent þar sem leitað er að hæfileikafólki á öllum aldri. Þessir krúttmolar á myndinni, Ant og Dec, eru alveg dásamlega skemmtilegir.

Þegar ég heimsótti Katrínu okkar allra til Bretlands haustið 2004 sá ég sérstakan þátt með Ant og Dec og varð samstundis aðdáandi, þeir voru ferlega fyndnir. Þeir kynna þennan þátt, eins og sjá má alla vega á fyrra myndbandinu (í síðustu færslu). Kíkið á þennan símasölumann (ef ég heyrði rétt) syngja hið dásamlega Nessum Dorma á ógleymanlegan hátt. 

 
http://youtube.com/watch?v=1k08yxu57NA&mode=related&search=
Jóna setti inn hlekk á þetta í athugasemdadálkinn með síðustu færslu (þar sem litla stelpan var í sömu keppni) en þessi hlekkur hér er lengri og sýnir dóminn líka. HVAÐ SAGÐI SIMON? Úhú!

Annað: Á í einhverjum vandræðum með að skrá mig inn á Moggablogg. Dett út við minnstu hreyfingu. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Kannast einhver hlustandi við þetta?

Svo segi ég bara góða nótt og svít dríms, darlings!InLove


Glitrandi haf og væl í lágmarki

Sléttur sjór 12/6 2007Ætlaði að horfa á hádegisfréttirnar á Stöð 2 en glampinn frá sjónum er svo mikill að ég næ ekki „merki“. Það borgar sig ekki að vera með neinar samsæriskenningar ... en eftir dularfullu atburðina fyrir neðan himnaríki nýverið sem leiddu síðar til sigurs á KR þá fer kvikna ýmsar spurningar.

Tók þess mynd rétt áðan frá nýju svölunum mínum. Granni minn í hinni risíbúðinni hefur ekki enn opnað út á sínar svalir, enda ætlar hann í meiri viðgerðir, sagði hann mér. Einhvers staðar á einum sementsturninum er kvikindið sem endurvarpar sjónvarpsgeislum til mín og hefur lamast í sjávarglitrinu. Nú vantar Fannberg til að busla í sjónum. 

Mun reyna að halda öllu væli í lágmarki ... en ég er að verða lasin. Svaf lengi og vaknaði með hálsbólgu og hausverk. Það er ekki liggjandi í rúminu mínu lengur en til hádegis vegna sólarinnar. Óp hamingjusamra gesta á Langasandinum skerast inn í hlustirnar á mér þar sem þeir svamla í sjónum og veiða hákarla á grillið. Ég sem ætlaði að gera svo margt í dag. Liggja í sólbaði, liggja í sólbaði og liggja í sólbaði á nýju svölunum. Vígja kvikindið. Á von á gestum seinnipartinn, það er spurning hvort þeir vilji láta smita sig af einhverju ... Best að drekka C-vítamínpillu leysta upp í vatni og sjá hvað gerist.
Annars hef ég vorkennt mér svo rosalega á meðan ég skrifaði þetta að líðanin er öll að skána.

Kubbur og Tommi on the svalsÞetta er nefnilega spurning um stuðning eða spark. Ég er stuðningstýpan og eflist öll við það, aðrir þurfa kannski spark, en það skiptir samt máli í hvaða samhengi. Hefði ég sagt við sjálfa mig: „Hættu þessu fjandans væli,“ liði mér án efa miklu verr og væri kannski búin að taka íbúfen í þjáningum mínum. Einlæg samúð Kubbs og Tomma hefur líka haft sitt að segja. Eru þau ekki sæt á svölunum?

Er að hlusta á kvikmyndatónlist á meðan ég blogga, Tvöfalt líf Veroniku. Mikil dýrðartónlist er þetta.  Mæli með henni. Goran Bregovic er enn í uppáhaldi eftir tónleikana.  Held að ég sé öll að koma til.  

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband